„Héldum að við værum of kúl til að klára þetta á fullu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. janúar 2024 19:52 Viðar Örn Hafsteinsson var vægast sagt ósáttur við spilamennsku sinna manna í fjórða leikhluta gegn Blikum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway-deild karla í körfubolta, var hóflega sáttur með sigur sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. Hattarmenn höfðu öll völd á vellinum stærstan hluta leiksins og náðu yfir tuttugu stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta. Liðið var svo með 27 stiga forskot þegar komið var að fjórða og síðasta leikhluta leiksins, en þá hleyptu Hattarmenn Blikum inn í leikinn og niðurstaðan varð óþarflega naumur átta stiga sigur Hattar, 78-86. „Þetta var bara lélegur fjórði leikhluti, en ég er að reyna að vera ánægður með sigurinn. Frammistaðan í þrjá leikhluta var algjörlega til fyrirmyndar, bæði í vörn og sókn, en ég er virkilega ósáttur við mína menn hvernig við nálguðumst þetta í fjórða leikhluta og héldum að við værum eitthvað of kúl til að klára þetta á fullu sem var bara lélegt,“ sagði Viðar í leikslok. Hann segir að hægt sé að skrifa lokaleikhlutann að miklu leyti á kæruleysi sinna manna. „Menn héldu bara að þeir gætu slakað á. Það er miklu skemmtilegra þegar menn eru á fullu og gera þetta af krafti. Ég er bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni í fjórða leikhluta.“ Viðar segist þó geta horft jákvæðum augum á hina þrjá leikhluta leiksins. „Ég er auðvitað ánægður að vinna. Þetta snýst um það og er keppni í því. Ég er bara ánægður með sigur hérna á móti Breiðabliki því það er ekkert auðvelt að spila á móti þeim.“ „Við vorum komnir í fjórða leikhluta og það er alveg sama hvort þeir séu 30 stigum yfir eða 30 stigum undir, þeir halda alltaf áfram. Þeir henda upp skotum og halda áfram að ráðast á þig. Um leið og þú verður kærulaus þá rugga þeir þér og þeir gerðu það mjög vel. En þrír leikhlutar voru góðir og það er eitthvað til að byggja á. Þannig ég er ánægður með það,“ sagði Viðar að lokum. Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. 11. janúar 2024 19:40 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Hattarmenn höfðu öll völd á vellinum stærstan hluta leiksins og náðu yfir tuttugu stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta. Liðið var svo með 27 stiga forskot þegar komið var að fjórða og síðasta leikhluta leiksins, en þá hleyptu Hattarmenn Blikum inn í leikinn og niðurstaðan varð óþarflega naumur átta stiga sigur Hattar, 78-86. „Þetta var bara lélegur fjórði leikhluti, en ég er að reyna að vera ánægður með sigurinn. Frammistaðan í þrjá leikhluta var algjörlega til fyrirmyndar, bæði í vörn og sókn, en ég er virkilega ósáttur við mína menn hvernig við nálguðumst þetta í fjórða leikhluta og héldum að við værum eitthvað of kúl til að klára þetta á fullu sem var bara lélegt,“ sagði Viðar í leikslok. Hann segir að hægt sé að skrifa lokaleikhlutann að miklu leyti á kæruleysi sinna manna. „Menn héldu bara að þeir gætu slakað á. Það er miklu skemmtilegra þegar menn eru á fullu og gera þetta af krafti. Ég er bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni í fjórða leikhluta.“ Viðar segist þó geta horft jákvæðum augum á hina þrjá leikhluta leiksins. „Ég er auðvitað ánægður að vinna. Þetta snýst um það og er keppni í því. Ég er bara ánægður með sigur hérna á móti Breiðabliki því það er ekkert auðvelt að spila á móti þeim.“ „Við vorum komnir í fjórða leikhluta og það er alveg sama hvort þeir séu 30 stigum yfir eða 30 stigum undir, þeir halda alltaf áfram. Þeir henda upp skotum og halda áfram að ráðast á þig. Um leið og þú verður kærulaus þá rugga þeir þér og þeir gerðu það mjög vel. En þrír leikhlutar voru góðir og það er eitthvað til að byggja á. Þannig ég er ánægður með það,“ sagði Viðar að lokum.
Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. 11. janúar 2024 19:40 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. 11. janúar 2024 19:40