Aðgerðin var stór að umfangi og naut lögregla liðsinnis Europol og Eurojust. Á vefsíðu Europol segir að glæpahópurinn hafi staðið að fíkniefnasmygli frá níunda áratugnum og lengi verið alræmdur á því sviði.
Aðgerðin fór fram 18. desember, þar sem níu voru handteknir á Spáni og einn í Portúgal. Auk þess var húsleit framkvæmd á tólf stöðum. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa staðið að smygli í spænsku borgunum Pontevedra, Ourense, A Coruña og portúgölsku borginni Monção. Alls lagði lögregla hald á hvorki meira né minna en tvö tonn af kókaíni í öllum aðgerðum.

Þá segir einnig að aðgerðin hafi verið í bígerð frá febrúar 2023, þegar lögregla komst á snoðir um glæpahring sem stóð að smygli á ströndum Portúgal. Mikið hafi verið lagt í að taka við efnunum og koma þeim áleiðis til Galicia-héraðs á Spáni. Aðgerðin var framkvæmd þegar Galacia-hópurinn var í þann mund að taka við sendingu á ströndinni en skömmu eftir að rannsókn hófst lagði lögregla sömuleiðis hald á 220 kíló af kókaini. Í þeirri ferð var efnunum ætlað að enda í höndum alræmds glæpahóps í Baskalandi.