Hann var í gær valinn besti leikmaður vikunnar í Vesturdeildinni en Memphis Grizzlies liðið hefur unnið fjóra leiki í röð eftir endurkomu hans.
Ja Morant has been named player of the week in his first week back
— NBACentral (@TheDunkCentral) December 26, 2023
Tough pic.twitter.com/MJNXByuUZB
Morant hélt upp á verðlaunin með því að skora 31 stig í sigri á New Orleans Pelicans í nótt.
Hann var með 28,0 stig, 9,0 stoðsendingar og 5,7 fráköst að meðaltali í fyrstu þremur leikjum sínum sem unnust allir en hann var kosinn sá besti í vikunni fyrir frammistöðu sína í þessum þremur leikjum.
Morant skorað 34 stig og sigurkörfuna í fyrsta leiknum á móti Pelicans, var síðan með 20 stig og 8 stoðsendingar í sigri á Indiana Pacers og loks var hann með 30 stig og 11 stoðsendingar í sigri á Atlanta.
Morant var dæmdur í þetta langa leikbann eftir að hafa sést veifa byssu í Instagram myndbandi í maí aðeins tveimur mánuðum eftir að hafa hafa fengið átta leikja bann fyrir samskonar hegðun í mars.
Grizzlies var í miklu basli án síns besta manns og vann aðeins 6 af fyrstu 25 leikjum sínum.
Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers var valinn besti leikmaður vikunnar í Austurdeildinni en hann var með 40,7 stig, 12,0 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Players of the Week for Week 9.
— NBA (@NBA) December 26, 2023
West: Ja Morant (@memgrizz)
East: Joel Embiid (@sixers) pic.twitter.com/LNXV4DhaDN