Ver jólunum í faðmi kærastans Boði Logason skrifar 21. desember 2023 14:28 Páll Óskar er ástfanginn upp fyrir haus og ætlar að verja jólunum í faðmi kærastans. Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. Páll Óskar var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hann fór um víðan völl. Talaði hann meðal annars um jólaundirbúningin og jólahefðirnar. Spurður hvar hann ætli að vera á aðfangadagskvöld segist hann vera yngstur af sjö systkinum og hafi ætíð haft aðgengi að þeirra fjölskyldum. „Ég hef alltaf verið sá eini sem er ógiftur og barnslaus en þessi jól þá verða straumhvörf fyrir mig því nú á ég kærasta. Ég er að fara eyða fyrstu jólunum með einhverjum sem vill halda utan um mig, það verður svolítið spes,“ segir hann. Allt er klappað og klárt og hann meira að segja búinn að kaupa gjöf handa kærastanum. Þeir ætla að vera heima hjá sér með vinum og kunningjum. „Með honum er ég búinn að eignast nýja fjölskyldu,“ sagði hamingjusamur Palli sem hefur upplýst að kærastinn sé hælisleitandi frá Venesúela. Málefni Venesúelafólks hér á landi hafa því verið söngvaranum hugleikin undanfarnar vikur. Þeir ætla báðir að elda á aðfangadagskvöld enda séu þeir báðir hamhleypur til verka, eins og hann orðar það. Það sé engin þriðja vakt á heimilinu. „Ég var að sýna honum ljósmyndir af íslenskum jólamat, þar á meðal hamborgarhrygg með ananas ofan á. Þá bara hváði hann, hvað, gerið þið svona líka? Þá gera þau hamborgarhrygg líka í Venesúela, hann vissi nákvæmlega hvað þetta var. Eina sem kom honum á óvart voru kartöflur með sykri. Þeirra jólanammi er brauð, eiginlega úr smjördeigi, bakað inn í ofni með ólífum og skinku inn í. Þetta er þeirra jólanammi. Þetta verður bara bræðingur.“ Algengt er á þessum árstíma að líta yfir farinn veg og gera upp árið, og gerði Páll Óskar það í þættinum. „Ef ég lít til baka þá held ég að árið 2023 sé besta ár sem ég hef lifað, það er pínu magnað að segja svona. Ég held að ekki margir fái að upplifa þetta, að það gangi bæði vel í einkalífinu og vinnunni. Það er blússandi gangur í vinnunni og gaman að vinna,“ segir hann. Hann opnaði einnig pítsustað í Vesturbænum á árinu, en kærastinn vinnur einmitt þar. Staðurinn gengur vel og er á „blússandi flugi.“ Páll Óskar kynntist kærastanum í byrjun síðasta árs, nánar tiltekið 27. janúar. Hann segist alls ekki hafa átt von á því að ástin myndi banka að dyrum. „Ég hef upplifað alls konar flugeldasýningar í lífinu, upplifað mörg augnablik sem ekki margir fá að upplifa, en að allt sé svona fallegt og gott á báðum pólum, einkalífinu og vinnu, það er svolítið spes. Ég er búinn að njóta hvers einasta dags, hver einasti dagur er búinn að vera eins og lítið ævintýri. Ég er líka búinn að læra það að ég er svakalega góður lover, það skilar sér í vinnunni,“ segir hann kíminn. Von er á nýju lagi frá Páli Óskari í janúar, búið er að taka upp tónlistarmyndband og bíður hann nú eftir lokaútgáfu lagsins. Tónlist Ástin og lífið Hælisleitendur Venesúela Jól Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Páll Óskar var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hann fór um víðan völl. Talaði hann meðal annars um jólaundirbúningin og jólahefðirnar. Spurður hvar hann ætli að vera á aðfangadagskvöld segist hann vera yngstur af sjö systkinum og hafi ætíð haft aðgengi að þeirra fjölskyldum. „Ég hef alltaf verið sá eini sem er ógiftur og barnslaus en þessi jól þá verða straumhvörf fyrir mig því nú á ég kærasta. Ég er að fara eyða fyrstu jólunum með einhverjum sem vill halda utan um mig, það verður svolítið spes,“ segir hann. Allt er klappað og klárt og hann meira að segja búinn að kaupa gjöf handa kærastanum. Þeir ætla að vera heima hjá sér með vinum og kunningjum. „Með honum er ég búinn að eignast nýja fjölskyldu,“ sagði hamingjusamur Palli sem hefur upplýst að kærastinn sé hælisleitandi frá Venesúela. Málefni Venesúelafólks hér á landi hafa því verið söngvaranum hugleikin undanfarnar vikur. Þeir ætla báðir að elda á aðfangadagskvöld enda séu þeir báðir hamhleypur til verka, eins og hann orðar það. Það sé engin þriðja vakt á heimilinu. „Ég var að sýna honum ljósmyndir af íslenskum jólamat, þar á meðal hamborgarhrygg með ananas ofan á. Þá bara hváði hann, hvað, gerið þið svona líka? Þá gera þau hamborgarhrygg líka í Venesúela, hann vissi nákvæmlega hvað þetta var. Eina sem kom honum á óvart voru kartöflur með sykri. Þeirra jólanammi er brauð, eiginlega úr smjördeigi, bakað inn í ofni með ólífum og skinku inn í. Þetta er þeirra jólanammi. Þetta verður bara bræðingur.“ Algengt er á þessum árstíma að líta yfir farinn veg og gera upp árið, og gerði Páll Óskar það í þættinum. „Ef ég lít til baka þá held ég að árið 2023 sé besta ár sem ég hef lifað, það er pínu magnað að segja svona. Ég held að ekki margir fái að upplifa þetta, að það gangi bæði vel í einkalífinu og vinnunni. Það er blússandi gangur í vinnunni og gaman að vinna,“ segir hann. Hann opnaði einnig pítsustað í Vesturbænum á árinu, en kærastinn vinnur einmitt þar. Staðurinn gengur vel og er á „blússandi flugi.“ Páll Óskar kynntist kærastanum í byrjun síðasta árs, nánar tiltekið 27. janúar. Hann segist alls ekki hafa átt von á því að ástin myndi banka að dyrum. „Ég hef upplifað alls konar flugeldasýningar í lífinu, upplifað mörg augnablik sem ekki margir fá að upplifa, en að allt sé svona fallegt og gott á báðum pólum, einkalífinu og vinnu, það er svolítið spes. Ég er búinn að njóta hvers einasta dags, hver einasti dagur er búinn að vera eins og lítið ævintýri. Ég er líka búinn að læra það að ég er svakalega góður lover, það skilar sér í vinnunni,“ segir hann kíminn. Von er á nýju lagi frá Páli Óskari í janúar, búið er að taka upp tónlistarmyndband og bíður hann nú eftir lokaútgáfu lagsins.
Tónlist Ástin og lífið Hælisleitendur Venesúela Jól Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira