Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2024 10:24 Auddi sagði að fengist hafi samþykki fjölskyldu Hemma en maðurinn átti sex börn og ekki náðist í þau öll. RÚV Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. Ýmsir frægir litu dagsins ljós með aðstoð gervigreindar, Bogi Ágústsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birtust svo einhverjir séu nefndir. Og svo þegar Hemmi Gunn, sem andaðist 2013, birtist sem ljóslifandi væri fór um marga. Auðunn Blöndal var fljótur að henda í færslu á X þar sem hann upplýsti að þeir hafi fengið leyfi frá fjölskyldu Hemma. „Þau voru sammála okkur um að það hefði enginn fílað þetta meira en einmitt okkar uppáhalds maður Hemmi Gunn,“ sagði Auddi. En hver er fjölskylda Hemma? Hann var ókvæntur en eignaðist sex börn. Og ekki náðist í þau öll. Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður og ekki hafði verið talað við hann. „Mér brá svolítið fyrst þegar ég sá þetta,“ segir Hendrik í samtali við Vísi. En hann var fljótur að jafna sig eftir að hafa heyrt í systrum sínum. Hann segir þetta hafa verið misskilning. Ekki náðist í Hendrik enda mikið að gera í desember í veitingabransanum, við öll jólahlaðborðin. Og nú taka þorrablótin við, aldrei dauð stund. „Það er svo mikið að gera í desember. Ég talaði við Evu Laufey og systur mínar, og þær segja að reynt hafi verið að ná í mig. Þetta var ók og ég er sannfærður um að pabbi hefði alveg orðið ánægður með þetta,“ segir Hendrik. „Þær eru alveg hundrað prósent systur mínar.“ Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Grín og gaman Gervigreind Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Ýmsir frægir litu dagsins ljós með aðstoð gervigreindar, Bogi Ágústsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birtust svo einhverjir séu nefndir. Og svo þegar Hemmi Gunn, sem andaðist 2013, birtist sem ljóslifandi væri fór um marga. Auðunn Blöndal var fljótur að henda í færslu á X þar sem hann upplýsti að þeir hafi fengið leyfi frá fjölskyldu Hemma. „Þau voru sammála okkur um að það hefði enginn fílað þetta meira en einmitt okkar uppáhalds maður Hemmi Gunn,“ sagði Auddi. En hver er fjölskylda Hemma? Hann var ókvæntur en eignaðist sex börn. Og ekki náðist í þau öll. Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður og ekki hafði verið talað við hann. „Mér brá svolítið fyrst þegar ég sá þetta,“ segir Hendrik í samtali við Vísi. En hann var fljótur að jafna sig eftir að hafa heyrt í systrum sínum. Hann segir þetta hafa verið misskilning. Ekki náðist í Hendrik enda mikið að gera í desember í veitingabransanum, við öll jólahlaðborðin. Og nú taka þorrablótin við, aldrei dauð stund. „Það er svo mikið að gera í desember. Ég talaði við Evu Laufey og systur mínar, og þær segja að reynt hafi verið að ná í mig. Þetta var ók og ég er sannfærður um að pabbi hefði alveg orðið ánægður með þetta,“ segir Hendrik. „Þær eru alveg hundrað prósent systur mínar.“
Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Grín og gaman Gervigreind Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira