Björgvin Karl einn af þeim stóru á Madison árunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson hefur barist meðal þeirra bestu í langan tíma. @bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kóngurinn Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið táknmynd fyrir stöðugleika undanfarin áratug og staða hans á uppgjörslista fyrir heimsleikaárin í Madison sýnir það svart á hvítu. Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Aðeins þrír eru fyrir ofan Björgvin Karl á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit karla frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa verið í Alliant Energy Center. Þetta eru Mathew Fraser, Justin Medeiros og Patrick Vellner. Sex af síðustu sjö heimsleikum hafa farið fram í Madison eða allir heimsleikar frá 2017 fyrir utan Covid-heimsleikana haustið 2020 sem voru fámennir og haldnir í Aromas í Kaliforníu. Björgvin Karl er á undan Jeff Adler sem varð heimsmeistari síðasta haust en Adler þarf að sætta sig við sjöunda sætið. Noah Olsen (6. sæti) og Brent Fikowski (5. sæti) eru í næstu sætum á eftir okkar manni. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Það er enginn spurning hver er efstur en Mathew Fraser varð fimm sinnum heimsmeistari í röð og vann alls 26 einstakar keppnisgreinar á þessum tíma. Medeiros varð heimsmeistari tvö fyrstu árin eftir að Fraser hætti að keppa. Vellner hefur aldrei orðið heimsmeistari en þrisvar lent í öðru sæti og fimm sinnum komust á pall. Bjögvin Karl er efstur af Evrópumönnunum en það eru bara Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir ofan hann. Björgvin hefur komist tvisvar sinnum á verðlaunapall á heimsleikum eða árin 2015 og 2019. Hann hefur alls verið fimm sinnum meðal þeirra fimm bestu. Björgvin náði því að verða meðal átta efstu í heimi á sjö heimsleikum í röð frá 2015 til 2021. Hann varð síðan í níunda sæti 2022 og í ellefta sætinu í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá hans fyrstu heimsleikum árið 2014 sem hann var ekki í hópi tíu efstu. BKG er flottur fulltrúi Íslands á þessum lista og þetta er mikið hrós fyrir hann sem hefur verið fastagestur í keppni þeirra bestu í heimi undanfarin áratug. Brian Friend fór síðan yfir valið sitt í umræðuþætti með John Young en það má sjá umræðu þeirra í Youtube þættinum hér fyrir neðan. Friend barðist fyrir stöðu BKG á listanum sínum en Young var ekki eins sáttur við að hafa okkar mann svona ofarlega. Þar skipti það miklu máli að Björgvin hefur aldrei unnið titilinn og aldrei komist ofar en í þriðja sætið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BwSn8o3ieVo">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira
Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Aðeins þrír eru fyrir ofan Björgvin Karl á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit karla frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa verið í Alliant Energy Center. Þetta eru Mathew Fraser, Justin Medeiros og Patrick Vellner. Sex af síðustu sjö heimsleikum hafa farið fram í Madison eða allir heimsleikar frá 2017 fyrir utan Covid-heimsleikana haustið 2020 sem voru fámennir og haldnir í Aromas í Kaliforníu. Björgvin Karl er á undan Jeff Adler sem varð heimsmeistari síðasta haust en Adler þarf að sætta sig við sjöunda sætið. Noah Olsen (6. sæti) og Brent Fikowski (5. sæti) eru í næstu sætum á eftir okkar manni. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Það er enginn spurning hver er efstur en Mathew Fraser varð fimm sinnum heimsmeistari í röð og vann alls 26 einstakar keppnisgreinar á þessum tíma. Medeiros varð heimsmeistari tvö fyrstu árin eftir að Fraser hætti að keppa. Vellner hefur aldrei orðið heimsmeistari en þrisvar lent í öðru sæti og fimm sinnum komust á pall. Bjögvin Karl er efstur af Evrópumönnunum en það eru bara Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir ofan hann. Björgvin hefur komist tvisvar sinnum á verðlaunapall á heimsleikum eða árin 2015 og 2019. Hann hefur alls verið fimm sinnum meðal þeirra fimm bestu. Björgvin náði því að verða meðal átta efstu í heimi á sjö heimsleikum í röð frá 2015 til 2021. Hann varð síðan í níunda sæti 2022 og í ellefta sætinu í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá hans fyrstu heimsleikum árið 2014 sem hann var ekki í hópi tíu efstu. BKG er flottur fulltrúi Íslands á þessum lista og þetta er mikið hrós fyrir hann sem hefur verið fastagestur í keppni þeirra bestu í heimi undanfarin áratug. Brian Friend fór síðan yfir valið sitt í umræðuþætti með John Young en það má sjá umræðu þeirra í Youtube þættinum hér fyrir neðan. Friend barðist fyrir stöðu BKG á listanum sínum en Young var ekki eins sáttur við að hafa okkar mann svona ofarlega. Þar skipti það miklu máli að Björgvin hefur aldrei unnið titilinn og aldrei komist ofar en í þriðja sætið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BwSn8o3ieVo">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira