Lét aflífa hvolpinn og fær engar skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2024 16:00 Samkvæmt heimildum fréttastofu var um Labrador hvolp að ræða. Getty Hundaræktendur þurfa ekki að endurgreiða konu sem aflífaði veikan hvolp sem hún hafði keypt af þeim. Þar vó þungt að hún ákvað að láta aflífa hvolpinn áður en ítarleg skoðun gat farið fram á honum. Það var í september 2022 sem konan keypti hvolp af ræktendunum á 380 þúsund krónur, þá átta vikna gamlan. Í janúar 2023 fór að bera á því að hvolpurinn ætti erfitt með ákveðnar hreyfingar. Leitaði konan til dýralæknis sem tók röntgenmyndir. Þær sýndu bólgur í hnjám hvolpsins og gekkst hann undir bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjameðferð. Hvolpurinn fór aftur í skoðun þann 20. mars og í framhaldi af þeirri skoðun ákvað konan að láta aflífa hvolpinn. Taldi hún ástand hans fara versnandi og var hann aflífaður daginn eftir. Taldi hún hvolpinn hafa verið haldinn galla við kaupin og krafðist endurgreiðslu að fullu eða hluta. Ræktendurnir neituðu endurgreiðslu. Ræktendur vildu frekari greiningu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa fékk málið á sitt borð með kæru konunnar. Nefndin vísaði í gögn málsins þar sem fram kom að ræktendurnir töldu ótímabært að aflífa dýrið í lok febrúar sökum aldurs og þeirrar staðreyndar að hvolpurinn væri enn að stækka. Hvöttu þau til að fá aðra myndgreiningu, leita álits annars dýralæknis eða senda röntgenmyndir af hvolpinum til sérfræðinga erlendis í því skyni að fá sjúkdómsgreiningu. Konan sagðist ekki sjá ástæðu til þess vegna þess kostnaðar sem fylgdi. Niðurstaðan myndi engu breyta um möguleika hvolpsins. Kærunefndin telur að þar sem ekki hafi verið leitað frekara sérfræðiálits liggi ekki fyrir hvort ástand hvolpsins verði rakið til meðfædds sjúkdóms eins og konan taldi eða hvort einkennin hafi verið áunnin eins og ræktendurnir töldu líklegast. Skammur fyrirvari Konan hafi sent ræktendunum skilaboð að kvöldi 20. mars og upplýst um ákvörðun sína að láta aflífa hvolpinn. Um leið hafi hún gert kröfu um afslátt af kaupverðinu. Daginn eftir hafi hvolpurinn verið aflífaður. Nefndin segir óumdeilt í málinu að ákvörðun um aflífun hafi verið tekin af konunni en ekki að læknisráðið og sú ákvörðun verið tilkynnt ræktendum með innan við sólarhringsfyrirvara án nokkurs gefins kostar á samráði. Í ljósi þess hafi konan ekki veitt ræktendunum tækifæri til að meta hvort ástand hvolpsins væri þannig að óhjákvæmilegt væri annað en að aflífa hann. Þar sem hann hefði þegar verið aflífaður væri um leið ómögulegt tað freista þess að sýna fram á að ástandið hafi ekki verið fyrir hendi við afhendingu hvolpanna hálfu ári fyrr. Var kröfu konunnar um riftun kaupanna og skaðabætur hafnað. Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Dýr Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Það var í september 2022 sem konan keypti hvolp af ræktendunum á 380 þúsund krónur, þá átta vikna gamlan. Í janúar 2023 fór að bera á því að hvolpurinn ætti erfitt með ákveðnar hreyfingar. Leitaði konan til dýralæknis sem tók röntgenmyndir. Þær sýndu bólgur í hnjám hvolpsins og gekkst hann undir bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjameðferð. Hvolpurinn fór aftur í skoðun þann 20. mars og í framhaldi af þeirri skoðun ákvað konan að láta aflífa hvolpinn. Taldi hún ástand hans fara versnandi og var hann aflífaður daginn eftir. Taldi hún hvolpinn hafa verið haldinn galla við kaupin og krafðist endurgreiðslu að fullu eða hluta. Ræktendurnir neituðu endurgreiðslu. Ræktendur vildu frekari greiningu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa fékk málið á sitt borð með kæru konunnar. Nefndin vísaði í gögn málsins þar sem fram kom að ræktendurnir töldu ótímabært að aflífa dýrið í lok febrúar sökum aldurs og þeirrar staðreyndar að hvolpurinn væri enn að stækka. Hvöttu þau til að fá aðra myndgreiningu, leita álits annars dýralæknis eða senda röntgenmyndir af hvolpinum til sérfræðinga erlendis í því skyni að fá sjúkdómsgreiningu. Konan sagðist ekki sjá ástæðu til þess vegna þess kostnaðar sem fylgdi. Niðurstaðan myndi engu breyta um möguleika hvolpsins. Kærunefndin telur að þar sem ekki hafi verið leitað frekara sérfræðiálits liggi ekki fyrir hvort ástand hvolpsins verði rakið til meðfædds sjúkdóms eins og konan taldi eða hvort einkennin hafi verið áunnin eins og ræktendurnir töldu líklegast. Skammur fyrirvari Konan hafi sent ræktendunum skilaboð að kvöldi 20. mars og upplýst um ákvörðun sína að láta aflífa hvolpinn. Um leið hafi hún gert kröfu um afslátt af kaupverðinu. Daginn eftir hafi hvolpurinn verið aflífaður. Nefndin segir óumdeilt í málinu að ákvörðun um aflífun hafi verið tekin af konunni en ekki að læknisráðið og sú ákvörðun verið tilkynnt ræktendum með innan við sólarhringsfyrirvara án nokkurs gefins kostar á samráði. Í ljósi þess hafi konan ekki veitt ræktendunum tækifæri til að meta hvort ástand hvolpsins væri þannig að óhjákvæmilegt væri annað en að aflífa hann. Þar sem hann hefði þegar verið aflífaður væri um leið ómögulegt tað freista þess að sýna fram á að ástandið hafi ekki verið fyrir hendi við afhendingu hvolpanna hálfu ári fyrr. Var kröfu konunnar um riftun kaupanna og skaðabætur hafnað.
Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Dýr Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira