Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2024 11:26 Kjaraviðræður og þjóðarsátt eru til umræðu í Pallborði dagsins. vísir/arnar Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir Pallborðsins verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Klippa: Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Ragnar Þór sagðist fyrir jól vera bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga myndi ná að gera sögulega kjarasamninga í janúar, sem myndu stuðla að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira en nokkrir þúsundkallar til eða frá. „Við erum, hvað á ég að segja, 95 prósent af Alþýðusambandinu eða félögum innan Alþýðusambandsins sem ætlum að halda þessari vinnu áfram. Það er mun stærri og öflugri hópur en var til dæmis á bakvið lífskjarasamninginn 2019,“ sagði Ragnar Þór. Greint var frá því 22. desember að samningsaðilar, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins, væru samstíga um að ráðast í aðgerðir til að ná verðbólgunni niður. Umrædd breiðfylking samanstóð upphaflega af VR, Eflingu, Landssambandi íslenskra verslunarmanna, Starfsgreinasambandinu og Samiðn en síðan hafa fleiri gert kröfu um að fá að koma að borðinu. Meint „þjóðarsátt“ var gagnrýnd, meðal annars af Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM, sem sagði fyrirhugaðar flatar krónutöluhækkanir og tugmilljarða tekjutilfærslur myndu skila sér í meira en tíu prósent aukningu á ráðstöfunartekjum Eflingarfólks en 1,5 til 2 prósenta hækkun hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. „Þetta eru viðræður á milli Samtaka atvinnulífsins og tiltekinna félaga innan ASÍ. Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Þórarinn Eyfjörð. Ljóst er að ein forsenda þjóðarsáttar er aðkoma stjórnvalda og eftir áramót var boðað til fundar ráðherra og leiðtoga breiðfylkingarinnar. Þá greindi Vísir frá því í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði sett sig í samband við forystu opinberu félaganna til að skipuleggja fund eða fundi. Enn fleiri eiga þó hagsmuna að gæta, til að mynda aldraðir og öryrkjar. „Hvað er þjóðarsátt og fyrir hverja er hún?“ spyrjum við í Pallborðinu í dag. Pallborðið er sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Pallborðið Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Gestir Pallborðsins verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Klippa: Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Ragnar Þór sagðist fyrir jól vera bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga myndi ná að gera sögulega kjarasamninga í janúar, sem myndu stuðla að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira en nokkrir þúsundkallar til eða frá. „Við erum, hvað á ég að segja, 95 prósent af Alþýðusambandinu eða félögum innan Alþýðusambandsins sem ætlum að halda þessari vinnu áfram. Það er mun stærri og öflugri hópur en var til dæmis á bakvið lífskjarasamninginn 2019,“ sagði Ragnar Þór. Greint var frá því 22. desember að samningsaðilar, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins, væru samstíga um að ráðast í aðgerðir til að ná verðbólgunni niður. Umrædd breiðfylking samanstóð upphaflega af VR, Eflingu, Landssambandi íslenskra verslunarmanna, Starfsgreinasambandinu og Samiðn en síðan hafa fleiri gert kröfu um að fá að koma að borðinu. Meint „þjóðarsátt“ var gagnrýnd, meðal annars af Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM, sem sagði fyrirhugaðar flatar krónutöluhækkanir og tugmilljarða tekjutilfærslur myndu skila sér í meira en tíu prósent aukningu á ráðstöfunartekjum Eflingarfólks en 1,5 til 2 prósenta hækkun hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. „Þetta eru viðræður á milli Samtaka atvinnulífsins og tiltekinna félaga innan ASÍ. Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Þórarinn Eyfjörð. Ljóst er að ein forsenda þjóðarsáttar er aðkoma stjórnvalda og eftir áramót var boðað til fundar ráðherra og leiðtoga breiðfylkingarinnar. Þá greindi Vísir frá því í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði sett sig í samband við forystu opinberu félaganna til að skipuleggja fund eða fundi. Enn fleiri eiga þó hagsmuna að gæta, til að mynda aldraðir og öryrkjar. „Hvað er þjóðarsátt og fyrir hverja er hún?“ spyrjum við í Pallborðinu í dag. Pallborðið er sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Pallborðið Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira