Sprakk í hendi tólf ára drengs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2024 07:28 Lögregla og slökkvilið höfðu í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynning um flugeldaslys í póstnúmeri 105 í Reykjavík í gærkvöldi á þrettándanum. Flugeldur hafði þar sprungið í hendi tólf ára drengs. Þá var kveikt í bílum í Kópavogi og flugeld kastað inn á skemmtistað í miðborginni með tilheyrandi skemmdum. Að sögn lögreglu var tólf ára drengurinn með brunasár á hendi og andliti. Lögreglu er ekki kunnugt um alvarleika slyssins, að því er segir í dagbók hennar. Kastaði flugeld inn á skemmtistað Þá kemur fram í dagbók lögreglu að flugeld hafi verið kastað inn á skemmtistað í miðborginni í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna málsins. Betur fór þó en á horfðist þar sem starfsmenn hafi náð að slökkva eldinn Einn dælubíll slökkviliðs aðstoðaði við reykræstingu á staðnum. Að sögn lögreglu varð tjón á staðnum vegna málsins. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort einhver sé grunaður vegna málsins eða hafi verið handtekinn. Fimmtán ára stöðvaður á 160 Þá hafði lögreglan afskipti af í hið minnsta níu ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Þannig gaf lögregla ökumanni bíls í Laugardal merki um að stöðva bíl sinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Hann jók hraðann og þurfti lögregla að veita honum eftirför. Ók hann á tímabili á um 160 til 170 kílómetra hraða að sögn lögreglu. Hann stöðvaði að lokum bílinn og reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi. Ökumaðurinn reyndist vera fimmtán ára gamall og voru tveir jafnaldrar með honum í bílnum. Málið verður unnið með barnavernd og foreldrum. Kveikt í bílum í Kópavogi Í dagbók lögreglu kemur ennfremur fram að lögreglu hafi borist tilkynning um eld í þremur bílum í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn hafi ekki verið mikill þegar slökkvilið hafi mætt á staðinn en tjónið hinsvegar eitthvað. Að sögn slökkviliðs var nóttin erilsöm og voru dælubílar boðaði í átta verkefni og þar af fimm í nótt. Þá snerust þrjú útköll um það að kveikt hafði verið í gámum eða rusli. Í öll skiptin var verkefnið fljótafgreitt að sögn slökkviliðs. Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Að sögn lögreglu var tólf ára drengurinn með brunasár á hendi og andliti. Lögreglu er ekki kunnugt um alvarleika slyssins, að því er segir í dagbók hennar. Kastaði flugeld inn á skemmtistað Þá kemur fram í dagbók lögreglu að flugeld hafi verið kastað inn á skemmtistað í miðborginni í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna málsins. Betur fór þó en á horfðist þar sem starfsmenn hafi náð að slökkva eldinn Einn dælubíll slökkviliðs aðstoðaði við reykræstingu á staðnum. Að sögn lögreglu varð tjón á staðnum vegna málsins. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort einhver sé grunaður vegna málsins eða hafi verið handtekinn. Fimmtán ára stöðvaður á 160 Þá hafði lögreglan afskipti af í hið minnsta níu ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Þannig gaf lögregla ökumanni bíls í Laugardal merki um að stöðva bíl sinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Hann jók hraðann og þurfti lögregla að veita honum eftirför. Ók hann á tímabili á um 160 til 170 kílómetra hraða að sögn lögreglu. Hann stöðvaði að lokum bílinn og reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi. Ökumaðurinn reyndist vera fimmtán ára gamall og voru tveir jafnaldrar með honum í bílnum. Málið verður unnið með barnavernd og foreldrum. Kveikt í bílum í Kópavogi Í dagbók lögreglu kemur ennfremur fram að lögreglu hafi borist tilkynning um eld í þremur bílum í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn hafi ekki verið mikill þegar slökkvilið hafi mætt á staðinn en tjónið hinsvegar eitthvað. Að sögn slökkviliðs var nóttin erilsöm og voru dælubílar boðaði í átta verkefni og þar af fimm í nótt. Þá snerust þrjú útköll um það að kveikt hafði verið í gámum eða rusli. Í öll skiptin var verkefnið fljótafgreitt að sögn slökkviliðs.
Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira