Rótarýfélagar gera upp 60 ára gamla rútu frá Austurleið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2023 20:31 Grétar Harðarson, forseti Rótarýklúbbs Rangæinga er spenntur fyrir rútuverkefni klúbbsins, sem gengur út á það að gera upp 60 ára gamla rútu frá Austurleið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga hafa tekið að sér stórt verkefni en það er að gera upp fyrstu rútu Austurleiðar, sem er orðin gömul og lúin enda orðin sextíu ára gömul. Rútan er í geymslu hjá Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum. Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sögusýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Nú er búið að opna sýninguna formlega en félagarnir í Rótarýklúbbnum komu einmitt á rútu, sem var í þjónustu hjá Austurleið í Skóga til að opna sýninguna. Fyrir þá sem ekki vita þá var Austurleið með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur. Austurleið var merkilegt fyrirtæki í sögu Rangárvallasýslu. „Já, sannarlega og svona brautryðjanda starf því þarna var ekki algengt að fólk ætti bíla svo allt í einu var hægt að skjótast til Reykjavíkur bara til að heimsækja einhverja frænku eða fara til læknis eða eitthvað, bara dagsferðir,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum. Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og forsvarsmenn Samgöngusafnsins í Skógum þegar sýningin var formlega opnuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurlín er mjög ánægð með sýninguna, sem Rótarýklúbburinn á heiðurinn af. „Í rauninni erum við búin að vanda til þess að hafa þetta svona létt og á venjulegu máli, svo er náttúrulega þýtt á ensku fyrir ferðamennina og myndirnar eru lýsandi. Segja eitthvað um tíðarandann og hvernig þetta var að ferðast á þessum tíma.“ Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum að segja frá verkefninu við opnun sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tómasdóttir, sem býr í Skógum á fjórar ljósmyndir á spjöldum sýningarinnar en hún var dugleg að ferðast með Austurleið. „Allir treystu á Austurleið, sem þurftu að ferðast hér. Þjónustan og bílstjórarnir, sem vildu allt fyrir farþega gera og leysa úr öllum málum var það besta við Austurleið“, segir Guðrún. Guðrún Tómasdóttir íbúi í Skógum og farþegi hjá Austurleið í mörg ár á nokkrar myndir úr safninu sínu á sýningunni um Austurleið í Samgöngusafninu í Skógum, sem var opnuð formlega á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er stórt verkefni, sem býður félaga í Rótarýklúbbnum en þeir ætla að gera upp þessa gömlu og lúnu rútu, L – 502, sem var notuð í fjölda ára hjá Austurleið en er nú í eigu Samgöngusafnsins í Skógum. Austurleið sameinaðist Sérleyfisbílum Selfoss 1998 og var þá ekki lengur til eitt og sér, sem fyrirtæki. „Og við erum tilbúin í það, fullt af sjálfboðavinnu eins og við í Rótarý gerum, það er meiningin, hreinsa og allt þetta en svo þarf auðvitað peninga, þá er það bara fjáröflun, við finnum einhverjar leiðir en við áætlum líka tvö til þrjú ár í þetta,“ segir Sigurlín. Saga Austurleiðar er mjög merkileg og áhugaverð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Bílar Félagasamtök Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sögusýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Nú er búið að opna sýninguna formlega en félagarnir í Rótarýklúbbnum komu einmitt á rútu, sem var í þjónustu hjá Austurleið í Skóga til að opna sýninguna. Fyrir þá sem ekki vita þá var Austurleið með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur. Austurleið var merkilegt fyrirtæki í sögu Rangárvallasýslu. „Já, sannarlega og svona brautryðjanda starf því þarna var ekki algengt að fólk ætti bíla svo allt í einu var hægt að skjótast til Reykjavíkur bara til að heimsækja einhverja frænku eða fara til læknis eða eitthvað, bara dagsferðir,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum. Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og forsvarsmenn Samgöngusafnsins í Skógum þegar sýningin var formlega opnuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurlín er mjög ánægð með sýninguna, sem Rótarýklúbburinn á heiðurinn af. „Í rauninni erum við búin að vanda til þess að hafa þetta svona létt og á venjulegu máli, svo er náttúrulega þýtt á ensku fyrir ferðamennina og myndirnar eru lýsandi. Segja eitthvað um tíðarandann og hvernig þetta var að ferðast á þessum tíma.“ Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum að segja frá verkefninu við opnun sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tómasdóttir, sem býr í Skógum á fjórar ljósmyndir á spjöldum sýningarinnar en hún var dugleg að ferðast með Austurleið. „Allir treystu á Austurleið, sem þurftu að ferðast hér. Þjónustan og bílstjórarnir, sem vildu allt fyrir farþega gera og leysa úr öllum málum var það besta við Austurleið“, segir Guðrún. Guðrún Tómasdóttir íbúi í Skógum og farþegi hjá Austurleið í mörg ár á nokkrar myndir úr safninu sínu á sýningunni um Austurleið í Samgöngusafninu í Skógum, sem var opnuð formlega á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er stórt verkefni, sem býður félaga í Rótarýklúbbnum en þeir ætla að gera upp þessa gömlu og lúnu rútu, L – 502, sem var notuð í fjölda ára hjá Austurleið en er nú í eigu Samgöngusafnsins í Skógum. Austurleið sameinaðist Sérleyfisbílum Selfoss 1998 og var þá ekki lengur til eitt og sér, sem fyrirtæki. „Og við erum tilbúin í það, fullt af sjálfboðavinnu eins og við í Rótarý gerum, það er meiningin, hreinsa og allt þetta en svo þarf auðvitað peninga, þá er það bara fjáröflun, við finnum einhverjar leiðir en við áætlum líka tvö til þrjú ár í þetta,“ segir Sigurlín. Saga Austurleiðar er mjög merkileg og áhugaverð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Bílar Félagasamtök Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira