Sektuð fyrir að vera í Burberry skóm á HM í skák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 09:00 Hin hollenska Anna-Maja Kazarian var mjög hneyksluð á sektinni frá Alþjóða skáksambandinu. Samsett/@AMKazarian Tískuskór frá Burberry eru á bannlista Alþjóða skáksambandsins en mjög strangar reglur gilda um klæðaburð á heimsmeistaramótunum í skák. Því fékk skákkonan Anna-Maja Kazarian að kynnast. Anna-Maja Kazarian er 23 ára Hollendingur sem var með 2184 skákstig í september síðastliðnum en fór hæst í 2320 skákstig árið 2016. Kazarian sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi fengið sekt vegna skónna sem hún gekk í á fyrstu dögum heimsmeistaramótsins í atskák sem stendur nú yfir í Samarkand í Úzbekistan „Þetta eru Burberry skór og ég fékk þá að gjöf,“ sagði Anna-Maja við norska ríkisútvarpið. Fréttin hjá norska ríkissjónvarpinu NRK.NRK NRK sýndi skónum áhuga eftir að Kazarian hafði sjálf greint frá því á X-inu (áður Twitter) að dómari hefði stoppað hana og beðið hana um að skipta um skó. „Það er sárt að ganga í þeim og ég myndi alls ekki nota Burberry skó þegar ég væri í íþróttum,“ skrifaði Anna-Maja. Einum og hálfum tíma síðar skrifaði hún aftur færslu þar sem kom fram að hún hefði fengið opinbera viðvörun og sekt upp á hundrað evrur. „Þetta er algjörlega fáránlegt. FIDE, vinsamlegast taktu þessa viðvörun og sekt til baka. Skórnir mínir eru ekki íþróttaskór,“ skrifaði Anna-Maja. Blaðamaður NRK vildi vita hvort að þetta væru ekki dýrir skór. „Jú þeir eru dýrir. Þetta er flott gjöf frá systur minni. Samkvæmt FIDE þá eru þetta íþróttaskór,“ sagði Anna-Maja og þar er liggur vandamálið. Keppendur á heimsmeistaramótinu í skák mega ekki mæta til leiks í íþróttaskóm. Slíkir skór eru ekki á listanum yfir leyfilegan fatnað. Ef skákmaður eða kona brýtur reglurnar aftur eftir viðvörun þá fær viðkomandi ekki leyfi til að keppa í næstu umferð. Anna-Maja hefur náð í þrjá vinninga af níu mögulegum fyrir lokadaginn. Hún er því langt frá því að blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Efstar eru Humpy Koneru frá Indlandi og Mo Zhai frá Kína með sex og hálfan vinning hvor. One of the arbiters stopped me and asked me if I could change my shoes because they were strange shoes and considered sports shoes It hurts to even walk in those and I definitely don t want to use my Burberry sneakers for sports pic.twitter.com/5OD1CwlbBt— Anna-Maja Kazarian (@AMKazarian) December 27, 2023 Skák Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Anna-Maja Kazarian er 23 ára Hollendingur sem var með 2184 skákstig í september síðastliðnum en fór hæst í 2320 skákstig árið 2016. Kazarian sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi fengið sekt vegna skónna sem hún gekk í á fyrstu dögum heimsmeistaramótsins í atskák sem stendur nú yfir í Samarkand í Úzbekistan „Þetta eru Burberry skór og ég fékk þá að gjöf,“ sagði Anna-Maja við norska ríkisútvarpið. Fréttin hjá norska ríkissjónvarpinu NRK.NRK NRK sýndi skónum áhuga eftir að Kazarian hafði sjálf greint frá því á X-inu (áður Twitter) að dómari hefði stoppað hana og beðið hana um að skipta um skó. „Það er sárt að ganga í þeim og ég myndi alls ekki nota Burberry skó þegar ég væri í íþróttum,“ skrifaði Anna-Maja. Einum og hálfum tíma síðar skrifaði hún aftur færslu þar sem kom fram að hún hefði fengið opinbera viðvörun og sekt upp á hundrað evrur. „Þetta er algjörlega fáránlegt. FIDE, vinsamlegast taktu þessa viðvörun og sekt til baka. Skórnir mínir eru ekki íþróttaskór,“ skrifaði Anna-Maja. Blaðamaður NRK vildi vita hvort að þetta væru ekki dýrir skór. „Jú þeir eru dýrir. Þetta er flott gjöf frá systur minni. Samkvæmt FIDE þá eru þetta íþróttaskór,“ sagði Anna-Maja og þar er liggur vandamálið. Keppendur á heimsmeistaramótinu í skák mega ekki mæta til leiks í íþróttaskóm. Slíkir skór eru ekki á listanum yfir leyfilegan fatnað. Ef skákmaður eða kona brýtur reglurnar aftur eftir viðvörun þá fær viðkomandi ekki leyfi til að keppa í næstu umferð. Anna-Maja hefur náð í þrjá vinninga af níu mögulegum fyrir lokadaginn. Hún er því langt frá því að blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Efstar eru Humpy Koneru frá Indlandi og Mo Zhai frá Kína með sex og hálfan vinning hvor. One of the arbiters stopped me and asked me if I could change my shoes because they were strange shoes and considered sports shoes It hurts to even walk in those and I definitely don t want to use my Burberry sneakers for sports pic.twitter.com/5OD1CwlbBt— Anna-Maja Kazarian (@AMKazarian) December 27, 2023
Skák Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira