Um 130 skráðar komur vegna heimilisofbeldis á bráðamóttöku Lovísa Arnardóttir skrifar 26. desember 2023 18:58 Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi hjá heimilisofbeldisteymi bráðamóttökunnar. Vísir/Ívar Fannar Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis hefur verið stórbætt síðasta árið á Landspítalanum. Lögum hefur verið breytt sem auðveldar samskipti við lögreglu auk þess stöðugildum í sérstöku heimilisofbeldisteymi hefur verið fjölgað. Fyrir ári síðan var tekið upp nýtt verklag á bráðamóttökunni. Nú eru sérstaklega skráðar allar komur vegna heimilisofbeldis. Frá þeim tíma hafa verið skráðar 130 komur. „Þessar breytingar eru að þannig að það er ákveðið verklag sem fer í gang þegar þolandi mætir á bráðamóttökuna. Það er tekið betur utan um hann. Við fylgjum honum í hverju einasta skrefi. Frá því þeir koma og líka eftir að þeir fara út,“ segir Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi sem vinnur ásamt tveimur öðrum félagsráðgjöfum í sérstöku heimilisofbeldisteymi á bráðamóttöku Landspítalans. Auk þeirra eru í teyminu sálfræðingur, læknir og hjúkrunarfræðingur. Auk þess að breyta verklagi við komu og bæta skráningu, var samstarf við lögreglu einnig auðveldað en í maí á þessu ári var samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hafa aldrei samband við lögreglu nema með samþykki Með lagabreytingunni voru skýrðar heimildir heilbrigðisstarfsfólks til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Tilgreint er hvaða upplýsingum er heimilt að miðla til lögreglu þannig að henni sé kleift að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja þolanda nauðsynlega vernd og stuðning. „Ég hef aldrei samband við lögregluna nema með samþykki sjúklinga. En breytingin er að við erum ekki að brjóta nein lög með því að gera það,“ segir Jóhanna Erla og að nánast allir sem hafi leitað til þeirra hafi viljað samstarf við lögreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra setti nýlega 90 milljónir króna í að fjölga stöðugildum sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu sem aðstoða þolendur kynbundins ofbeldis. Vísir/Vilhelm „Ég get talið á fingrum annarrar handar þau tilfelli þar sem samvinnu við lögreglu er ekki óskað. Það eru nánast allir sem hafa samþykkt það að við eigum samráð við lögregluna. Burtséð frá því hvort þau leggja fram kæru eða ekki. Það er ekki það sem þetta snýst um. Það snýst um að lögreglan sé upplýst um að viðkomandi hafi komið vegna heimilisofbeldis. Þá er þetta á skrá.“ Þróa verkefnið áfram „Það er komin ákveðin skráning þannig við getum haldið utan um tölurnar,“ segir hún og að í skráningunni sé haldið utan um aldur þolenda og gerenda, hvenær fólk kemur og hversu oft og hvert þau fara eftir að þau komi til þeirra. Þá segir hún bráðamóttökuna í góðu samstarfi við ýmsa aðila eins og Kvennaathvarfið, Bjarkarhlíð og ýmis sértæk úrræði fyrir minnihlutahópa eins og Konukot og Réttindagæslufulltrúa fatlaðra. Jóhanna segir verkefnið í áframhaldandi þróun. „Það sem við erum kannski að skoða eru minnihlutahóparnir, jaðarhóparnir. Heimilislausar konur í vímuefnavanda og málefni fatlaðra. Þetta eru allt jaðarhópar og minnihlutahópar sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Þannig þetta getur verið snúið en við erum að reyna.“ Heimilisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. 26. maí 2023 13:21 Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Fyrir ári síðan var tekið upp nýtt verklag á bráðamóttökunni. Nú eru sérstaklega skráðar allar komur vegna heimilisofbeldis. Frá þeim tíma hafa verið skráðar 130 komur. „Þessar breytingar eru að þannig að það er ákveðið verklag sem fer í gang þegar þolandi mætir á bráðamóttökuna. Það er tekið betur utan um hann. Við fylgjum honum í hverju einasta skrefi. Frá því þeir koma og líka eftir að þeir fara út,“ segir Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi sem vinnur ásamt tveimur öðrum félagsráðgjöfum í sérstöku heimilisofbeldisteymi á bráðamóttöku Landspítalans. Auk þeirra eru í teyminu sálfræðingur, læknir og hjúkrunarfræðingur. Auk þess að breyta verklagi við komu og bæta skráningu, var samstarf við lögreglu einnig auðveldað en í maí á þessu ári var samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hafa aldrei samband við lögreglu nema með samþykki Með lagabreytingunni voru skýrðar heimildir heilbrigðisstarfsfólks til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Tilgreint er hvaða upplýsingum er heimilt að miðla til lögreglu þannig að henni sé kleift að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja þolanda nauðsynlega vernd og stuðning. „Ég hef aldrei samband við lögregluna nema með samþykki sjúklinga. En breytingin er að við erum ekki að brjóta nein lög með því að gera það,“ segir Jóhanna Erla og að nánast allir sem hafi leitað til þeirra hafi viljað samstarf við lögreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra setti nýlega 90 milljónir króna í að fjölga stöðugildum sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu sem aðstoða þolendur kynbundins ofbeldis. Vísir/Vilhelm „Ég get talið á fingrum annarrar handar þau tilfelli þar sem samvinnu við lögreglu er ekki óskað. Það eru nánast allir sem hafa samþykkt það að við eigum samráð við lögregluna. Burtséð frá því hvort þau leggja fram kæru eða ekki. Það er ekki það sem þetta snýst um. Það snýst um að lögreglan sé upplýst um að viðkomandi hafi komið vegna heimilisofbeldis. Þá er þetta á skrá.“ Þróa verkefnið áfram „Það er komin ákveðin skráning þannig við getum haldið utan um tölurnar,“ segir hún og að í skráningunni sé haldið utan um aldur þolenda og gerenda, hvenær fólk kemur og hversu oft og hvert þau fara eftir að þau komi til þeirra. Þá segir hún bráðamóttökuna í góðu samstarfi við ýmsa aðila eins og Kvennaathvarfið, Bjarkarhlíð og ýmis sértæk úrræði fyrir minnihlutahópa eins og Konukot og Réttindagæslufulltrúa fatlaðra. Jóhanna segir verkefnið í áframhaldandi þróun. „Það sem við erum kannski að skoða eru minnihlutahóparnir, jaðarhóparnir. Heimilislausar konur í vímuefnavanda og málefni fatlaðra. Þetta eru allt jaðarhópar og minnihlutahópar sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Þannig þetta getur verið snúið en við erum að reyna.“
Heimilisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. 26. maí 2023 13:21 Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
„Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. 26. maí 2023 13:21
Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30