Þrumurnar höfðu betur í toppslag Vesturdeildar Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 09:30 Nikola Jokic sækir á nýliðann Chet Holmgren í leiknum í nótt. Vísir/Getty Shai Gilgeous-Alexander átti frábæran leik þegar Oklahoma City Thunder vann góðan sigur í mikilvægum leik í NBA-deildinni í nótt. Topplið Austurdeildar vann nauman sigur. Oklahoma City Thunder var í heimsókn hjá meisturum Denver Nuggets í uppgjöri liðanna sem sitja í öðru og þriðja sæti Vesturdeildarinnar. Shai Gilgeous-Alexander fór fyrir liði Þrumanna og var maðurinn á bakvið sigur gestanna 119-93. „Hann var bara á flugi. Hann lét leikinn koma til sín,“ sagði Mark Daigneault þjálfari liðs Oklahoma. „Hann var aldrei að þvinga neinu. Hann tók réttar ákvarðanir allan leikinn og gaf réttu sendingarnar. Þetta er orðinn vani en hann spilaði frábærlega,“ bætti hann við en Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig í leiknum. Nikola Jokic skoraði 19 stig og hitti úr níu af tíu skotum sínum. Hann fór hins vegar aldrei á vítalínuna í leiknum. In the East Celtics move to 16-0 at home and pick up win 25 pic.twitter.com/tu3isml895— NBA (@NBA) December 30, 2023 Boston Celtics er í efsta sæti Austurdeildar og vann góðan sigur á heimavelli gegn Toronto Raptors. Boston hefur unnið alla sextán heimaleiki sína á tímabilinu og er með besta sigurhlutfallið í deildinni til þessa. Jaylen Brown var stigahæstur í liði Boston með 31 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Tröllatvíeykið Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo var í stuði þegar Milwaukee Bucks vann 119-111 sigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Lið Bucks er í öðru sæti Austurdeildarinnar. West standings update Thunder pick up win no. 21For more, download the NBA App: https://t.co/oRfhdB9x5m pic.twitter.com/5iwIn5sT5o— NBA (@NBA) December 30, 2023 „Þegar þú setur boltann í hendurnar á tveimur bestu leikmönnunum þínum þá verður niðurstaðan góð. Ef þú vilt tvöfalda á Dame þá er ég laus og get skorað eða komið boltanum á liðsfélaga okkar,“ sagði Antetokounmpo sem skoraði 34 stig og tók 16 fráköst í leiknum. Lillard bætti 31 stigi við í sarpinn. Úrslit NBA í nótt Washington Wizards - Brooklyn Nets 110-104Orlando Magic - New York Knicks 117-108Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 111-119Boston Celtics - Toronto Raptors 120-118Atlanta Hawks - Sacramento Kings 110-117Houston Rockets - Philadelphia 76´ers 127-131Phoenix Suns - Charlotte Hornets 133-119Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 93-119Portland Trailblazers - San Antonio Spurs 134-128 NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Oklahoma City Thunder var í heimsókn hjá meisturum Denver Nuggets í uppgjöri liðanna sem sitja í öðru og þriðja sæti Vesturdeildarinnar. Shai Gilgeous-Alexander fór fyrir liði Þrumanna og var maðurinn á bakvið sigur gestanna 119-93. „Hann var bara á flugi. Hann lét leikinn koma til sín,“ sagði Mark Daigneault þjálfari liðs Oklahoma. „Hann var aldrei að þvinga neinu. Hann tók réttar ákvarðanir allan leikinn og gaf réttu sendingarnar. Þetta er orðinn vani en hann spilaði frábærlega,“ bætti hann við en Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig í leiknum. Nikola Jokic skoraði 19 stig og hitti úr níu af tíu skotum sínum. Hann fór hins vegar aldrei á vítalínuna í leiknum. In the East Celtics move to 16-0 at home and pick up win 25 pic.twitter.com/tu3isml895— NBA (@NBA) December 30, 2023 Boston Celtics er í efsta sæti Austurdeildar og vann góðan sigur á heimavelli gegn Toronto Raptors. Boston hefur unnið alla sextán heimaleiki sína á tímabilinu og er með besta sigurhlutfallið í deildinni til þessa. Jaylen Brown var stigahæstur í liði Boston með 31 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Tröllatvíeykið Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo var í stuði þegar Milwaukee Bucks vann 119-111 sigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Lið Bucks er í öðru sæti Austurdeildarinnar. West standings update Thunder pick up win no. 21For more, download the NBA App: https://t.co/oRfhdB9x5m pic.twitter.com/5iwIn5sT5o— NBA (@NBA) December 30, 2023 „Þegar þú setur boltann í hendurnar á tveimur bestu leikmönnunum þínum þá verður niðurstaðan góð. Ef þú vilt tvöfalda á Dame þá er ég laus og get skorað eða komið boltanum á liðsfélaga okkar,“ sagði Antetokounmpo sem skoraði 34 stig og tók 16 fráköst í leiknum. Lillard bætti 31 stigi við í sarpinn. Úrslit NBA í nótt Washington Wizards - Brooklyn Nets 110-104Orlando Magic - New York Knicks 117-108Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 111-119Boston Celtics - Toronto Raptors 120-118Atlanta Hawks - Sacramento Kings 110-117Houston Rockets - Philadelphia 76´ers 127-131Phoenix Suns - Charlotte Hornets 133-119Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 93-119Portland Trailblazers - San Antonio Spurs 134-128
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira