„Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. janúar 2024 23:07 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar spiluðu sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði í Subway-deild kvenna í kvöld þegar liðið tók á móti Haukum. Boðið var upp á ansi sveiflukenndan leik sem varð svo æsispennandi í lokin en það voru heimakonur sem reyndust sterkari á svellinu þegar á reyndi. Lokatölur í Smáranum 86-83. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með sigurinn og þann karakter sem hans lið sýndi þegar á móti blés. „Mér fannst við detta alltof mikið niður um tíma. Haukarnir eru með alveg hörkulið, vel rútíneraðar og nýttu sér vel mistökin sem við vorum að gera, bara mjög vel. Við vorum að gera mjög mikið af mistökum varnarlega. Vorum ekki alveg að standa það sem við áttum að gera og ekki að gera nógu vel það sem við lögðum upp með.“ „Við erum pínu að breyta svo að það er kannski eðlilegt en ég er virkilega ánægður með að við sýndum karakter sem sýnir kannski styrk liðsins og hvað stelpurnar eru góðar. Þær brotna ekkert þó á móti blási. Þannig að ég er bara virkilega ánægður með sigurinn.“ Fyrir leik var Þorleifur spurður hvort hann hefði engar áhyggjur af því að það yrði svokallaður haustbragur á liðinu eftir langa pásu, sem hann hafði ekki áhyggjur af þá en viðurkenndi eftir leik að það hefði sannarlega komið á daginn. „Klárlega, mér fannst það. Það er rétt hjá þér! Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Svo er náttúrulega Sarah ný. Þó svo að hún sé góð þá er hún að koma inn í lið og það er alveg verið að fikra sig áfram hvað hún vill gera og hún líka hvað þær vilja gera. Þannig að það var klárlega haustbragur á þessu og ég gerði mér bara ekki alveg grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta hafði á okkur. Við erum með níu stoðsendingar og látum boltann ekki ganga nógu vel. Ýmislegt sem var ekki gott en frábær sigur samt.“ Sarah Mortensen kom virkilega sterk inn í lið Grindavíkur, skoraði 25 stig og tók átta fráköst. Hún kann greinilega körfubolta og mun væntanlega nýtast liðinu vel það sem eftir lifir móts? „Já, engin spurning en lendir bara í villuvandræðum. Kann körfuboltann mjög vel, hittin og klár. Hún á eftir að hjálpa okkar alveg rosalega mikið restina af tímabilinu.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með sigurinn og þann karakter sem hans lið sýndi þegar á móti blés. „Mér fannst við detta alltof mikið niður um tíma. Haukarnir eru með alveg hörkulið, vel rútíneraðar og nýttu sér vel mistökin sem við vorum að gera, bara mjög vel. Við vorum að gera mjög mikið af mistökum varnarlega. Vorum ekki alveg að standa það sem við áttum að gera og ekki að gera nógu vel það sem við lögðum upp með.“ „Við erum pínu að breyta svo að það er kannski eðlilegt en ég er virkilega ánægður með að við sýndum karakter sem sýnir kannski styrk liðsins og hvað stelpurnar eru góðar. Þær brotna ekkert þó á móti blási. Þannig að ég er bara virkilega ánægður með sigurinn.“ Fyrir leik var Þorleifur spurður hvort hann hefði engar áhyggjur af því að það yrði svokallaður haustbragur á liðinu eftir langa pásu, sem hann hafði ekki áhyggjur af þá en viðurkenndi eftir leik að það hefði sannarlega komið á daginn. „Klárlega, mér fannst það. Það er rétt hjá þér! Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Svo er náttúrulega Sarah ný. Þó svo að hún sé góð þá er hún að koma inn í lið og það er alveg verið að fikra sig áfram hvað hún vill gera og hún líka hvað þær vilja gera. Þannig að það var klárlega haustbragur á þessu og ég gerði mér bara ekki alveg grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta hafði á okkur. Við erum með níu stoðsendingar og látum boltann ekki ganga nógu vel. Ýmislegt sem var ekki gott en frábær sigur samt.“ Sarah Mortensen kom virkilega sterk inn í lið Grindavíkur, skoraði 25 stig og tók átta fráköst. Hún kann greinilega körfubolta og mun væntanlega nýtast liðinu vel það sem eftir lifir móts? „Já, engin spurning en lendir bara í villuvandræðum. Kann körfuboltann mjög vel, hittin og klár. Hún á eftir að hjálpa okkar alveg rosalega mikið restina af tímabilinu.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira