Óboðinn í jarðarför fjölskyldumeðlims og var tilkynntur til lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 4. janúar 2024 13:28 Atvik málsins hverfast um jarðarför konu, en maðurinn sem kærði málið var bundinn henni fjölskylduböndum. Getty Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að embætti ríkislögreglustjóra beri að veita manni aðgang að afriti símtals til neyðarlínunnar. Fyrir liggur að maðurinn er viðfang símtalsins, en í úrskurðinum kemur fram að hann hafi mætt óboðinn í jarðarför og dóttir hinnar látnu hafi tilkynnt hann til lögreglu vegna þess. Ekki kemur fram í úrskurðinum hvar eða hvenær atvikið átti sér stað, nema að konan hafi hringt í neyðarlínuna klukkan 16:36. Konan óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna kveðjuathafnar móður sinnar. Svo virðist sem hún hafi óskað eftir íhlutun lögreglunnar vegna mannsins, sem tengdist hinni látnu fjölskylduböndum. Lögregluna bar að garði og ræddi við manninn, og svo virðist vera sem hann hafi samþykkt að vera ekki viðstaddur athöfnina. Maðurinn óskaði síðan eftir því að fá upptöku eða nákvæmt afrit af símtalinu. Hann sagði mikilvægt fyrir sig að fá gögnin, og taldi sig eiga skilyrðislausan rétt á því, enda hefðu afskipti lögreglu falið í sér inngrip í líf hans með afgerandi hætti. Þá vildi hann geta lagt mat á það hvers vegna lögreglan hafi orðið við erindi konunnar og komið eins og skot eftir til að koma í veg fyrir þátttöku kæranda í athöfninni. Fram kemur að fyrir liggi að dóttir hinnar látnu hafi hringt símtalið og að málið varði því ekki uppljóstrun á því hver hringdi. Ríkislögreglustjóri sagði í umsögn sinni um málið að þó að maðurinn hefði hagsmuni umfram aðra um aðgang að gögnunum, þá vægju hagsmunir dótturinnar og hinnar látnu meira. Úrskurðarnefnd upplýsingamála komst þó að gagnstæðri niðurstöðu, að hagsmunir mannsins vægju meira. Hann ætti rétt á því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til. Dómsmál Trúmál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Ekki kemur fram í úrskurðinum hvar eða hvenær atvikið átti sér stað, nema að konan hafi hringt í neyðarlínuna klukkan 16:36. Konan óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna kveðjuathafnar móður sinnar. Svo virðist sem hún hafi óskað eftir íhlutun lögreglunnar vegna mannsins, sem tengdist hinni látnu fjölskylduböndum. Lögregluna bar að garði og ræddi við manninn, og svo virðist vera sem hann hafi samþykkt að vera ekki viðstaddur athöfnina. Maðurinn óskaði síðan eftir því að fá upptöku eða nákvæmt afrit af símtalinu. Hann sagði mikilvægt fyrir sig að fá gögnin, og taldi sig eiga skilyrðislausan rétt á því, enda hefðu afskipti lögreglu falið í sér inngrip í líf hans með afgerandi hætti. Þá vildi hann geta lagt mat á það hvers vegna lögreglan hafi orðið við erindi konunnar og komið eins og skot eftir til að koma í veg fyrir þátttöku kæranda í athöfninni. Fram kemur að fyrir liggi að dóttir hinnar látnu hafi hringt símtalið og að málið varði því ekki uppljóstrun á því hver hringdi. Ríkislögreglustjóri sagði í umsögn sinni um málið að þó að maðurinn hefði hagsmuni umfram aðra um aðgang að gögnunum, þá vægju hagsmunir dótturinnar og hinnar látnu meira. Úrskurðarnefnd upplýsingamála komst þó að gagnstæðri niðurstöðu, að hagsmunir mannsins vægju meira. Hann ætti rétt á því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til.
Dómsmál Trúmál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira