Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2024 07:05 Blinken lenti í Tel Aviv í gærkvöldi. AP/Evelyn Hockstein Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. Blinken hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd og átt viðræður við leiðtoga Arabaríkjanna. Hann sagðist myndu leggja áherslu á það í viðræðum sínum við ráðamenn í Ísrael að meira yrði gert til að vernda almenna borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra sem þyrftu raunverulega á henni að halda. Axios hefur hins vegar eftir tveimur háttsettum embættismönnum í Ísrael að yfirvöld muni ítreka þá afstöðu sína að íbúum í norðurhluta Gasa verði ekki hleypt aftur þangað fyrr en Hamas-samtökin hafa sleppt fleiri gíslum. Bandaríkin hafa staðið þétt við bakið á Ísraelsmönnum síðan átök brutust út í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Það er hins vegar sagt hafa vakið nokkra reiði í Washington hversu erfiðlega hefur gengið að fá Benjamin Netanyahu forsætisráðherra til að ræða framtíð Gasa. Hann hefur hafnað tillögum Bandaríkjamanna um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu á Gasa og Vesturbakkanum en flest ríki heims segja svokallaða „tveggja ríkja lausn“ einu leiðina til að freista þess að koma á friði á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann hefði unnið að því á bakvið tjöldin að hvetja Ísraela til að draga úr árásum sínum og viðveru á Gasa. Hermálayfirvöld í Ísrael segja aðgerðirnar að verða hnitmiðaðri en samkvæmt erlendum miðlum hefur þó ekki dregið úr árásum enn sem komið er. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Blinken hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd og átt viðræður við leiðtoga Arabaríkjanna. Hann sagðist myndu leggja áherslu á það í viðræðum sínum við ráðamenn í Ísrael að meira yrði gert til að vernda almenna borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra sem þyrftu raunverulega á henni að halda. Axios hefur hins vegar eftir tveimur háttsettum embættismönnum í Ísrael að yfirvöld muni ítreka þá afstöðu sína að íbúum í norðurhluta Gasa verði ekki hleypt aftur þangað fyrr en Hamas-samtökin hafa sleppt fleiri gíslum. Bandaríkin hafa staðið þétt við bakið á Ísraelsmönnum síðan átök brutust út í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Það er hins vegar sagt hafa vakið nokkra reiði í Washington hversu erfiðlega hefur gengið að fá Benjamin Netanyahu forsætisráðherra til að ræða framtíð Gasa. Hann hefur hafnað tillögum Bandaríkjamanna um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu á Gasa og Vesturbakkanum en flest ríki heims segja svokallaða „tveggja ríkja lausn“ einu leiðina til að freista þess að koma á friði á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann hefði unnið að því á bakvið tjöldin að hvetja Ísraela til að draga úr árásum sínum og viðveru á Gasa. Hermálayfirvöld í Ísrael segja aðgerðirnar að verða hnitmiðaðri en samkvæmt erlendum miðlum hefur þó ekki dregið úr árásum enn sem komið er.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira