Hróður Hjólahvíslarans nær út í heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2023 18:45 Bjartmar með hjól, eitt af mörgum sem hann hefur endurheimt. Bjartmar Leósson Breski miðillinn The Guardian birti í dag viðtal við Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn. Í umfjölluninni fer Bjartmar yfir söguna á bak við hjólahvíslið, og er honum hrósað í hástert af íslensku lögreglunni. Umfjöllun Guardian, sem ber yfirskriftina Hjólahvíslarinn á Íslandi: Sjálfskipaður laganna vörður sem finnur stolin hjól og hjálpar þjófum að breytast, hefst á stuttri yfirferð yfir hvernig ferill Bjartmars í hjólaendurheimt hófst árið 2019. Hann hafi tekið eftir aukningu í hjólaþjófnaði, og í stað þess að sætta sig við hana hafi hann ákveðið að gera eitthvað í málunum. Fjórum árum síðar hafi hróður hans borist víða meðal reykvísks hjólafólks og fjöldi fólks leitað til hans í leit að stolnum hjólum „Þetta er eins og lítill snjóbolti sem varð mjög stór, mjög hratt,“ er haft eftir Bjartmari. Bjartmar er á meðal þeirra tíu sem tilnefnd eru sem maður ársins 2023 í vali á manni ársins hjá Vísi og Reykjavík síðdegis. Í tilnefningum sagði meðal annars um Bjartmar: „Maðurinn er óþreytandi í að leita uppi stolin hjól og önnur verðmæti og hefur hjálpað þjófum að snúa á rétta braut.“ Lögreglan hrósar Bjartmari í hástert Þá fer Bjartmar yfir það samfélag sem hefur myndast í Facebook-hópnum Hjóladót ofl. tapað fundið eða stolið, sem telur tælpega 15 þúsund meðlimi. „Ég er ekki einn í þessu. Oft sér einhver hjól falið í runna, tekur mynd og þá kommentar annar „Þetta er hjólið mitt!“ Þannig að það eru allir með augun opin.“ Í umfjölluninni er einnig litið til tölfræði yfir hjólaþjófnað í Reykjavík. Tilvikum fækki milli ára. Þau hafi verið 569 árið 2021, 508 á síðasta ári og 404 á fyrstu 11 mánuðum þessa árs. Þá er haft eftir Guðmundi Pétri Guðmundssyni, lögreglufulltrúa í Reykjavík, að Bjartmar standi sig frábærlega. „Lögreglan vísar eigendum stolinna hjóla oft á sölusíður á Facebook og svo á síðuna hans [Bjartmars], til að auka líkurnar á að hjólin finnist aftur,“ sagði Guðmundur. Reiður í fyrstu Bjartmar lýsir því að fyrst hafi hann verið reiður þeim hjólaþjófum sem urðu á vegi hans. Það hafi fljótt breyst. „Ég hugsaði: Ég get öskrað þar til ég er blár í framan, en það mun engu breyta. Þannig að ég ákvað að reyna að tala við þá á jafningjagrundvelli,“ segir Bjartmar. Þá hafi hlutirnir breyst, hann hafi vingat við suma þeirra sem tekið höfðu hjól. Einhverjir þeirra hafi jafnvel slegist í för með honum og hjálpað til við að finna stolin hjól. Enn öðrum hafi hann hjálpað í meðferð við fíkn. Umfjöllun Guardian í heild sinni má lesa hér. Hjólreiðar Reykjavík Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. 23. maí 2022 14:00 Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Umfjöllun Guardian, sem ber yfirskriftina Hjólahvíslarinn á Íslandi: Sjálfskipaður laganna vörður sem finnur stolin hjól og hjálpar þjófum að breytast, hefst á stuttri yfirferð yfir hvernig ferill Bjartmars í hjólaendurheimt hófst árið 2019. Hann hafi tekið eftir aukningu í hjólaþjófnaði, og í stað þess að sætta sig við hana hafi hann ákveðið að gera eitthvað í málunum. Fjórum árum síðar hafi hróður hans borist víða meðal reykvísks hjólafólks og fjöldi fólks leitað til hans í leit að stolnum hjólum „Þetta er eins og lítill snjóbolti sem varð mjög stór, mjög hratt,“ er haft eftir Bjartmari. Bjartmar er á meðal þeirra tíu sem tilnefnd eru sem maður ársins 2023 í vali á manni ársins hjá Vísi og Reykjavík síðdegis. Í tilnefningum sagði meðal annars um Bjartmar: „Maðurinn er óþreytandi í að leita uppi stolin hjól og önnur verðmæti og hefur hjálpað þjófum að snúa á rétta braut.“ Lögreglan hrósar Bjartmari í hástert Þá fer Bjartmar yfir það samfélag sem hefur myndast í Facebook-hópnum Hjóladót ofl. tapað fundið eða stolið, sem telur tælpega 15 þúsund meðlimi. „Ég er ekki einn í þessu. Oft sér einhver hjól falið í runna, tekur mynd og þá kommentar annar „Þetta er hjólið mitt!“ Þannig að það eru allir með augun opin.“ Í umfjölluninni er einnig litið til tölfræði yfir hjólaþjófnað í Reykjavík. Tilvikum fækki milli ára. Þau hafi verið 569 árið 2021, 508 á síðasta ári og 404 á fyrstu 11 mánuðum þessa árs. Þá er haft eftir Guðmundi Pétri Guðmundssyni, lögreglufulltrúa í Reykjavík, að Bjartmar standi sig frábærlega. „Lögreglan vísar eigendum stolinna hjóla oft á sölusíður á Facebook og svo á síðuna hans [Bjartmars], til að auka líkurnar á að hjólin finnist aftur,“ sagði Guðmundur. Reiður í fyrstu Bjartmar lýsir því að fyrst hafi hann verið reiður þeim hjólaþjófum sem urðu á vegi hans. Það hafi fljótt breyst. „Ég hugsaði: Ég get öskrað þar til ég er blár í framan, en það mun engu breyta. Þannig að ég ákvað að reyna að tala við þá á jafningjagrundvelli,“ segir Bjartmar. Þá hafi hlutirnir breyst, hann hafi vingat við suma þeirra sem tekið höfðu hjól. Einhverjir þeirra hafi jafnvel slegist í för með honum og hjálpað til við að finna stolin hjól. Enn öðrum hafi hann hjálpað í meðferð við fíkn. Umfjöllun Guardian í heild sinni má lesa hér.
Hjólreiðar Reykjavík Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. 23. maí 2022 14:00 Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. 23. maí 2022 14:00
Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13