Unglingur hótaði hópi með hnífi Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 07:25 Nokkuð margir fengu að gista á Hverfisgötunni í nótt. Þá kom hundur í stutta heimsókn á lögreglustöðina. Vísir/Vilhelm Talverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Meðal annars var tilkynnt um hóp ungmenna þar sem einn af hópnum hafði ógnað öðrum hópi ungmenna með hnífi í Kópavogi. Ungmennin voru á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Lögregla afgreiddi málið á staðnum þar sem hnífur var haldlagður og tilkynning send á barnaverndarnefnd. Frá þessu segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir nóttina. Þar segir einnig frá manni sem haldið hafði verið niðri af dyravörðum í miðborginni. Hann hafi, að sögn dyravarða, átt að hafa skallað mann inni á skemmtistað og bitið dyravörð í framhaldi af því. Dyravörðurinn hafi sýnt lögregluþjónum áverka, sem stemmdi við lýsinguna. Ekki hæfur til að vera meðal almennings Í dagbókinni segir að fimm manns gisti fangaklefa eftir gærkvöldið og nóttina. Talsvert hafi verið um að lögregla aðstoðaði ölvað og ósjálfbjarga fólk til síns heima. Tilkynnt hafi verið um slys vegna ölvunar í húsnæði í Reykjavík. Þegar tilkynnandi hafi ætlað að aðstoða hinn slasaða hafi hann brjálast og sig líklegan til þess að ráðast á þá sem ætluðu að aðstoða hann. Hann hafi náð að ráðast á einn rétt áður en lögregla kom á vettvang. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa. Þá hafi verið tilkynnt um æstan mann á fögnuði í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem þjónustar Kópavog og Garðabæ. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn reynst mjög ölvaður og ekki í ástandi til að vera meðal almennings. Hann hafi streist á móti lögreglu við handtöku og sparkað og hrækt í áttina til lögreglu. Hundur í óskilum vakti kátínu lögreglumanna Loks segir af afskiptum lögreglu af skemmtilegri borgara en ölvuðum mönnum í miðbænum. Tveir góðborgarar hafi komið með hund án ólar á lögreglugötuna á Hverfisgötu. Þeir hafi sagst hafa bankað upp á nærliggjandi hús, þar sem þeir fundu hundinn, en enginn kannast við að eiga hann. Blaðamaður ók fram hjá fallegum lausum hundi á Sölvhólsgötu skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi og því má gera ráð fyrir því að hundurinn hafi fundist á þeim slóðum. Í dagbókinni segir að eftir að góðborgararnir höfðu auglýst á samfélagsmiðlum að hundurinn væri hjá lögreglu hafi umráðamaður hundsins gefið sig fram og sótt hundinn. Hundurinn hafi reynst vera í pössun og óvart sloppið út nærri þeim stað sem hann fannst. „Hundurinn lét vel af sinni stuttu veru hjá lögreglu þar sem hann vakti lukku vakthafandi lögreglumanna.“ Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hundar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Frá þessu segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir nóttina. Þar segir einnig frá manni sem haldið hafði verið niðri af dyravörðum í miðborginni. Hann hafi, að sögn dyravarða, átt að hafa skallað mann inni á skemmtistað og bitið dyravörð í framhaldi af því. Dyravörðurinn hafi sýnt lögregluþjónum áverka, sem stemmdi við lýsinguna. Ekki hæfur til að vera meðal almennings Í dagbókinni segir að fimm manns gisti fangaklefa eftir gærkvöldið og nóttina. Talsvert hafi verið um að lögregla aðstoðaði ölvað og ósjálfbjarga fólk til síns heima. Tilkynnt hafi verið um slys vegna ölvunar í húsnæði í Reykjavík. Þegar tilkynnandi hafi ætlað að aðstoða hinn slasaða hafi hann brjálast og sig líklegan til þess að ráðast á þá sem ætluðu að aðstoða hann. Hann hafi náð að ráðast á einn rétt áður en lögregla kom á vettvang. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa. Þá hafi verið tilkynnt um æstan mann á fögnuði í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem þjónustar Kópavog og Garðabæ. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn reynst mjög ölvaður og ekki í ástandi til að vera meðal almennings. Hann hafi streist á móti lögreglu við handtöku og sparkað og hrækt í áttina til lögreglu. Hundur í óskilum vakti kátínu lögreglumanna Loks segir af afskiptum lögreglu af skemmtilegri borgara en ölvuðum mönnum í miðbænum. Tveir góðborgarar hafi komið með hund án ólar á lögreglugötuna á Hverfisgötu. Þeir hafi sagst hafa bankað upp á nærliggjandi hús, þar sem þeir fundu hundinn, en enginn kannast við að eiga hann. Blaðamaður ók fram hjá fallegum lausum hundi á Sölvhólsgötu skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi og því má gera ráð fyrir því að hundurinn hafi fundist á þeim slóðum. Í dagbókinni segir að eftir að góðborgararnir höfðu auglýst á samfélagsmiðlum að hundurinn væri hjá lögreglu hafi umráðamaður hundsins gefið sig fram og sótt hundinn. Hundurinn hafi reynst vera í pössun og óvart sloppið út nærri þeim stað sem hann fannst. „Hundurinn lét vel af sinni stuttu veru hjá lögreglu þar sem hann vakti lukku vakthafandi lögreglumanna.“
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hundar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira