AC Milan styrkti stöðu sína í 3. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, með 3-1 sigri á Roma. Á sama tíma hrapa Rómverjar niður töfluna og eru nú í 9. sæti en þó aðeins fimm frá Meistaradeildarsæti.
Þegar tölfræðin er skoðuð var leikurinn einkar jafn en það er því miður ekki spurt um það í fótbolta. Yacine Adli skoraði eina mark fyrri hálfleiks og AC Milan leiddi 1-0.
HT | decide i primi 45 !!! #MilanRoma 1-0 pic.twitter.com/fx33OQ707p
— Lega Serie A (@SerieA) January 14, 2024
Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Oliver Giroud forystu heimamanna eftir að Simon Kjær hafði skallað boltann til hans. Þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu Rómverjar vítaspyrnu. Leandro Paredes fór á punktinn og minnkaði muninn fyrir gestina.
Í kjölfarið gerðu þeir sig líklega til að jafna metin en sú von dó endanlega þegar Theo Hernandez kom Mílanó aftur tveimur mörkum yfir á 84. mínútu.
FT | Il @acmilan stende la Roma a San Siro!!! #MilanRoma 3-1 pic.twitter.com/WUf616Kpdo
— Lega Serie A (@SerieA) January 14, 2024
Lokatölur á San Siro 3-1 heimaliðinu í vil og AC Milan nú með 42 stig í 3. sæti, fjórum minna en Juventus sem er í 2. sætinu með leik til góða. Inter trónir svo á toppnum með 51 stig. Á sama tíma er Roma í 9. sæti með 29 stig.