Málið er afar sérstakt en forsagan er sú að konan og eiginmaður hennar áttu tvö börn sem bæði létust af slysförum en í sitt hvoru slysinu. Hjónin höfuð rætt að eignast annað barn og frænka hafði boðist til að ganga með barnið en fyrirætlununum var ítrekað slegið á frest, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins.
Síðla árs 2023 lést svo maðurinn.
Konan neyddist til að leita til dómstóla þegar sjúkrahúsið þar sem lík mannsins var geymt neitaði að grípa til úrræða til að greiða fyrir því að sáðfrumurnar yrðu fjarlægðar. Dómarinn heimilaði aðgerðina en sagði ákvörðun sína ekki ná til notkunar frumanna.
Eins og sakir standa heimila lög í Vestur-Ástralíu ekki að frumurnar séu notaðar til að geta barn. Konan þarf því að sækja um að fá að flytja þær annað áður en af frjóvgun getur orðið.