Hólmfríður óttaðist um líf sitt Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2023 09:30 Hólmfríður Magnúsdóttir er vön að geta geyst fram völlinn en veiktist illa í byrjun þessa árs. vísir/bára Hólmfríður Magnúsdóttir, þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í fótbolta frá upphafi, kveðst hafa verið mjög hætt komin vegna veikinda í byrjun þessa árs. Hún hafði varla þrek til að labba fyrst eftir veikindin en hefur nú endurheimt heilsuna. Þetta kemur fram í viðtali við Hólmfríði á vef Sunnlenska í gær. Þessi 39 ára Rangæingur spilaði síðast fótbolta með Selfossi í fyrrasumar en hefur haldið sér í góðu formi áfram eftir að takkaskórnir fóru í hilluna, og segir það hafa hjálpað sér mikið í veikindunum á þessu ári. Hólmfríður veiktist í lok janúar og fór á bráðamóttöku HSU á Selfossi, en það tók læknana sinn tíma að finna út hvað væri að hrjá hana. Hún kveðst hafa fengið mikla verki frá lungunum, stingi og mjög háan hita, en að lyf sem hún hafi verið send heim með í upphafi hafi ekki slegið á hitann eða verkina. „Ég var mætt aftur upp á spítala eftir tvo tíma af því að ég vissi að það væri eitthvað að. Ég er þannig gerð að ég harka eiginlega allt af mér. Ég hitti sama lækninn sem var hissa að sjá mig og spyr hvort ég sé komin aftur. Ég sagði að ég þyrfti hjálp,“ segir Hólmfríður í viðtalinu við Sunnlenska. Hólmfríður Magnúsdóttir lék 113 A-landsleiki á sínum ferli og skoraði 37 mörk.vísir/vilhelm Bakteríusýking, lungnabólga og inflúensa „Í framhaldinu voru teknar blóðprufur sem litu ekkert svo vel út. Um nóttina var ég sprautuð með morfíni á tveggja tíma fresti því að ég var svo rosalega verkjuð. Ég man voðalega lítið eftir þessum tíma, ég var bara í móki. Það tók alveg tvo þrjá daga að finna út hvað væri að hrjá mig. Það voru bara allir að hrista hausinn og vissu ekkert hvað var að. Það voru líka sérfræðingar í Reykjavík, blóðmeinafræðingar og fleiri, sem voru að reyna að hjálpa og reyna að finna út hvað væri að mér,“ segir Hólmfríður. Í ljós kom að hún var með bakteríusýkingu, lungnabólgu og inflúensu. Hólmfríður kveðst hafa verið mjög kvalin en hún var samt send heim af spítalanum. Morguninn eftir var hún mætt aftur og var þá send beint í einangrun. „Það mátti enginn koma inn til mín og læknar máttu bara koma inn til mín í sérstökum varnarbúningum. Ég var þá komin í einangrun því að ég hefði ekki mátt við neinu í viðbót. Ég þurfti að fá sér eldaðan mat því að hvítu blóðkornin voru alveg búin að tæma sig og CRP gildið var komið í 220 en það er venjulega ekki hærra en 10 hjá fólki.“ „Heppin að hafa náð mér af þessu“ Hún hafi svo á endanum fengið sterkustu sýklalyf beint í æð og einnig súrefni. Læknir hafi síðar sagt hana verið mjög hætt komna. „Ég er líka með tvö lítil börn svo það var mjög erfitt að verða svona mikið veik og óttast um líf sitt,“ segir Hólmfríður. Fyrstu mánuðina eftir veikindin átti Hólmfríður, sem þekkt er fyrir kraft sinn á fótboltavellinum, mjög erfitt með að labba þó ekki væri nema fimmtíu metra. Í lok júlí hafi hún verið farin að hlaupa 1-2 kílómetra. Núna líður henni mun betur og síðustu blóðprufur, sem teknar voru í desember, komu vel út. Og Hólmfríður er þakklát fyrir að hafa endurheimt orkuna sína. „Það var fullt af fólki að veikjast á þessum tíma og ég er bara heppin að hafa náð mér af þessu. Líka þegar ég fékk súrefnið, þegar ég var farin að metta mjög illa, það leit ekki vel út. Þetta fer inn í reynslubankann að veikjast svona og maður lærir að taka ekki heilsunni sem sjálfsögðum hlut.“ UMF Selfoss Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Hólmfríði á vef Sunnlenska í gær. Þessi 39 ára Rangæingur spilaði síðast fótbolta með Selfossi í fyrrasumar en hefur haldið sér í góðu formi áfram eftir að takkaskórnir fóru í hilluna, og segir það hafa hjálpað sér mikið í veikindunum á þessu ári. Hólmfríður veiktist í lok janúar og fór á bráðamóttöku HSU á Selfossi, en það tók læknana sinn tíma að finna út hvað væri að hrjá hana. Hún kveðst hafa fengið mikla verki frá lungunum, stingi og mjög háan hita, en að lyf sem hún hafi verið send heim með í upphafi hafi ekki slegið á hitann eða verkina. „Ég var mætt aftur upp á spítala eftir tvo tíma af því að ég vissi að það væri eitthvað að. Ég er þannig gerð að ég harka eiginlega allt af mér. Ég hitti sama lækninn sem var hissa að sjá mig og spyr hvort ég sé komin aftur. Ég sagði að ég þyrfti hjálp,“ segir Hólmfríður í viðtalinu við Sunnlenska. Hólmfríður Magnúsdóttir lék 113 A-landsleiki á sínum ferli og skoraði 37 mörk.vísir/vilhelm Bakteríusýking, lungnabólga og inflúensa „Í framhaldinu voru teknar blóðprufur sem litu ekkert svo vel út. Um nóttina var ég sprautuð með morfíni á tveggja tíma fresti því að ég var svo rosalega verkjuð. Ég man voðalega lítið eftir þessum tíma, ég var bara í móki. Það tók alveg tvo þrjá daga að finna út hvað væri að hrjá mig. Það voru bara allir að hrista hausinn og vissu ekkert hvað var að. Það voru líka sérfræðingar í Reykjavík, blóðmeinafræðingar og fleiri, sem voru að reyna að hjálpa og reyna að finna út hvað væri að mér,“ segir Hólmfríður. Í ljós kom að hún var með bakteríusýkingu, lungnabólgu og inflúensu. Hólmfríður kveðst hafa verið mjög kvalin en hún var samt send heim af spítalanum. Morguninn eftir var hún mætt aftur og var þá send beint í einangrun. „Það mátti enginn koma inn til mín og læknar máttu bara koma inn til mín í sérstökum varnarbúningum. Ég var þá komin í einangrun því að ég hefði ekki mátt við neinu í viðbót. Ég þurfti að fá sér eldaðan mat því að hvítu blóðkornin voru alveg búin að tæma sig og CRP gildið var komið í 220 en það er venjulega ekki hærra en 10 hjá fólki.“ „Heppin að hafa náð mér af þessu“ Hún hafi svo á endanum fengið sterkustu sýklalyf beint í æð og einnig súrefni. Læknir hafi síðar sagt hana verið mjög hætt komna. „Ég er líka með tvö lítil börn svo það var mjög erfitt að verða svona mikið veik og óttast um líf sitt,“ segir Hólmfríður. Fyrstu mánuðina eftir veikindin átti Hólmfríður, sem þekkt er fyrir kraft sinn á fótboltavellinum, mjög erfitt með að labba þó ekki væri nema fimmtíu metra. Í lok júlí hafi hún verið farin að hlaupa 1-2 kílómetra. Núna líður henni mun betur og síðustu blóðprufur, sem teknar voru í desember, komu vel út. Og Hólmfríður er þakklát fyrir að hafa endurheimt orkuna sína. „Það var fullt af fólki að veikjast á þessum tíma og ég er bara heppin að hafa náð mér af þessu. Líka þegar ég fékk súrefnið, þegar ég var farin að metta mjög illa, það leit ekki vel út. Þetta fer inn í reynslubankann að veikjast svona og maður lærir að taka ekki heilsunni sem sjálfsögðum hlut.“
UMF Selfoss Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira