Hinn þrítugi Dylan Brody Isaacs lenti í orðaskaki við ökumann annarrar bifreiðar þegar hann og vinir hans komu að bíl hans eftir leikinn á sunnudaginn.
Ökumaðurinn dró upp byssu og skaut Isaacs sem lést á staðnum. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn daginn eftir. Bíll hans var gerður upptækur sem hluti af rannsókn málsins.
Búið er að bera kennsl á árásarmanninn en rannsókn málsins stendur enn yfir.
Síða var stofnuð á GoFundMe til styrktar fjölskyldu Isaacs og safnast hafa níutíu þúsund dollarar fyrir útfararkostnaði hans, eða rúmlega tólf milljónir íslenskra króna.