Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2023 09:53 Lauren Boebert, hefur verið mikið milli tannanna á fólki vestanhafs á þessu ári. AP/Stephanie Scarbrough Lauren Boebert, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst því yfir að hún ætli að bjóða sig fram í öðru kjördæmi á næsta ári. Andstæðingur hennar í hennar núverandi kjördæmi, Demókratinn Adam Frisch, hefur safnað mun meira fé en hún hingað til. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Frisch safnað að minnsta kosti 7,7 milljónum tala í kosningasjóði sína en Boebert einungis 2,4 milljónum. Í kosningunum 2022 vann Boebert Frish með einungis nokkur hundruð atkvæðum. Kjördæmið sem hún ætlar að bjóða sig fram í þykir það íhaldssamasta í Colorado en þingmaðurinn Ken Buck hefur lengi setið í því en er að setjast í helgan stein. Í forsetakosningunum 2020 sigraði Trump Joe Biden í umræddu kjördæmi með um tuttugu prósentustigum. Hann sigraði kjördæmi Boebert með átta prósentustigum. Hún stóð einnig frammi fyrir öflugum andstæðingi í forvali í kjördæmi sínu. Andstæðingur hennar, Jeff Hurd, hefur safnað álíka miklum peningum og hún. Í myndbandsávarpi sem hún birti í gær segir Boebert að skipti hennar muni hjálpa Repúblikanaflokknum að halda sínu gamla kjördæmi og sakaði ríkt fólk í Aspen í Colorado, George Soros og leikara í Hollywood um að reyna að kaupa þingsætið. Þar segir Boebert einnig að þetta ár hafi reynst henni erfitt vegna skilnaðar hennar og vegna myndbands af henni og manni í leikhúsi sem vakti mikla hneykslan. Það atvik kom töluvert niður á vinsældum hennar í kjördæmi hennar og hefur hún ítrekað beðist afsökunar á því á fundum í kjördæminu. Boebert segist ætla að flytja í nýja kjördæmið, þó lög Bandaríkjanna segi til um að þingmenn þurfi ekki að búa í kjördæmunum sem þeir bjóða sig fram í, heldur í ríkinu sem kjördæmið er í. Naut strax mikillar athygli Áður en Boebert var kjörin á þing árið 2020 barðist hún fyrir auknum réttinum skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum og átti veitingastað í bænum Rifle, þar sem þemað var skotvopn. Eitt af því fyrsta sem hún gerði á þingi var að reyna að komast inn í þingsal með skammbyssu. Hún varð fljótt mjög áberandi meðal helstu stuðningsmanna Donalds Trump á þingi og hefur tilheyrt hópi innan þingflokks Repúblikanaflokksins sem kallast Freedom Caucus. Þingmenn sem tilheyra þessum hópi komu að því að velta Kevin McCarthy úr embætti þingforseta í haust. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. 17. september 2023 21:45 Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. 27. apríl 2021 09:06 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Frisch safnað að minnsta kosti 7,7 milljónum tala í kosningasjóði sína en Boebert einungis 2,4 milljónum. Í kosningunum 2022 vann Boebert Frish með einungis nokkur hundruð atkvæðum. Kjördæmið sem hún ætlar að bjóða sig fram í þykir það íhaldssamasta í Colorado en þingmaðurinn Ken Buck hefur lengi setið í því en er að setjast í helgan stein. Í forsetakosningunum 2020 sigraði Trump Joe Biden í umræddu kjördæmi með um tuttugu prósentustigum. Hann sigraði kjördæmi Boebert með átta prósentustigum. Hún stóð einnig frammi fyrir öflugum andstæðingi í forvali í kjördæmi sínu. Andstæðingur hennar, Jeff Hurd, hefur safnað álíka miklum peningum og hún. Í myndbandsávarpi sem hún birti í gær segir Boebert að skipti hennar muni hjálpa Repúblikanaflokknum að halda sínu gamla kjördæmi og sakaði ríkt fólk í Aspen í Colorado, George Soros og leikara í Hollywood um að reyna að kaupa þingsætið. Þar segir Boebert einnig að þetta ár hafi reynst henni erfitt vegna skilnaðar hennar og vegna myndbands af henni og manni í leikhúsi sem vakti mikla hneykslan. Það atvik kom töluvert niður á vinsældum hennar í kjördæmi hennar og hefur hún ítrekað beðist afsökunar á því á fundum í kjördæminu. Boebert segist ætla að flytja í nýja kjördæmið, þó lög Bandaríkjanna segi til um að þingmenn þurfi ekki að búa í kjördæmunum sem þeir bjóða sig fram í, heldur í ríkinu sem kjördæmið er í. Naut strax mikillar athygli Áður en Boebert var kjörin á þing árið 2020 barðist hún fyrir auknum réttinum skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum og átti veitingastað í bænum Rifle, þar sem þemað var skotvopn. Eitt af því fyrsta sem hún gerði á þingi var að reyna að komast inn í þingsal með skammbyssu. Hún varð fljótt mjög áberandi meðal helstu stuðningsmanna Donalds Trump á þingi og hefur tilheyrt hópi innan þingflokks Repúblikanaflokksins sem kallast Freedom Caucus. Þingmenn sem tilheyra þessum hópi komu að því að velta Kevin McCarthy úr embætti þingforseta í haust.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. 17. september 2023 21:45 Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. 27. apríl 2021 09:06 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04
Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. 17. september 2023 21:45
Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. 27. apríl 2021 09:06