Um er að ræða átta þætti sem eru byggðir á Útkallsbókaseríunni, metsölubókum Óttars Sveinssonar. Þættirnir eru framleiddir af kvikmyndagerðarmanninum Heiðari Aðalbjörnssyni.
Í hverjum þætti verður einn atburður tekinn fyrir og ýmist rætt við þá sem var bjargað eða þá sem komu að björgunaraðgerðum.
Í fyrsta þættinum á sunnudag verður fjallað um hið hörmulega sjóslys þegar flutningaskipið Dísarfell sökk um 100 sjómílum suðaustur af Hornafirði árið 1997. Tíu mönnum var bjargað um borð í TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tveir menn létust.
Eins og áður segir verður fyrsti þáttur sýndur klukkan sjö á sunnudagsmorgun. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 um kvöldið.
Hér fyrir neðan má sjá fyrstu stikluna úr þáttunum.