Þjóðarsátt – um hvað og fyrir hverja? Þórarinn Eyfjörð skrifar 8. janúar 2024 06:00 Kjarasamningar starfsfólks hjá ríkinu og sveitarfélögum sem eru innan BSRB, BHM og KÍ renna flestir út þann 31. mars næstkomandi en kjarasamningar verkalýðsfélaga innan ASÍ og á almenna markaðnum renna út um næstu mánaðarmót. Það er mikilvægt að vel takist til við samningaborðið því stétta- og verkalýðsfélögin og bandalög þeirra verða að ná góðum árangri fyrir félagsfólk sitt. Launafólk verður að fá fullvissu um að kjarasamningar hverju sinni séu skref fram á við, bæði í beinhörðum launagreiðslum og öðrum þáttum sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks og gangverk samfélagsins í heild. Á síðustu vikum hafa tiltekin stéttarfélög innan ASÍ verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Aðilar beggja vegna borðsins hafa notað hugtökin Breiðfylking og Þjóðarsátt um þau samtöl og lýst vilja til að leggja áherslu á kjarasamninga til lengri tíma, gera breytingar á tilfærslukerfunum og vinna að því að ná verðbólgunni niður. En það þarf meira en góðan vilja og samtöl þessara aðila til að leggja drög að þjóðarsátt um kjarasamninga, fleiri samnings- og hagsmunaaðilar þurfa að koma að málum ef alvöru þjóðarsátt er í sigtinu. Bandalög launafólks og stéttarfélögin innan þeirra þurfa öll að koma að málum með virku samráði. Það þarf að tryggja aðkomu BSRB, BHM, KÍ og fjölmennra félaga sem standa utan bandalaga. Þá þarf að tryggja aðkomu ríkisins, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka allra atvinnurekenda á almennum markaði. Samkomulag um þjóðarsátt þarf einnig að gera í samráði við mikilvæg hagsmuna- og velferðarsamtök eins og Öryrkjabandalagið og samtök eldri borgara. Og það þarf víðtækt samkomulag um breytingar á velferðar-, heilbrigðis-, skatta- og fjármálakerfinu. Eitt stærsta hagsmunamál almennings, launafólks og fjölskyldna á Íslandi er að heilbrigðiskerfið sé rekið með sómasamlegum hætti, að gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu verði hætt og þar á tannlæknaþjónusta ekki að vera undanskilin. Það þarf róttækar breytingar á skattkerfinu þannig að létt verði á skattbyrði þeirra sem minna hafa milli handanna og meira verði sótt til hinna efnameiri. Hækka þarf skattheimtu á arðgreiðslum og fjármagnstekjum og miklu öflugri skattheimta þarf að koma til vegna nýtingar á sameiginlegum auðlindum. Það er löngu tímabært að styrkja fjármögnun sveitarfélaganna þannig að þau geti með sóma sinnt hlutverki sínu við uppvöxt og menntun barna og almennt styrkt þjónustuhlutverk sitt gagnvart íbúum. Það þarf að koma á öflugum bankaskatti, setja reglur um heimildir bankanna hvað varðar vaxtamun á milli inn- og útlána og setja hömlur á þjónustugjöld bankanna út frá hagsmunum almennings. Það er aðkallandi að efla húsnæðiskerfið, gera samkomulag um verðþróun á nauðsynjum og lækka álagningu og opinber gjöld. Síðast en ekki síst þá þarf aðgerðir til að útrýma fátækt á Íslandi og setja á oddinn að fátæk börn fái sömu tækifæri og önnur börn til að þroskast og dafna. Til þess að ná þjóðarsátt þarf því að líta til allra átta. Breið samstaða og samhent átak til að ná meiri jöfnuði í samfélaginu og meira jafnvægi í hagkerfinu, verður einungis að veruleika ef heiðarleg tilraun verður gerð til að leiða alla aðila saman í að byggja upp betra samfélag fyrir okkur öll. Það er örugglega ómaksins vert að reyna að ná samstöðu um það góða markmið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaramál Stéttarfélög ASÍ Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kjarasamningar starfsfólks hjá ríkinu og sveitarfélögum sem eru innan BSRB, BHM og KÍ renna flestir út þann 31. mars næstkomandi en kjarasamningar verkalýðsfélaga innan ASÍ og á almenna markaðnum renna út um næstu mánaðarmót. Það er mikilvægt að vel takist til við samningaborðið því stétta- og verkalýðsfélögin og bandalög þeirra verða að ná góðum árangri fyrir félagsfólk sitt. Launafólk verður að fá fullvissu um að kjarasamningar hverju sinni séu skref fram á við, bæði í beinhörðum launagreiðslum og öðrum þáttum sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks og gangverk samfélagsins í heild. Á síðustu vikum hafa tiltekin stéttarfélög innan ASÍ verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Aðilar beggja vegna borðsins hafa notað hugtökin Breiðfylking og Þjóðarsátt um þau samtöl og lýst vilja til að leggja áherslu á kjarasamninga til lengri tíma, gera breytingar á tilfærslukerfunum og vinna að því að ná verðbólgunni niður. En það þarf meira en góðan vilja og samtöl þessara aðila til að leggja drög að þjóðarsátt um kjarasamninga, fleiri samnings- og hagsmunaaðilar þurfa að koma að málum ef alvöru þjóðarsátt er í sigtinu. Bandalög launafólks og stéttarfélögin innan þeirra þurfa öll að koma að málum með virku samráði. Það þarf að tryggja aðkomu BSRB, BHM, KÍ og fjölmennra félaga sem standa utan bandalaga. Þá þarf að tryggja aðkomu ríkisins, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka allra atvinnurekenda á almennum markaði. Samkomulag um þjóðarsátt þarf einnig að gera í samráði við mikilvæg hagsmuna- og velferðarsamtök eins og Öryrkjabandalagið og samtök eldri borgara. Og það þarf víðtækt samkomulag um breytingar á velferðar-, heilbrigðis-, skatta- og fjármálakerfinu. Eitt stærsta hagsmunamál almennings, launafólks og fjölskyldna á Íslandi er að heilbrigðiskerfið sé rekið með sómasamlegum hætti, að gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu verði hætt og þar á tannlæknaþjónusta ekki að vera undanskilin. Það þarf róttækar breytingar á skattkerfinu þannig að létt verði á skattbyrði þeirra sem minna hafa milli handanna og meira verði sótt til hinna efnameiri. Hækka þarf skattheimtu á arðgreiðslum og fjármagnstekjum og miklu öflugri skattheimta þarf að koma til vegna nýtingar á sameiginlegum auðlindum. Það er löngu tímabært að styrkja fjármögnun sveitarfélaganna þannig að þau geti með sóma sinnt hlutverki sínu við uppvöxt og menntun barna og almennt styrkt þjónustuhlutverk sitt gagnvart íbúum. Það þarf að koma á öflugum bankaskatti, setja reglur um heimildir bankanna hvað varðar vaxtamun á milli inn- og útlána og setja hömlur á þjónustugjöld bankanna út frá hagsmunum almennings. Það er aðkallandi að efla húsnæðiskerfið, gera samkomulag um verðþróun á nauðsynjum og lækka álagningu og opinber gjöld. Síðast en ekki síst þá þarf aðgerðir til að útrýma fátækt á Íslandi og setja á oddinn að fátæk börn fái sömu tækifæri og önnur börn til að þroskast og dafna. Til þess að ná þjóðarsátt þarf því að líta til allra átta. Breið samstaða og samhent átak til að ná meiri jöfnuði í samfélaginu og meira jafnvægi í hagkerfinu, verður einungis að veruleika ef heiðarleg tilraun verður gerð til að leiða alla aðila saman í að byggja upp betra samfélag fyrir okkur öll. Það er örugglega ómaksins vert að reyna að ná samstöðu um það góða markmið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun