Nýnasistar dæmdir fyrir yfirlýsingar um að „lóga“ ætti Archie prins Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2024 19:22 Gibbons (til vinstri) og Patton-Walsh (til hægri) lýstu því yfir að það ætti að lóga Archie Mountbatten-Windsor, syni hertogans og hertogynjunnar af Sussex, Harry og Megan (fyrir miðju). Samsett/Metropolitan Police Tveir nýnasistar sem hótuðu Archie, syni Harry Bretaprins og Meghan Markle, ofbeldi í hlaðvarpi fyrir þremur árum hlutu í dag tíu og ellefu ára fangelsisdóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. Mennirnir lýstu Archie sem veru sem ætti að „lóga“ og vildu að Harry yrði tekin af lífi fyrir landráð. Mennirnir voru sakfelldir í hæstarétti Bretlands í dag fyrir átta brot gegn hryðjuverkalögum. Hinn 40 ára gamli Cristopher Gibbons hlaut ellefu ára dóm og hinn 34 ára Tyrone Patten-Walsh hlaut tíu ára dóm. Undir dulnefnunum Cristopher White og Joseph Walsh héldu mennirnir úti öfgahægri hlaðvarpinu Lone Wolf Radio sem síðar varð að Black Wolf Radio. Þar viðruðu þeir hómófóbískar, rasískar og kvenfyrirlitnar skoðanir sínar. Þegar lögregla komst á snoðir um hlaðvarpið í júní 2020 voru áskrifendur að hlaðvarpinu 128 og áhorfendur um 9 þúsund. Lóga ætti Archie og dæma Harry til dauða Gibbons lýsti Archie í hlaðvarpinu sem „veru [sem] ætti að lóga“ og kallaði eftir því að Harry yrði „sóttur til saka og dæmdur til dauða fyrir landráð“. Mennirnir lýstu því yfir í hlaðvarpinu að „kynþáttur hvítra væri líklegur til að vera 'þurrkaður út' ef ekki væru tekin ákveðin skref til að berjast gegn þeirri þróun“. Einnig lýstu þeir yfir ánægju með „dag reipisins“ [e. day of the rope] þar sem „kynþáttasvikarar“ yrðu hengdir í massavís, sérstaklega þeir sem ættu í samböndum við aðra kynþætti. Þættir hlaðvarpsins voru með myndir sem endurspegluðu hatursfull viðhorf þeirra, meðal annars mynd af aftöku SS-sveita nasista á gyðingi og annarri af hengingu á Mandela. Gibbons hlaut lengri dóm fyrir að hafa deilt skjölum sem hvöttu til hryðjuverka á síðu sinni „The Radicalisation Library“ en áskrifendur að henni voru 2.191 í september 2020. Þar var fólk hvatt til að fremja hryðjuverk. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Mennirnir voru sakfelldir í hæstarétti Bretlands í dag fyrir átta brot gegn hryðjuverkalögum. Hinn 40 ára gamli Cristopher Gibbons hlaut ellefu ára dóm og hinn 34 ára Tyrone Patten-Walsh hlaut tíu ára dóm. Undir dulnefnunum Cristopher White og Joseph Walsh héldu mennirnir úti öfgahægri hlaðvarpinu Lone Wolf Radio sem síðar varð að Black Wolf Radio. Þar viðruðu þeir hómófóbískar, rasískar og kvenfyrirlitnar skoðanir sínar. Þegar lögregla komst á snoðir um hlaðvarpið í júní 2020 voru áskrifendur að hlaðvarpinu 128 og áhorfendur um 9 þúsund. Lóga ætti Archie og dæma Harry til dauða Gibbons lýsti Archie í hlaðvarpinu sem „veru [sem] ætti að lóga“ og kallaði eftir því að Harry yrði „sóttur til saka og dæmdur til dauða fyrir landráð“. Mennirnir lýstu því yfir í hlaðvarpinu að „kynþáttur hvítra væri líklegur til að vera 'þurrkaður út' ef ekki væru tekin ákveðin skref til að berjast gegn þeirri þróun“. Einnig lýstu þeir yfir ánægju með „dag reipisins“ [e. day of the rope] þar sem „kynþáttasvikarar“ yrðu hengdir í massavís, sérstaklega þeir sem ættu í samböndum við aðra kynþætti. Þættir hlaðvarpsins voru með myndir sem endurspegluðu hatursfull viðhorf þeirra, meðal annars mynd af aftöku SS-sveita nasista á gyðingi og annarri af hengingu á Mandela. Gibbons hlaut lengri dóm fyrir að hafa deilt skjölum sem hvöttu til hryðjuverka á síðu sinni „The Radicalisation Library“ en áskrifendur að henni voru 2.191 í september 2020. Þar var fólk hvatt til að fremja hryðjuverk.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira