Auðunn upplýsti um þetta á X, áður Twitter, að loknu Skaupinu í kvöld. Hann segir að fjölskylda Hemma hefði verið sammála þeim Steinda um að enginn hefði fílað atriðið meira en Hemmi sjálfur, þeirra uppáhaldsmaður.
Bara svo það sé á hreinu fengum við Steindi leyfi frá fjölskyldu Hemma fyrir þessum skets. Þau voru sammála okkur um að það hefði enginn fílað þetta meira en einmitt okkar uppáhalds maður Hemmi Gunn ❤️ #skaupid
— Auðunn Blöndal (@Auddib) December 31, 2023
Hemmi Gunn lést í júní 2013 66 ára að aldri.