Elvar og félagar sóttu Promitheas heim en þurftu að sætta sig við sjö stiga tap í hörkuleik þar sem lokatölurnar urðu 80-73, heimamönnum í vil.
Elvar varð stigahæstur sinna manna með 13 stig og bætti við níu stoðsendingum. Það voru ekki einu tölfræðiþættirnir sem hann endaði hæstur í að þessu sinni en hann var einnig framlagshæstur með 23 framlagspunkta, oftast var brotið á honum eða sjö sinnum og þá spilaði hann einnig flestar mínútur, 33:41.
Staðan í efri hluta deildarinnar er afar jöfn en með sigrinum fór Promitheas upp í 3. sætið með 20 stig en PAOK er í því 5. með 18 og hafa bæði lið leikið tólf leiki.
mateco @promitheasbc . pic.twitter.com/xj1fwPU0az
— PAOK BC (@PAOKbasketball) December 30, 2023