Þetta kemur í ljós í kjölfar þess að þil úr slíkri vél á vegum Alaska Airlines losnaði og féll til jarðar skömmu eftir flugtak síðastliðinn föstudag. Þilið endaði í bakgarði hjá kennara í Oregon-ríki Bandaríkjanna.
Í kjölfarið voru rúmlega 170 Boeing 737 Max 9 vélar kyrrsettar og teknar til skoðunar.
Því hefur verið haldið fram að vélarnar verði ekki teknar aftur til notkunar fyrr en gaumgæfileg athugun á festingum þiljanna hafi farið fram.