Íslenska veikin! Hjálmar Jónsson skrifar 11. janúar 2024 15:24 Númer eitt. Ég skrifa þessa grein vegna þess að trúverðugleiki blaðamanna og Blaðamannafélags Íslands skiptir höfuðmáli fyrir lýðræðislega umræðu og það aðhald sem hún veitir. Númer tvö. Ágreiningur minn við núverandi formann Blaðamannafélags Íslands (BÍ) snýst einungis um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafa gengið eftir skýringum. Það er enginn trúnaðarbrestur okkar í milli heldur er þaðskylda mín sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands að standa vörð um orðstýr félagsins. Því miður hef ég verið dálítið einmanna í því hlutverki undanfarið, en ítrekað sagt það við núverandi formann. Einnig lét ég þá skoðun í ljósi á stjórnarfundum félagsins meðan ég fékk að sækja þá. Skoðun mín hefur legið fyrir frá upphafi, ég hef ekki komið aftan að neinum í þessu máli. Númer þrjú. Núverandi formaður BÍ er illa haldin af „íslensku veikinni“, sem ég kýs að kalla svo, og felst í því að setja sjálfum sér sérreglur og öllum öðrum aðrar reglur. Það er þjóðarósiður. Ég veit ekki hversu oft ég hef upplifað það á fjörutíu ára ferli sem blaðamaður, að brotamenn setji í herðarnar og segi manni að éta það sem úti frýs, reglurnar gildi um alla aðra en þá. Númer fjögur. Það liggur fyrir í samtölum mínum við núverandi formann að hann er sekur um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. Það hefði ekki komist upp nema vegna þess að skattyfirvöld kölluðu eftir upplýsingum frá Airbnb og fengu um síðir. Að telja ekki fram tekjur til skatts í eitt ár getur verið mistök, í tvö ár kanski heimska, en í þrjú ár samfleytt hlýtur að teljast einbeittur brotavilji. Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning! Númer fimm. Þetta er ekki mitt mál og ömurlegt að þurfa að koma að svona lágkúru. Orðstýr Blaðamananfélagsins er hins vegar mitt mál og þau gildi sem Blaðamannafélagið stendur fyrir. Ég hef notið trúnaðar blaðamanna og félagsmanna í BÍ til að starfa fyrir þá í tæpa fjóra áratugi og það er ekki í myndinni að bregðast þeim trúnaði. Formaður Blaðamannafélags Íslands þarf að hafa hreinan skjöld; svo einfalt er það. Það sorglega er að núverandi formaður hefur tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins. Það er til skammar fyrir núverandi formann og þá sem hafa lagt hönd á plóg. Númer sex. Þetta er ekki „frekjukallasyndróm“ eins og einhver gæti haldið. Því til sönnunar var ég búinn að starfa vandræðalaust með núverandi formann í rúm tvö ár áður,en upplýsingar um skattaundaskot hennar komu fram. Númer sjö. Það sauð upp úr milli mín og formannsins endanlega í síðustu viku þegar hún vildi fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins. Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við. Stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörin á aðalfundi afgreiðir þau mál og er bundin ströngum trúnaði. Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa. Númer átta. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir blaðamenn undanfarna fjóra áratugi og hafa traust þeirra til þess. Það hefur verið ótrúleg farsæld yfir þessu starfi alla tíð, sem ég þakka forsjóninni fyrir. Ég tók við góðu búi frá fyrirrennurum mínum. Svo dæmi sé tekið tapaði Blaðamannafélagið engum fjármunum í hruninu og eigið fé þess hefur meira tífaldast að raungildi á síðustu 20 árum. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að ekkert íslenskt stéttarfélag standi jafnvel með félagsmönnum sínum og BÍ gerir að mínu mati. Númer níu. Ég hef fundið ótrúlega mikinn stuðning undanfarinn sólarhring frá félögum í BÍ og fyrir það er ég hrærður og þakklátur. Ég trúi því að stjórn félagsins standi til þess að gera ein í þessari ákvörðun sinni. Mér var boðinn starfslokasamningur sem ég að sjálfsögðu hafnaði. Maður samþykkir ekki svona vinnubrögð þó allur gjaldeyrisforði Seðlabankans sé í boði. Eða eins og vinur minn og blaðamaður til meira en 50 ára sagði við mig í gærkvöldi: „Þetta er ekki einhver klúbbur, með fullri virðingu fyrir þeim, þetta er Blaðamannafélag Íslands!“ Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Númer eitt. Ég skrifa þessa grein vegna þess að trúverðugleiki blaðamanna og Blaðamannafélags Íslands skiptir höfuðmáli fyrir lýðræðislega umræðu og það aðhald sem hún veitir. Númer tvö. Ágreiningur minn við núverandi formann Blaðamannafélags Íslands (BÍ) snýst einungis um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafa gengið eftir skýringum. Það er enginn trúnaðarbrestur okkar í milli heldur er þaðskylda mín sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands að standa vörð um orðstýr félagsins. Því miður hef ég verið dálítið einmanna í því hlutverki undanfarið, en ítrekað sagt það við núverandi formann. Einnig lét ég þá skoðun í ljósi á stjórnarfundum félagsins meðan ég fékk að sækja þá. Skoðun mín hefur legið fyrir frá upphafi, ég hef ekki komið aftan að neinum í þessu máli. Númer þrjú. Núverandi formaður BÍ er illa haldin af „íslensku veikinni“, sem ég kýs að kalla svo, og felst í því að setja sjálfum sér sérreglur og öllum öðrum aðrar reglur. Það er þjóðarósiður. Ég veit ekki hversu oft ég hef upplifað það á fjörutíu ára ferli sem blaðamaður, að brotamenn setji í herðarnar og segi manni að éta það sem úti frýs, reglurnar gildi um alla aðra en þá. Númer fjögur. Það liggur fyrir í samtölum mínum við núverandi formann að hann er sekur um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. Það hefði ekki komist upp nema vegna þess að skattyfirvöld kölluðu eftir upplýsingum frá Airbnb og fengu um síðir. Að telja ekki fram tekjur til skatts í eitt ár getur verið mistök, í tvö ár kanski heimska, en í þrjú ár samfleytt hlýtur að teljast einbeittur brotavilji. Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning! Númer fimm. Þetta er ekki mitt mál og ömurlegt að þurfa að koma að svona lágkúru. Orðstýr Blaðamananfélagsins er hins vegar mitt mál og þau gildi sem Blaðamannafélagið stendur fyrir. Ég hef notið trúnaðar blaðamanna og félagsmanna í BÍ til að starfa fyrir þá í tæpa fjóra áratugi og það er ekki í myndinni að bregðast þeim trúnaði. Formaður Blaðamannafélags Íslands þarf að hafa hreinan skjöld; svo einfalt er það. Það sorglega er að núverandi formaður hefur tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins. Það er til skammar fyrir núverandi formann og þá sem hafa lagt hönd á plóg. Númer sex. Þetta er ekki „frekjukallasyndróm“ eins og einhver gæti haldið. Því til sönnunar var ég búinn að starfa vandræðalaust með núverandi formann í rúm tvö ár áður,en upplýsingar um skattaundaskot hennar komu fram. Númer sjö. Það sauð upp úr milli mín og formannsins endanlega í síðustu viku þegar hún vildi fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins. Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við. Stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörin á aðalfundi afgreiðir þau mál og er bundin ströngum trúnaði. Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa. Númer átta. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir blaðamenn undanfarna fjóra áratugi og hafa traust þeirra til þess. Það hefur verið ótrúleg farsæld yfir þessu starfi alla tíð, sem ég þakka forsjóninni fyrir. Ég tók við góðu búi frá fyrirrennurum mínum. Svo dæmi sé tekið tapaði Blaðamannafélagið engum fjármunum í hruninu og eigið fé þess hefur meira tífaldast að raungildi á síðustu 20 árum. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að ekkert íslenskt stéttarfélag standi jafnvel með félagsmönnum sínum og BÍ gerir að mínu mati. Númer níu. Ég hef fundið ótrúlega mikinn stuðning undanfarinn sólarhring frá félögum í BÍ og fyrir það er ég hrærður og þakklátur. Ég trúi því að stjórn félagsins standi til þess að gera ein í þessari ákvörðun sinni. Mér var boðinn starfslokasamningur sem ég að sjálfsögðu hafnaði. Maður samþykkir ekki svona vinnubrögð þó allur gjaldeyrisforði Seðlabankans sé í boði. Eða eins og vinur minn og blaðamaður til meira en 50 ára sagði við mig í gærkvöldi: „Þetta er ekki einhver klúbbur, með fullri virðingu fyrir þeim, þetta er Blaðamannafélag Íslands!“ Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun