Bróðir Hemma: „Ég er ofboðslega sár yfir þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. janúar 2024 17:21 Ragnar er afar ósáttur við að bróður hans hafi brugðið fyrir í áramótaskaupinu á gamlárskvöld. Ragnar Gunnarsson, bróðir Hermanns heitins Gunnarssonar, segist mjög sár yfir innkomu Hemma í Áramótaskaupið. Í atriðinu sem um ræðir mátti sjá þónokkra þjóðþekkta einstaklinga stíga á stokk, en þar má nefna Boga Ágústsson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Þessir einstaklingar komu þó ekki sjálfir fram, heldur var tækni notuð til að líkja eftir útliti og raddbeitingu þeirra. Undir lok atriðisins kom Hemmi Gunn, en ólíkt hinum frægðarmennunum, er hann látinn. Auðunn Blöndal, Auddi, sem ásamt Steinþóri Hróari Steinþórssyni, Steinda, sá um atriðið, sagðist hafa spurt fjölskyldu Hemma um leyfi áður en farið var með atriðið í skaupið. „Þau voru sammála okkur um að það hefði enginn fílað þetta meira en einmitt okkar uppáhalds maður Hemmi Gunn,“ sagði Auðunn. „Þetta er tóm lygi í Audda Blö,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann tekur fram að Hermann hafi líka átt systkini og að þau hafi ekki verið spurð um leyfi. Honum finnst illa hafa verið staðið að atriðinu „Þetta er virkilega ljótt.“ Ragnar segir sig og Hermann hafa verið mjög nána. „Svo kemur hann allt í einu í sjónvarpinu og fólk er bara slegið. Mér finnst þetta fáránlegt.“ Líkt og áður segir er Ragnar ósáttur með atriðið, og gefur hann til kynna að hann vilji fá afsökunarbeiðni „Ég er ofboðslega sár yfir þessu. Þetta er svívirðilegt.“ Sjá einnig: Fengu leyfi frá fjölskyldu Hemma Gunn Vísir greindi frá því í dag að Hendriki Birni Hermannssyni, veitingamanni og syni Hemma, hefði brugðið þegar hann sá atriðið. Hann hafði ekki verið spurður, en verið fljótur að jafna sig eftir að hann heyrði í systrum sínum. Hann vill meina að um misskilning hafi verið að ræða. „Ég talaði við Evu Laufeyju og systur mínar, og þær segja að reynt hafi verið að ná í mig. Þetta var ók og ég er sannfærður um að pabbi hefði alveg orðið ánægður með þetta,“ segir Hendrik. Gervigreind Áramótaskaupið Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Þessir einstaklingar komu þó ekki sjálfir fram, heldur var tækni notuð til að líkja eftir útliti og raddbeitingu þeirra. Undir lok atriðisins kom Hemmi Gunn, en ólíkt hinum frægðarmennunum, er hann látinn. Auðunn Blöndal, Auddi, sem ásamt Steinþóri Hróari Steinþórssyni, Steinda, sá um atriðið, sagðist hafa spurt fjölskyldu Hemma um leyfi áður en farið var með atriðið í skaupið. „Þau voru sammála okkur um að það hefði enginn fílað þetta meira en einmitt okkar uppáhalds maður Hemmi Gunn,“ sagði Auðunn. „Þetta er tóm lygi í Audda Blö,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann tekur fram að Hermann hafi líka átt systkini og að þau hafi ekki verið spurð um leyfi. Honum finnst illa hafa verið staðið að atriðinu „Þetta er virkilega ljótt.“ Ragnar segir sig og Hermann hafa verið mjög nána. „Svo kemur hann allt í einu í sjónvarpinu og fólk er bara slegið. Mér finnst þetta fáránlegt.“ Líkt og áður segir er Ragnar ósáttur með atriðið, og gefur hann til kynna að hann vilji fá afsökunarbeiðni „Ég er ofboðslega sár yfir þessu. Þetta er svívirðilegt.“ Sjá einnig: Fengu leyfi frá fjölskyldu Hemma Gunn Vísir greindi frá því í dag að Hendriki Birni Hermannssyni, veitingamanni og syni Hemma, hefði brugðið þegar hann sá atriðið. Hann hafði ekki verið spurður, en verið fljótur að jafna sig eftir að hann heyrði í systrum sínum. Hann vill meina að um misskilning hafi verið að ræða. „Ég talaði við Evu Laufeyju og systur mínar, og þær segja að reynt hafi verið að ná í mig. Þetta var ók og ég er sannfærður um að pabbi hefði alveg orðið ánægður með þetta,“ segir Hendrik.
Gervigreind Áramótaskaupið Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp