Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2024 15:31 Köldu hefur andað milli þeirra Sigríðar Daggar og Hjálmars Jónssonar og hefur ástandið á skrifstofum BÍ verið erfitt undanfarna mánuði. Því lauk svo með því að stjórnin rak Hjálmar í gær en hann segir meðal annars í nýjum pistli að hann sé ekki haldinn „frekjukallasyndrómi“ ef einhver haldi það. vísir/vilhelm Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. „Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við,“ segir Hjálmar meðal annars í aðsendri grein á Vísi. Hann segir stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörna á aðalfundi og hún afgreiði þau mál og er bundin ströngum trúnaði. „Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa,“ segir Hjálmar. Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti einróma að víkja Hjálmari úr starfi og er vísað til trúnaðarbrests. Hjálmar hafnar því að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. Ágreiningur hans við Sigríði Dögg snerist að hans sögn eingöngu um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafa gengið eftir skýringum. Sú hafi verið skylda hans þó Hjálmar hafi upplifað sig einmana á þeirri vegferð. Ljóst er að hin „meintu skattalagabrot“ Sigríðar Daggar eru Hjálmari ofarlega í huga en eftir að hafa talað um „meint“ skattalagabrot hennar í pistli sínum herðir Hjálmar á skrúfunni í þeim efnum og kemur að þeim aftur: „Það liggur fyrir í samtölum mínum við núverandi formann að hann er sekur um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. Það hefði ekki komist upp nema vegna þess að skattyfirvöld kölluðu eftir upplýsingum frá Airbnb og fengu um síðir. Að telja ekki fram tekjur til skatts í eitt ár getur verið mistök, í tvö ár kanski heimska, en í þrjú ár samfleytt hlýtur að teljast einbeittur brotavilji. Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning!“ Hjálmar segir að Sigríður Dögg sé þjakaða af „íslensku veikinni“ sem felst í því að vilja „setja sjálfum sér sérreglur og öllum öðrum aðrar reglur. „Það er þjóðarósiður.“ Fjölmiðlar Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við,“ segir Hjálmar meðal annars í aðsendri grein á Vísi. Hann segir stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörna á aðalfundi og hún afgreiði þau mál og er bundin ströngum trúnaði. „Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa,“ segir Hjálmar. Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti einróma að víkja Hjálmari úr starfi og er vísað til trúnaðarbrests. Hjálmar hafnar því að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. Ágreiningur hans við Sigríði Dögg snerist að hans sögn eingöngu um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafa gengið eftir skýringum. Sú hafi verið skylda hans þó Hjálmar hafi upplifað sig einmana á þeirri vegferð. Ljóst er að hin „meintu skattalagabrot“ Sigríðar Daggar eru Hjálmari ofarlega í huga en eftir að hafa talað um „meint“ skattalagabrot hennar í pistli sínum herðir Hjálmar á skrúfunni í þeim efnum og kemur að þeim aftur: „Það liggur fyrir í samtölum mínum við núverandi formann að hann er sekur um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. Það hefði ekki komist upp nema vegna þess að skattyfirvöld kölluðu eftir upplýsingum frá Airbnb og fengu um síðir. Að telja ekki fram tekjur til skatts í eitt ár getur verið mistök, í tvö ár kanski heimska, en í þrjú ár samfleytt hlýtur að teljast einbeittur brotavilji. Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning!“ Hjálmar segir að Sigríður Dögg sé þjakaða af „íslensku veikinni“ sem felst í því að vilja „setja sjálfum sér sérreglur og öllum öðrum aðrar reglur. „Það er þjóðarósiður.“
Fjölmiðlar Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira