Dæmd fyrir morðið á Briönnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2023 23:33 Brianna ásamt eldri systur sinni Aishu. Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. Morðið á Briönnu vakti gríðarlega mikla athygli en Brianna var trans. Lögreglan útilokaði þó að um hatursglæp væri að ræða. Saksóknari í málinu sagði að málið væri eitt það óhugnalegasta sem hefði komið á hans borð. Morðið er sagt „glórulaust“ í umfjöllun Guardian. Morðið þaulskipulagt Þar kemur fram að ungmennin tvö, strákur og stelpa, hafi skipulagt morðið á Briönnu með miklum fyrirvara. Brianna var stungin 28 sinnum í almenningsgarði. Stelpan var heilluð af raðmorðingjum og gortaði sig af því að hafa horft á pyntingarmyndbönd. Hún sagðist hafa haft Briönnu á heilanum. Hún og Brianna hafi verið vinir í nokkra mánuði áður en hún hafi farið að leggja á ráðin um að myrða hana. Nigel Parr, rannsóknarlögreglumaður, sagði dómstólnum frá því að Brianna hefði verið svikin af ungmennunum tveimur. Ástæðan fyrir morðinu hefði einungis verið sú að þau hafi viljað prófa hvernig það væri að fremja morð. Talaði um Briönnu sem „bráð“ Þá kemur fram í umfjöllun Guardian að strákurinn hafi aldrei hitt Briönnu fyrr en daginn sem hún var myrt, síðdegis þann 11. febrúar. Þau hafi rætt sín á milli í þúsundum WhatsApp skilaboðum um hvaða börn þeim langaði til að myrða. Þau hafi ætlað sér að myrða annan strák en ekki náð að lokka hann í Culcheth Linear almenningsgarðinn og því beint spjónum sínum að Briönnu. Strákurinn talaði um Briönnu sem „bráð“ og „það“ í skuilaboðum sínum, sagt að það yrði auðveldara að myrða hana og að hann „langaði til að sjá ef það muni öskra eins og karl eða stelpa.“ Snerust gegn hvort öðru Í umfjöllun Guardian kemur fram að ungmennin tvö hafi verið vinir síðan þau voru 11 ára. Þau hafi hins vegar snúist gegn hvort öðru eftir að lögregla handtók þau. Stúlkan hafi fyrst sagt lögreglu að Brianna hafi horfið á brott með stráki frá Manchester en síðan breytt framburði sínum og sagt lögreglu að strákurinn hafi myrt hana. Strákurinn kenndi stúlkunni á sama tíma um morðið. Hann sagðist hafa verið að pissa í almenningsgarðinum þegar hann hafi snúið sér við og séð stúlkuna stinga Briönnu. Hann sagði stúlkuna vera satanista og hafa verið það síðan hún var átta ára. Eftir að lögregla fann morðvopnið í herbergi stráksins, segir í frétt Guardian að hann hafi hætt að tala. Hann hafi því fengið að bera vitni fyrir dómi í gegnum textaskilaboð. Guardian hefur eftir móðir Briönnu, Esther Grey, að dóttir sín hafi verið lífsglöð stúlka sem hafi dreymt um að verða fræg á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Brianna hafi verið fyndin, snjöll og hugrökk. Bretland England Málefni trans fólks Erlend sakamál Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Morðið á Briönnu vakti gríðarlega mikla athygli en Brianna var trans. Lögreglan útilokaði þó að um hatursglæp væri að ræða. Saksóknari í málinu sagði að málið væri eitt það óhugnalegasta sem hefði komið á hans borð. Morðið er sagt „glórulaust“ í umfjöllun Guardian. Morðið þaulskipulagt Þar kemur fram að ungmennin tvö, strákur og stelpa, hafi skipulagt morðið á Briönnu með miklum fyrirvara. Brianna var stungin 28 sinnum í almenningsgarði. Stelpan var heilluð af raðmorðingjum og gortaði sig af því að hafa horft á pyntingarmyndbönd. Hún sagðist hafa haft Briönnu á heilanum. Hún og Brianna hafi verið vinir í nokkra mánuði áður en hún hafi farið að leggja á ráðin um að myrða hana. Nigel Parr, rannsóknarlögreglumaður, sagði dómstólnum frá því að Brianna hefði verið svikin af ungmennunum tveimur. Ástæðan fyrir morðinu hefði einungis verið sú að þau hafi viljað prófa hvernig það væri að fremja morð. Talaði um Briönnu sem „bráð“ Þá kemur fram í umfjöllun Guardian að strákurinn hafi aldrei hitt Briönnu fyrr en daginn sem hún var myrt, síðdegis þann 11. febrúar. Þau hafi rætt sín á milli í þúsundum WhatsApp skilaboðum um hvaða börn þeim langaði til að myrða. Þau hafi ætlað sér að myrða annan strák en ekki náð að lokka hann í Culcheth Linear almenningsgarðinn og því beint spjónum sínum að Briönnu. Strákurinn talaði um Briönnu sem „bráð“ og „það“ í skuilaboðum sínum, sagt að það yrði auðveldara að myrða hana og að hann „langaði til að sjá ef það muni öskra eins og karl eða stelpa.“ Snerust gegn hvort öðru Í umfjöllun Guardian kemur fram að ungmennin tvö hafi verið vinir síðan þau voru 11 ára. Þau hafi hins vegar snúist gegn hvort öðru eftir að lögregla handtók þau. Stúlkan hafi fyrst sagt lögreglu að Brianna hafi horfið á brott með stráki frá Manchester en síðan breytt framburði sínum og sagt lögreglu að strákurinn hafi myrt hana. Strákurinn kenndi stúlkunni á sama tíma um morðið. Hann sagðist hafa verið að pissa í almenningsgarðinum þegar hann hafi snúið sér við og séð stúlkuna stinga Briönnu. Hann sagði stúlkuna vera satanista og hafa verið það síðan hún var átta ára. Eftir að lögregla fann morðvopnið í herbergi stráksins, segir í frétt Guardian að hann hafi hætt að tala. Hann hafi því fengið að bera vitni fyrir dómi í gegnum textaskilaboð. Guardian hefur eftir móðir Briönnu, Esther Grey, að dóttir sín hafi verið lífsglöð stúlka sem hafi dreymt um að verða fræg á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Brianna hafi verið fyndin, snjöll og hugrökk.
Bretland England Málefni trans fólks Erlend sakamál Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira