Sara eyðir klukkutíma á dag í súrefnisklefa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 09:01 Sara Sigmundsdóttir leitar allra ráða til að ná sér af meiðslunum. Skjámynd/Youtube/3407 Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leitar þessa dagana allra ráða og allra leiða til að ná sér góðri af meiðslum sínum áður en nýtt tímabil hefst með CrossFit Open í næsta mánuði. Sara opinberaði það í gær hvað hún gerir núna fimm sinnum í viku til viðbótar því að mæta á venjulega æfingar. Hún meiddist í undirbúningi sínum fyrir Down Under Championship í lok síðasta árs og gat ekki keppt í Ástralíu. Nú er hún komin aftur heim til Íslands. Sara ákvað að leita sér frekar aðstoðar til að ná sér góðri af meiðslunum fyrir tímabilið. Það kom Söru á óvart að geta fundið meðferðastöð á Íslandi til að hjálpa sér en hún fann slíka stöð hjá Greenfit á Dalvegi í Kópavogi. Háð niðurstöðunum „Þú þarf ekki að elska vinnuna en þú gerir þetta samt sem áður af því að þú ert háð niðurstöðunum,“ skrifar Sara í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir þar frá þremur meðferðum sem hafa verið í forgangi hjá henni síðan hún kom til Íslands. „Ég er að vinna að því að ná mér góðri svo ég get farið að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Það styttist í nýtt tímabil og ég geri allt sem ég get til að sjá til þess að ég verði klár í slaginn,“ skrifar Sara. Fimm sinnum í viku Hún segir frá því að fimm sinnum í viku fer hún í tuttugu mínútna rauðljósameðferð, eyðir klukkutíma í súrefnisklefa og er að lokum í þrjár til fjórar mínútur í kuldameðferð á fullum styrk. „Ég vissi ekki að það væri svona meðferðastöð á Íslandi en ég get þakkað henni Eik Gylfadóttur minni fyrir að kynna mig fyrir Greenfit. Þau tóku vel á móti mér með opnum örmum og eru að hjálpa mér í endurhæfingunni. Ég verð þeim ávallt þakklát og þau losna kannski aldrei við mig,“ skrifar Sara. Sara sýndi líka myndband af sér fara í þessar meðferðir og þar má sjá hana vinna í tölvunni sinni á meðan hún eyðir klukkutíma í súrefnisklefanum. Meðferðirnar þrjár Fyrirtækið kynnir meðferðir sínar á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að meðferð í rauðum ljósum getur flýtt fyrir gróanda í vefjum líkamans ásamt því að geta dregið úr hrukkumyndun og öldrun húðarinnar. Sýnt hefur verið fram á ýmis önnur jákvæð áhrif rauðljósameðferðar svo sem aukið blóðflæði í vefjum. Súrefnismeðferð í súrefnisklefa er þar sögð verða heildræn meðferð sem bætir súrefnisflutning til frumna og þar með forsendur til heilbrigðra efnaskipta og heilsu. Meðferðin getur bætt getu frumanna til að hreinsa og endurnýja sig. Markmiðið er að auka súrefnisinnihald í blóði til að gera við vefi og endurheimta eðlilega starfsemi líkamans. Súrefnismeðferð er notuð til að auka súrefnismettun, efla blóðrás, draga úr öldrun og auka heilbrigði fruma. Kuldameðferð (cryotherapy á ensku) getur haft margvísleg góð áhrif á heilsu og líðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira
Sara opinberaði það í gær hvað hún gerir núna fimm sinnum í viku til viðbótar því að mæta á venjulega æfingar. Hún meiddist í undirbúningi sínum fyrir Down Under Championship í lok síðasta árs og gat ekki keppt í Ástralíu. Nú er hún komin aftur heim til Íslands. Sara ákvað að leita sér frekar aðstoðar til að ná sér góðri af meiðslunum fyrir tímabilið. Það kom Söru á óvart að geta fundið meðferðastöð á Íslandi til að hjálpa sér en hún fann slíka stöð hjá Greenfit á Dalvegi í Kópavogi. Háð niðurstöðunum „Þú þarf ekki að elska vinnuna en þú gerir þetta samt sem áður af því að þú ert háð niðurstöðunum,“ skrifar Sara í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir þar frá þremur meðferðum sem hafa verið í forgangi hjá henni síðan hún kom til Íslands. „Ég er að vinna að því að ná mér góðri svo ég get farið að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Það styttist í nýtt tímabil og ég geri allt sem ég get til að sjá til þess að ég verði klár í slaginn,“ skrifar Sara. Fimm sinnum í viku Hún segir frá því að fimm sinnum í viku fer hún í tuttugu mínútna rauðljósameðferð, eyðir klukkutíma í súrefnisklefa og er að lokum í þrjár til fjórar mínútur í kuldameðferð á fullum styrk. „Ég vissi ekki að það væri svona meðferðastöð á Íslandi en ég get þakkað henni Eik Gylfadóttur minni fyrir að kynna mig fyrir Greenfit. Þau tóku vel á móti mér með opnum örmum og eru að hjálpa mér í endurhæfingunni. Ég verð þeim ávallt þakklát og þau losna kannski aldrei við mig,“ skrifar Sara. Sara sýndi líka myndband af sér fara í þessar meðferðir og þar má sjá hana vinna í tölvunni sinni á meðan hún eyðir klukkutíma í súrefnisklefanum. Meðferðirnar þrjár Fyrirtækið kynnir meðferðir sínar á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að meðferð í rauðum ljósum getur flýtt fyrir gróanda í vefjum líkamans ásamt því að geta dregið úr hrukkumyndun og öldrun húðarinnar. Sýnt hefur verið fram á ýmis önnur jákvæð áhrif rauðljósameðferðar svo sem aukið blóðflæði í vefjum. Súrefnismeðferð í súrefnisklefa er þar sögð verða heildræn meðferð sem bætir súrefnisflutning til frumna og þar með forsendur til heilbrigðra efnaskipta og heilsu. Meðferðin getur bætt getu frumanna til að hreinsa og endurnýja sig. Markmiðið er að auka súrefnisinnihald í blóði til að gera við vefi og endurheimta eðlilega starfsemi líkamans. Súrefnismeðferð er notuð til að auka súrefnismettun, efla blóðrás, draga úr öldrun og auka heilbrigði fruma. Kuldameðferð (cryotherapy á ensku) getur haft margvísleg góð áhrif á heilsu og líðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira