Hróður Hjólahvíslarans nær út í heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2023 18:45 Bjartmar með hjól, eitt af mörgum sem hann hefur endurheimt. Bjartmar Leósson Breski miðillinn The Guardian birti í dag viðtal við Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn. Í umfjölluninni fer Bjartmar yfir söguna á bak við hjólahvíslið, og er honum hrósað í hástert af íslensku lögreglunni. Umfjöllun Guardian, sem ber yfirskriftina Hjólahvíslarinn á Íslandi: Sjálfskipaður laganna vörður sem finnur stolin hjól og hjálpar þjófum að breytast, hefst á stuttri yfirferð yfir hvernig ferill Bjartmars í hjólaendurheimt hófst árið 2019. Hann hafi tekið eftir aukningu í hjólaþjófnaði, og í stað þess að sætta sig við hana hafi hann ákveðið að gera eitthvað í málunum. Fjórum árum síðar hafi hróður hans borist víða meðal reykvísks hjólafólks og fjöldi fólks leitað til hans í leit að stolnum hjólum „Þetta er eins og lítill snjóbolti sem varð mjög stór, mjög hratt,“ er haft eftir Bjartmari. Bjartmar er á meðal þeirra tíu sem tilnefnd eru sem maður ársins 2023 í vali á manni ársins hjá Vísi og Reykjavík síðdegis. Í tilnefningum sagði meðal annars um Bjartmar: „Maðurinn er óþreytandi í að leita uppi stolin hjól og önnur verðmæti og hefur hjálpað þjófum að snúa á rétta braut.“ Lögreglan hrósar Bjartmari í hástert Þá fer Bjartmar yfir það samfélag sem hefur myndast í Facebook-hópnum Hjóladót ofl. tapað fundið eða stolið, sem telur tælpega 15 þúsund meðlimi. „Ég er ekki einn í þessu. Oft sér einhver hjól falið í runna, tekur mynd og þá kommentar annar „Þetta er hjólið mitt!“ Þannig að það eru allir með augun opin.“ Í umfjölluninni er einnig litið til tölfræði yfir hjólaþjófnað í Reykjavík. Tilvikum fækki milli ára. Þau hafi verið 569 árið 2021, 508 á síðasta ári og 404 á fyrstu 11 mánuðum þessa árs. Þá er haft eftir Guðmundi Pétri Guðmundssyni, lögreglufulltrúa í Reykjavík, að Bjartmar standi sig frábærlega. „Lögreglan vísar eigendum stolinna hjóla oft á sölusíður á Facebook og svo á síðuna hans [Bjartmars], til að auka líkurnar á að hjólin finnist aftur,“ sagði Guðmundur. Reiður í fyrstu Bjartmar lýsir því að fyrst hafi hann verið reiður þeim hjólaþjófum sem urðu á vegi hans. Það hafi fljótt breyst. „Ég hugsaði: Ég get öskrað þar til ég er blár í framan, en það mun engu breyta. Þannig að ég ákvað að reyna að tala við þá á jafningjagrundvelli,“ segir Bjartmar. Þá hafi hlutirnir breyst, hann hafi vingat við suma þeirra sem tekið höfðu hjól. Einhverjir þeirra hafi jafnvel slegist í för með honum og hjálpað til við að finna stolin hjól. Enn öðrum hafi hann hjálpað í meðferð við fíkn. Umfjöllun Guardian í heild sinni má lesa hér. Hjólreiðar Reykjavík Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. 23. maí 2022 14:00 Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Umfjöllun Guardian, sem ber yfirskriftina Hjólahvíslarinn á Íslandi: Sjálfskipaður laganna vörður sem finnur stolin hjól og hjálpar þjófum að breytast, hefst á stuttri yfirferð yfir hvernig ferill Bjartmars í hjólaendurheimt hófst árið 2019. Hann hafi tekið eftir aukningu í hjólaþjófnaði, og í stað þess að sætta sig við hana hafi hann ákveðið að gera eitthvað í málunum. Fjórum árum síðar hafi hróður hans borist víða meðal reykvísks hjólafólks og fjöldi fólks leitað til hans í leit að stolnum hjólum „Þetta er eins og lítill snjóbolti sem varð mjög stór, mjög hratt,“ er haft eftir Bjartmari. Bjartmar er á meðal þeirra tíu sem tilnefnd eru sem maður ársins 2023 í vali á manni ársins hjá Vísi og Reykjavík síðdegis. Í tilnefningum sagði meðal annars um Bjartmar: „Maðurinn er óþreytandi í að leita uppi stolin hjól og önnur verðmæti og hefur hjálpað þjófum að snúa á rétta braut.“ Lögreglan hrósar Bjartmari í hástert Þá fer Bjartmar yfir það samfélag sem hefur myndast í Facebook-hópnum Hjóladót ofl. tapað fundið eða stolið, sem telur tælpega 15 þúsund meðlimi. „Ég er ekki einn í þessu. Oft sér einhver hjól falið í runna, tekur mynd og þá kommentar annar „Þetta er hjólið mitt!“ Þannig að það eru allir með augun opin.“ Í umfjölluninni er einnig litið til tölfræði yfir hjólaþjófnað í Reykjavík. Tilvikum fækki milli ára. Þau hafi verið 569 árið 2021, 508 á síðasta ári og 404 á fyrstu 11 mánuðum þessa árs. Þá er haft eftir Guðmundi Pétri Guðmundssyni, lögreglufulltrúa í Reykjavík, að Bjartmar standi sig frábærlega. „Lögreglan vísar eigendum stolinna hjóla oft á sölusíður á Facebook og svo á síðuna hans [Bjartmars], til að auka líkurnar á að hjólin finnist aftur,“ sagði Guðmundur. Reiður í fyrstu Bjartmar lýsir því að fyrst hafi hann verið reiður þeim hjólaþjófum sem urðu á vegi hans. Það hafi fljótt breyst. „Ég hugsaði: Ég get öskrað þar til ég er blár í framan, en það mun engu breyta. Þannig að ég ákvað að reyna að tala við þá á jafningjagrundvelli,“ segir Bjartmar. Þá hafi hlutirnir breyst, hann hafi vingat við suma þeirra sem tekið höfðu hjól. Einhverjir þeirra hafi jafnvel slegist í för með honum og hjálpað til við að finna stolin hjól. Enn öðrum hafi hann hjálpað í meðferð við fíkn. Umfjöllun Guardian í heild sinni má lesa hér.
Hjólreiðar Reykjavík Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. 23. maí 2022 14:00 Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. 23. maí 2022 14:00
Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda