Skipulagðar gönguferðir slá í gegn á nýju ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2024 13:30 Guðrún Svava gekk fyrsta legg leiðarinnar í desember með nokkrum vinum sínum í dásamlega fallegu veðri. Guðrún Svava Viðarsdóttir Mikill áhugi er fyrir allskonar skipulögðum gönguferðum um landið nú í upphafi árs. Ein af göngunum er raðganga í þremur hlutum á milli vita þar sem Eyrarbakki, Stokkseyri og Þorlákshöfn koma við sögu. Það er gaman að sjá hvað það er mikill áhugi á allskonar útivistarferðum á nýju ári enda eitthvað af þeim orðnar uppseldar nú þegar á meðan það er verð að skrá í aðrar ferðir. Oft er um dagsferðir að ræða, helgarferðir eru líka vinsælar og svo eru alltaf einhverjir sem ákvaða að fara í vikuferð eða lengri ferðir um hálendið. Guðrún Svava Viðarsdóttir er ein af fararstjórnum hjá Útivist en hún er núna að skipuleggja svokallaða vitagöngu þar sem gengið er frá Selvogsvita í Selvogi að Knarrarósvita rétt við Stokkseyri á þremur helgum, dagsferð í hvert skipti. „Hver leggur er svona um15 til 20 kílómetrar. Það fer svolítið eftir því hversu mikið þú nærð að þræða ströndina,“ segir Guðrún Svava. Fyrsta gangan er frá Selvogsvita í Þorlákshöfn, önnur gangan er frá Þorlákshöfn að Óseyrarbrú og þriðji og síðasti leggurinn er frá Óseyrarbrú að Knarrarósvita. Guðrún Svava Viðarsdóttir göngugarpur og fararstjóri hjá Útivist.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er tilgangur svona ferðar? „Þarna er náttúrulega útivistin og að komast á nýja staði. Það eru ekkert allir sem koma til að ganga strandir landsins, fólk er meira að fara upp á fjöll. Þarna erum við að kynnast nýjum stöðum og labba eitthvað nýtt. Þetta er létt gönguleið en ég fór fyrsta legginn í byrjun desember og jú, jú, þetta er alveg sex klukkutíma ganga og allt að 20 kílómetrum en þetta er ekkert erfið ganga,“ segir Guðrún Svava. Fyrsti leggur vitagöngunnar hefst næsta laugardag, eða 13. janúar og svo verður haldið áfram næstu tvær helgar á eftir. En hvað er það að gefa Guðrún Svövu að vera fararstjóri í svona ferðum eða öðrum ferðum hjá Útivist? „Bara allt, gleði, þrek og vera með fólki og maður einhvern veginn endurnærist á þessu.“ Allar upplýsingar um vitaferðina er að vinna hér á þessari slóð Ölfus Árborg Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Það er gaman að sjá hvað það er mikill áhugi á allskonar útivistarferðum á nýju ári enda eitthvað af þeim orðnar uppseldar nú þegar á meðan það er verð að skrá í aðrar ferðir. Oft er um dagsferðir að ræða, helgarferðir eru líka vinsælar og svo eru alltaf einhverjir sem ákvaða að fara í vikuferð eða lengri ferðir um hálendið. Guðrún Svava Viðarsdóttir er ein af fararstjórnum hjá Útivist en hún er núna að skipuleggja svokallaða vitagöngu þar sem gengið er frá Selvogsvita í Selvogi að Knarrarósvita rétt við Stokkseyri á þremur helgum, dagsferð í hvert skipti. „Hver leggur er svona um15 til 20 kílómetrar. Það fer svolítið eftir því hversu mikið þú nærð að þræða ströndina,“ segir Guðrún Svava. Fyrsta gangan er frá Selvogsvita í Þorlákshöfn, önnur gangan er frá Þorlákshöfn að Óseyrarbrú og þriðji og síðasti leggurinn er frá Óseyrarbrú að Knarrarósvita. Guðrún Svava Viðarsdóttir göngugarpur og fararstjóri hjá Útivist.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er tilgangur svona ferðar? „Þarna er náttúrulega útivistin og að komast á nýja staði. Það eru ekkert allir sem koma til að ganga strandir landsins, fólk er meira að fara upp á fjöll. Þarna erum við að kynnast nýjum stöðum og labba eitthvað nýtt. Þetta er létt gönguleið en ég fór fyrsta legginn í byrjun desember og jú, jú, þetta er alveg sex klukkutíma ganga og allt að 20 kílómetrum en þetta er ekkert erfið ganga,“ segir Guðrún Svava. Fyrsti leggur vitagöngunnar hefst næsta laugardag, eða 13. janúar og svo verður haldið áfram næstu tvær helgar á eftir. En hvað er það að gefa Guðrún Svövu að vera fararstjóri í svona ferðum eða öðrum ferðum hjá Útivist? „Bara allt, gleði, þrek og vera með fólki og maður einhvern veginn endurnærist á þessu.“ Allar upplýsingar um vitaferðina er að vinna hér á þessari slóð
Ölfus Árborg Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira