Sprakk í hendi tólf ára drengs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2024 07:28 Lögregla og slökkvilið höfðu í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynning um flugeldaslys í póstnúmeri 105 í Reykjavík í gærkvöldi á þrettándanum. Flugeldur hafði þar sprungið í hendi tólf ára drengs. Þá var kveikt í bílum í Kópavogi og flugeld kastað inn á skemmtistað í miðborginni með tilheyrandi skemmdum. Að sögn lögreglu var tólf ára drengurinn með brunasár á hendi og andliti. Lögreglu er ekki kunnugt um alvarleika slyssins, að því er segir í dagbók hennar. Kastaði flugeld inn á skemmtistað Þá kemur fram í dagbók lögreglu að flugeld hafi verið kastað inn á skemmtistað í miðborginni í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna málsins. Betur fór þó en á horfðist þar sem starfsmenn hafi náð að slökkva eldinn Einn dælubíll slökkviliðs aðstoðaði við reykræstingu á staðnum. Að sögn lögreglu varð tjón á staðnum vegna málsins. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort einhver sé grunaður vegna málsins eða hafi verið handtekinn. Fimmtán ára stöðvaður á 160 Þá hafði lögreglan afskipti af í hið minnsta níu ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Þannig gaf lögregla ökumanni bíls í Laugardal merki um að stöðva bíl sinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Hann jók hraðann og þurfti lögregla að veita honum eftirför. Ók hann á tímabili á um 160 til 170 kílómetra hraða að sögn lögreglu. Hann stöðvaði að lokum bílinn og reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi. Ökumaðurinn reyndist vera fimmtán ára gamall og voru tveir jafnaldrar með honum í bílnum. Málið verður unnið með barnavernd og foreldrum. Kveikt í bílum í Kópavogi Í dagbók lögreglu kemur ennfremur fram að lögreglu hafi borist tilkynning um eld í þremur bílum í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn hafi ekki verið mikill þegar slökkvilið hafi mætt á staðinn en tjónið hinsvegar eitthvað. Að sögn slökkviliðs var nóttin erilsöm og voru dælubílar boðaði í átta verkefni og þar af fimm í nótt. Þá snerust þrjú útköll um það að kveikt hafði verið í gámum eða rusli. Í öll skiptin var verkefnið fljótafgreitt að sögn slökkviliðs. Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Að sögn lögreglu var tólf ára drengurinn með brunasár á hendi og andliti. Lögreglu er ekki kunnugt um alvarleika slyssins, að því er segir í dagbók hennar. Kastaði flugeld inn á skemmtistað Þá kemur fram í dagbók lögreglu að flugeld hafi verið kastað inn á skemmtistað í miðborginni í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna málsins. Betur fór þó en á horfðist þar sem starfsmenn hafi náð að slökkva eldinn Einn dælubíll slökkviliðs aðstoðaði við reykræstingu á staðnum. Að sögn lögreglu varð tjón á staðnum vegna málsins. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort einhver sé grunaður vegna málsins eða hafi verið handtekinn. Fimmtán ára stöðvaður á 160 Þá hafði lögreglan afskipti af í hið minnsta níu ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Þannig gaf lögregla ökumanni bíls í Laugardal merki um að stöðva bíl sinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Hann jók hraðann og þurfti lögregla að veita honum eftirför. Ók hann á tímabili á um 160 til 170 kílómetra hraða að sögn lögreglu. Hann stöðvaði að lokum bílinn og reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi. Ökumaðurinn reyndist vera fimmtán ára gamall og voru tveir jafnaldrar með honum í bílnum. Málið verður unnið með barnavernd og foreldrum. Kveikt í bílum í Kópavogi Í dagbók lögreglu kemur ennfremur fram að lögreglu hafi borist tilkynning um eld í þremur bílum í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn hafi ekki verið mikill þegar slökkvilið hafi mætt á staðinn en tjónið hinsvegar eitthvað. Að sögn slökkviliðs var nóttin erilsöm og voru dælubílar boðaði í átta verkefni og þar af fimm í nótt. Þá snerust þrjú útköll um það að kveikt hafði verið í gámum eða rusli. Í öll skiptin var verkefnið fljótafgreitt að sögn slökkviliðs.
Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira