Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2024 12:08 Bílunum hafði verið lagt við Hringbraut skammt frá Bræðraborgarstíg. Linda Björg Logadóttir Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið handtekinn og sé enn í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður þegar hann er orðinn viðræðuhæfur. Hann segir að tilkynnt hafi verið um áreksturinn klukkan tuttugu mínútur yfir sex í morgun og að í upphaflegri tilkynningu hafi verið talað um átta bíla, sem eru talsvert mikið skemmdir eftir áreksturinn. Vonast eftir skjótri afgreiðslu tryggingafélaga Hákon Pálsson býr við Hringbraut og segir atvikið nokkuð áfall fyrir íbúa. „Þarna eru átta fjölskyldur sem hafa misst bifreiðarnar sínar. Maður bara vonast til þess að tryggingafélögin hagi sér skikkanlega og borgi þetta fljótt og örugglega til baka, sem er ekki eitthvað sem maður getur endilega treyst á.“ Hann nefnir til dæmis rauðan jeppling sem stóð við götuna þegar hann kíkti út í morgun og vantaði allan vinstri afturendan á. Umferðin lengi verið slæm Þá segir Hákon að umferð um Hringbraut hafi verið í ólestri allan þann tíma sem hann hefur búið við götuna. Hann kallar eftir aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Umferðin hefur almennt séð batnað mjög mikið eftir að þeir lækkuðu hraðann niður í fjörutíu. En satt að segja þá er þetta eitt stórt argument [rök] fyrir því að tekjutengja umferðarlagabrot, eins og þeir hafa gert á Norðurlöndunum. Af því að ég hef ítrekað séð tuttugu milljóna króna bíla, fleiri en einn, keyra hérna um eins og þeir séu í kappakstursleik. Svigandi á milli bíla, keyrandi yfir á rauðum ljósum, almennt hegða sér eins og lífið sé alveg án afleiðinga.“ Hann spyr sig hvort að umferðarsektir upp á tugi eða fá hundruð þúsunda geri nokkurt gagn ef sá brotlegi er með heimilistekjur upp á milljónir króna á mánuði. „Er þetta réttlátt kerfi sem nær yfir alla og er það að skila þeim árangri sem við viljum? Af því að við Hringbrautina er það bara alls ekki að gera það.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Fjármál heimilisins Umferðaröryggi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið handtekinn og sé enn í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður þegar hann er orðinn viðræðuhæfur. Hann segir að tilkynnt hafi verið um áreksturinn klukkan tuttugu mínútur yfir sex í morgun og að í upphaflegri tilkynningu hafi verið talað um átta bíla, sem eru talsvert mikið skemmdir eftir áreksturinn. Vonast eftir skjótri afgreiðslu tryggingafélaga Hákon Pálsson býr við Hringbraut og segir atvikið nokkuð áfall fyrir íbúa. „Þarna eru átta fjölskyldur sem hafa misst bifreiðarnar sínar. Maður bara vonast til þess að tryggingafélögin hagi sér skikkanlega og borgi þetta fljótt og örugglega til baka, sem er ekki eitthvað sem maður getur endilega treyst á.“ Hann nefnir til dæmis rauðan jeppling sem stóð við götuna þegar hann kíkti út í morgun og vantaði allan vinstri afturendan á. Umferðin lengi verið slæm Þá segir Hákon að umferð um Hringbraut hafi verið í ólestri allan þann tíma sem hann hefur búið við götuna. Hann kallar eftir aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Umferðin hefur almennt séð batnað mjög mikið eftir að þeir lækkuðu hraðann niður í fjörutíu. En satt að segja þá er þetta eitt stórt argument [rök] fyrir því að tekjutengja umferðarlagabrot, eins og þeir hafa gert á Norðurlöndunum. Af því að ég hef ítrekað séð tuttugu milljóna króna bíla, fleiri en einn, keyra hérna um eins og þeir séu í kappakstursleik. Svigandi á milli bíla, keyrandi yfir á rauðum ljósum, almennt hegða sér eins og lífið sé alveg án afleiðinga.“ Hann spyr sig hvort að umferðarsektir upp á tugi eða fá hundruð þúsunda geri nokkurt gagn ef sá brotlegi er með heimilistekjur upp á milljónir króna á mánuði. „Er þetta réttlátt kerfi sem nær yfir alla og er það að skila þeim árangri sem við viljum? Af því að við Hringbrautina er það bara alls ekki að gera það.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Fjármál heimilisins Umferðaröryggi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira