Utan vallar: Ég er strax farinn að sakna þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 09:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson hafa boðið upp á mikla skemmtun siðustu fótboltasumur. Vísir/Hulda Margrét Við kveðjum ekki aðeins árið 2023 þessa dagana heldur einnig tvo litríkustu þjálfara Bestu deildar karla í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa verið andlit Bestu deildarinnar síðustu ár og lífgað mikið upp á fótboltasumrin, bæði með frábærum fótboltaliðum sínum en einnig með ómælandi keppnisskapi sínu sem ekki er hægt annað en að hrífast af. Vísir/Hulda Margrét Nú eru þeir líklegast báðir að yfirgefa íslensku deildina og það á sama tíma. Óskar Hrafn hefur tekið við Haugesund í Noregi og Arnar er væntanlega að fara að taka við sænska liðinu Norrköping. Það verður ekki aðeins erfitt fyrir Víking og Breiðablik að fylla í skörð þessara stóru karaktera í þjálfarastólum sínum heldur hafa þeir einnig starfað í ólaunuðu og ónefndu starfi sem sendiherrar Bestu deildarinnar. Það verður því verkefni fyrir kynningardeild Bestu deildarinnar að finna nýja sendiherra deildarinnar fyrir komandi knattspyrnusumar. Þeir Arnar og Óskar eru auðvitað eins ólíkir og menn gerast en þeir sameinast um það að búa til stílhrein og vel spilandi fótboltalið sem hafa gert frábæra hluti í þeirra þjálfaratíð. Vísir/Hulda Margrét Arnar hefur vissulega haft betur í titlum enda hefur Víkingsliðið unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Sex stórir titlar frá 2019 er magnaður árangur ekki síst þar sem þetta eru 67 prósent titla í boði á þessum fimm árum. Óskar Hrafn uppskar kannski bara einn Íslandsmeistaratitil á þjálfaratíma sínum í Smáranum en hann gerði hins vegar það sem engum öðrum þjálfara íslensks liðs hefur tekist, fyrr eða síðar. Hann kom Breiðablik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en íslenskt karlalið hefur aldrei komist í riðlakeppni í Evrópukeppni áður. Magnað afrek. Það er ekki nóg með að lið þeirra hafa háð hálfgerð einvígi um titilinn undanfarin sumur þá hafa þeir Arnar og Óskar Hrafn lífgað upp á deildina með viðtölum sínum og viðbrögðum. Tveir keppnismenn sem lifa á ystu brún þegar boltinn er i leik og gefa mikið af sér á hliðarlínunni. Það að þeir hafi einnig verið andstæðir pólar í bæði taktík og tali hefur gert einvígið enn skemmtilegra. Auðvitað hafa menn sokkið stundum niður í leiksskólasandinn, látið skapið hlaupa með sig í gönur og fengið í kjölfarið vænan skammt af alls konar gagnrýni á hátterni sína og hegðun. Eins og sannir keppnismenn hafa þeir aldrei gefið neitt eftir, haldið sínu skriðu og trúað á sitt og sína. Óskar Hrafn og Arnar eftir einn innbyrðis leik þeirra.Vísir/Hulda Margrét Þeir hafa farið sína leið frá fyrsta degi og mótað lið sín eftir sínu fótboltahöfði. Tveir fótboltahöfðingar sem eins og leikmennirnir sem þeir voru forðum þá sækja þeir nú á ný mið. Það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá þeim í Eliteserien og Allsvenskan. Þeir hafa sannað sig sem frábærir þjálfarar á Íslandi en ná þeir að færa sig úr hálfatvinnumennsku og yfir í full atvinnumannalið á næsta stigi fyrir ofan? Það er stóra spurningin sem margir bíðar eftir að fá svarið við. Fótboltaáhugafólk á Íslandi stendur eftir nú tveimur frábærum og litríkum knattspyrnuþjálfuruum fáttækari. Það verður skrýtið að sjá Bestu deildina án þessa þegar hún fer af stað án þeirra í byrjun apríl. Ég get ekki sagt annað en að ég sé strax farinn að sakna þeirra. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Utan vallar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa verið andlit Bestu deildarinnar síðustu ár og lífgað mikið upp á fótboltasumrin, bæði með frábærum fótboltaliðum sínum en einnig með ómælandi keppnisskapi sínu sem ekki er hægt annað en að hrífast af. Vísir/Hulda Margrét Nú eru þeir líklegast báðir að yfirgefa íslensku deildina og það á sama tíma. Óskar Hrafn hefur tekið við Haugesund í Noregi og Arnar er væntanlega að fara að taka við sænska liðinu Norrköping. Það verður ekki aðeins erfitt fyrir Víking og Breiðablik að fylla í skörð þessara stóru karaktera í þjálfarastólum sínum heldur hafa þeir einnig starfað í ólaunuðu og ónefndu starfi sem sendiherrar Bestu deildarinnar. Það verður því verkefni fyrir kynningardeild Bestu deildarinnar að finna nýja sendiherra deildarinnar fyrir komandi knattspyrnusumar. Þeir Arnar og Óskar eru auðvitað eins ólíkir og menn gerast en þeir sameinast um það að búa til stílhrein og vel spilandi fótboltalið sem hafa gert frábæra hluti í þeirra þjálfaratíð. Vísir/Hulda Margrét Arnar hefur vissulega haft betur í titlum enda hefur Víkingsliðið unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Sex stórir titlar frá 2019 er magnaður árangur ekki síst þar sem þetta eru 67 prósent titla í boði á þessum fimm árum. Óskar Hrafn uppskar kannski bara einn Íslandsmeistaratitil á þjálfaratíma sínum í Smáranum en hann gerði hins vegar það sem engum öðrum þjálfara íslensks liðs hefur tekist, fyrr eða síðar. Hann kom Breiðablik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en íslenskt karlalið hefur aldrei komist í riðlakeppni í Evrópukeppni áður. Magnað afrek. Það er ekki nóg með að lið þeirra hafa háð hálfgerð einvígi um titilinn undanfarin sumur þá hafa þeir Arnar og Óskar Hrafn lífgað upp á deildina með viðtölum sínum og viðbrögðum. Tveir keppnismenn sem lifa á ystu brún þegar boltinn er i leik og gefa mikið af sér á hliðarlínunni. Það að þeir hafi einnig verið andstæðir pólar í bæði taktík og tali hefur gert einvígið enn skemmtilegra. Auðvitað hafa menn sokkið stundum niður í leiksskólasandinn, látið skapið hlaupa með sig í gönur og fengið í kjölfarið vænan skammt af alls konar gagnrýni á hátterni sína og hegðun. Eins og sannir keppnismenn hafa þeir aldrei gefið neitt eftir, haldið sínu skriðu og trúað á sitt og sína. Óskar Hrafn og Arnar eftir einn innbyrðis leik þeirra.Vísir/Hulda Margrét Þeir hafa farið sína leið frá fyrsta degi og mótað lið sín eftir sínu fótboltahöfði. Tveir fótboltahöfðingar sem eins og leikmennirnir sem þeir voru forðum þá sækja þeir nú á ný mið. Það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá þeim í Eliteserien og Allsvenskan. Þeir hafa sannað sig sem frábærir þjálfarar á Íslandi en ná þeir að færa sig úr hálfatvinnumennsku og yfir í full atvinnumannalið á næsta stigi fyrir ofan? Það er stóra spurningin sem margir bíðar eftir að fá svarið við. Fótboltaáhugafólk á Íslandi stendur eftir nú tveimur frábærum og litríkum knattspyrnuþjálfuruum fáttækari. Það verður skrýtið að sjá Bestu deildina án þessa þegar hún fer af stað án þeirra í byrjun apríl. Ég get ekki sagt annað en að ég sé strax farinn að sakna þeirra.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Utan vallar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira