Letrið of smátt og lýsingarorðin of jákvætt hlaðin Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 11:04 Í svörum GS Verslana var meðal annars tekið fram að félagið hafi mögulega ekki kynnt sér nægilega vel hvernig megi og megi ekki auglýsa nikótínvörur. GS Búllan Mat Neytendastofu er að GS Verslanir ehf, rekstraraðila GS Búlluna, hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Hefur félaginu verið bannað að birta auglýsingarnar. Þetta er niðurstaða Neytendastofu, en ákvörðun vegna auglýsinga GS Veralana hefur nú verið birt þar sem fjallað er um auglýsingar á samfélagsmiðlum félagsins, utan á versluninni og á vefsíðunni gsbullan.is. „Er það niðurstaðar stofnunarinnar að félagið hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Undir myndböndum, með hvetjandi lýsingum um vinsældir vörunnar eða verðlækkunum, voru hlekkir sem leiddu beint á umræddar vörur sem Neytendastofa taldi fela í sér ólögmæta auglýsingu á þeim. Benti stofnunin á að verslunum væri óheimilt að auglýsa sjálfar vörurnar á samfélagsmiðlum, óháð því hvort þær væru í forgrunni eða bakgrunni auglýsingarinnar,“ segir á vef Neytendastofu. Úr ákvörðun Neytendastofu: Í lýsingum félagsins var stuðst við lýsingarorð á borð við „ferskt“, „bragðgóðar“, „kröftugar“, „bragðast vel“, „ein af okkar vinsælustu vörum“, „sparaðu þér núna“ o.s.frv. Þá voru jafnframt að finna lýsingar á ensku við ákveðnar vörur, t.a.m. „perfect balance“, „limited edition“, „explosion of flavour“, „luscious“ o.s.frv. Í svörum GS Verslana var meðal annars tekið fram að félagið hafi mögulega ekki kynnt sér nægilega vel hvernig megi og megi ekki auglýsa nikótínvörur og að félagið gæti þar af leiðandi skarast á við þær reglur. Bent var á að félagið hafi í gegnum árin séð að sambærilegar verslanir auglýst á samfélagsmiðlum, eins og t.d. Facebook, Instagram og TikTok, nikótínvörur bæði með myndum og myndskeiðum, og þar af leiðandi mögulega ekki kynnt sér þær reglugerðir nægilega vel. Smátt letur og jákvætt hlaðin lýsingarorð Á vef Neytendastofu segir það sé mat stofnunarinnar að dósir framan á verslun félagsins brjóti gegn auglýsingabanni nikótínvara. „Þrátt fyrir að dósirnar séu merktar sem „nikótín lausar“ sé letrið svo smátt að það sjáist varla fyrr en komið er upp að versluninni. Hins vegar sjáist greinilega nafn framleiðanda vörunnar sem býður breytt úrval af púðum með nikótíni í sambærilegum umbúðum. 'Að lokum er það niðurstaða stofnunarinnar að félagið hafi brotið gegn bannákvæðinu með því að birta jákvætt hlaðin lýsingarorð um einkenni og bragð ákveðinna nikótínvara, rafretta og áfyllinga fyrir þær á vefsíðu sinni. Bannaði Neytendastofa GS Verslunum að viðhafa framangreinda viðskiptahætti og veitti félaginu fjögurra vikna frest til að fjarlægja markaðsefnið sem fjallað er um,“ segir á vef Neytendastofu. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Þetta er niðurstaða Neytendastofu, en ákvörðun vegna auglýsinga GS Veralana hefur nú verið birt þar sem fjallað er um auglýsingar á samfélagsmiðlum félagsins, utan á versluninni og á vefsíðunni gsbullan.is. „Er það niðurstaðar stofnunarinnar að félagið hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Undir myndböndum, með hvetjandi lýsingum um vinsældir vörunnar eða verðlækkunum, voru hlekkir sem leiddu beint á umræddar vörur sem Neytendastofa taldi fela í sér ólögmæta auglýsingu á þeim. Benti stofnunin á að verslunum væri óheimilt að auglýsa sjálfar vörurnar á samfélagsmiðlum, óháð því hvort þær væru í forgrunni eða bakgrunni auglýsingarinnar,“ segir á vef Neytendastofu. Úr ákvörðun Neytendastofu: Í lýsingum félagsins var stuðst við lýsingarorð á borð við „ferskt“, „bragðgóðar“, „kröftugar“, „bragðast vel“, „ein af okkar vinsælustu vörum“, „sparaðu þér núna“ o.s.frv. Þá voru jafnframt að finna lýsingar á ensku við ákveðnar vörur, t.a.m. „perfect balance“, „limited edition“, „explosion of flavour“, „luscious“ o.s.frv. Í svörum GS Verslana var meðal annars tekið fram að félagið hafi mögulega ekki kynnt sér nægilega vel hvernig megi og megi ekki auglýsa nikótínvörur og að félagið gæti þar af leiðandi skarast á við þær reglur. Bent var á að félagið hafi í gegnum árin séð að sambærilegar verslanir auglýst á samfélagsmiðlum, eins og t.d. Facebook, Instagram og TikTok, nikótínvörur bæði með myndum og myndskeiðum, og þar af leiðandi mögulega ekki kynnt sér þær reglugerðir nægilega vel. Smátt letur og jákvætt hlaðin lýsingarorð Á vef Neytendastofu segir það sé mat stofnunarinnar að dósir framan á verslun félagsins brjóti gegn auglýsingabanni nikótínvara. „Þrátt fyrir að dósirnar séu merktar sem „nikótín lausar“ sé letrið svo smátt að það sjáist varla fyrr en komið er upp að versluninni. Hins vegar sjáist greinilega nafn framleiðanda vörunnar sem býður breytt úrval af púðum með nikótíni í sambærilegum umbúðum. 'Að lokum er það niðurstaða stofnunarinnar að félagið hafi brotið gegn bannákvæðinu með því að birta jákvætt hlaðin lýsingarorð um einkenni og bragð ákveðinna nikótínvara, rafretta og áfyllinga fyrir þær á vefsíðu sinni. Bannaði Neytendastofa GS Verslunum að viðhafa framangreinda viðskiptahætti og veitti félaginu fjögurra vikna frest til að fjarlægja markaðsefnið sem fjallað er um,“ segir á vef Neytendastofu.
Úr ákvörðun Neytendastofu: Í lýsingum félagsins var stuðst við lýsingarorð á borð við „ferskt“, „bragðgóðar“, „kröftugar“, „bragðast vel“, „ein af okkar vinsælustu vörum“, „sparaðu þér núna“ o.s.frv. Þá voru jafnframt að finna lýsingar á ensku við ákveðnar vörur, t.a.m. „perfect balance“, „limited edition“, „explosion of flavour“, „luscious“ o.s.frv.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira