Ólöf tekur við kynningarmálum hjá Hampiðjunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2024 09:35 Ólöf Snæhólm hefur starfað við kynningarmál í vel á annan áratug. Hampiðjan hefur ráðið Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur í starf samskipta- og kynningarfulltrúa. Ólöf var ein 63 umsækjenda um starfið og hefur hún hafið störf. Ólöf starfaði sem sérfræðingur í samskiptum og markaðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur í ríflega sex ár þar sem hún sá m.a. um upplýsingamál dótturfyrirtækisins Veitna. Þar áður var hún upplýsinga- og kynningarfulltrúi hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í áratug. Ólöf lauk prófi í fjölmiðlafræði við Ohio University í Bandaríkjunum og las til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. „Hampiðjan er öflugt, alþjóðlegt fyrirtæki sem stendur á ákveðnum tímamótum um þessar mundir vegna aukinna umsvifa og skráningar á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Það kallar á nýjar áherslur í samskiptum við hluthafa, viðskiptavini og aðra hagaðila. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem því fylgja með öflugum hópi samstarfsfólks,“ segir Ólöf. Stærsta veiðarfærafyrirtæki í heimi Í tilkynningu frá Hampiðjunni segir að rekstur Hampiðjusamstæðunnar er umfangsmikill. „Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað frá stofnun árið 1934 og er það nú stærsta veiðarfærafyrirtæki heims með 51 dótturfyrirtæki innan sinna vébanda,“ segir í tilkynningu. Samstæðan sé með starfsstöðvar á 76 stöðum í 21 landi og ríflega 2.000 starfsmenn og teygir starfsemin sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja-Sjálands í austri. „Framleiðsla á netum og köðlum hefur ætíð verið kjarnastarfsemi fyrirtækisins sem síðustu tvo áratugina hefur orðið ráðandi á markaði með byltingarkenndum vörum og lausnum fyrir fiskveiðar og olíuiðnað. Hampiðjan var skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland í júní 2023.“ Hjörtur Erlendsson forstjóri segir mikinn feng fyrir Hampiðjuna að fá Ólöfu til starfa. „Hún býr að mikilli reynslu, færni og þekkingu sem eiga eftir að nýtast okkur vel í framtíðinni. Okkar bíða aðkallandi verkefni í hinum stafræna heimi ásamt miðlun upplýsinga og áframhaldandi mótun markaðsstarfs Hampiðjunnar, bæði hér heima og sem erlendis og þar kemur Ólöf sterk inn,“ segir Hjörtur. Vistaskipti Sjávarútvegur Hampiðjan Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Ólöf starfaði sem sérfræðingur í samskiptum og markaðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur í ríflega sex ár þar sem hún sá m.a. um upplýsingamál dótturfyrirtækisins Veitna. Þar áður var hún upplýsinga- og kynningarfulltrúi hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í áratug. Ólöf lauk prófi í fjölmiðlafræði við Ohio University í Bandaríkjunum og las til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. „Hampiðjan er öflugt, alþjóðlegt fyrirtæki sem stendur á ákveðnum tímamótum um þessar mundir vegna aukinna umsvifa og skráningar á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Það kallar á nýjar áherslur í samskiptum við hluthafa, viðskiptavini og aðra hagaðila. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem því fylgja með öflugum hópi samstarfsfólks,“ segir Ólöf. Stærsta veiðarfærafyrirtæki í heimi Í tilkynningu frá Hampiðjunni segir að rekstur Hampiðjusamstæðunnar er umfangsmikill. „Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað frá stofnun árið 1934 og er það nú stærsta veiðarfærafyrirtæki heims með 51 dótturfyrirtæki innan sinna vébanda,“ segir í tilkynningu. Samstæðan sé með starfsstöðvar á 76 stöðum í 21 landi og ríflega 2.000 starfsmenn og teygir starfsemin sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja-Sjálands í austri. „Framleiðsla á netum og köðlum hefur ætíð verið kjarnastarfsemi fyrirtækisins sem síðustu tvo áratugina hefur orðið ráðandi á markaði með byltingarkenndum vörum og lausnum fyrir fiskveiðar og olíuiðnað. Hampiðjan var skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland í júní 2023.“ Hjörtur Erlendsson forstjóri segir mikinn feng fyrir Hampiðjuna að fá Ólöfu til starfa. „Hún býr að mikilli reynslu, færni og þekkingu sem eiga eftir að nýtast okkur vel í framtíðinni. Okkar bíða aðkallandi verkefni í hinum stafræna heimi ásamt miðlun upplýsinga og áframhaldandi mótun markaðsstarfs Hampiðjunnar, bæði hér heima og sem erlendis og þar kemur Ólöf sterk inn,“ segir Hjörtur.
Vistaskipti Sjávarútvegur Hampiðjan Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira