Sá besti á árinu bjó til jólalag með Ladda Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2023 14:01 Már Gunnarsson og Laddi spreða seðlum í Kringlunni í myndbandi við nýja jólalagið þeirra. Skjáskot/Youtube Sundmaðurinn fjölhæfi Már Gunnarsson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hann sinnir jafnframt tónlistinni og gaf nýverið út jólalag sem þeir Laddi syngja saman. Már og Sonja Sigurðardóttir voru í gær heiðruð sem íþróttafólk ársins hjá ÍF við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Þau ræddu við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær þar sem Már var meðal annars spurður út í nýja jólalagið, sem sjá má hér að neðan. „Ég og vinur minn Laddi ákváðum að taka saman upp lagið „Mér finnst ég bara eiga það skilið“. Lag eftir mig og texti eftir góðan vin minn Tómas Eyjólfsson. Það hefur gengið ótrúlega vel,“ sagði Már á Grand Hótel í gær. „Við gáfum út tónlistarmyndband fyrir tveimur vikum og það er gaman að segja frá því að þetta var þriðja mest spilaða tónlistarmyndbandið á YouTube á Íslandi í síðustu viku,“ benti Már á. Már og Sonja hafa svo sannarlega átt gott ár og náðu bæði góðum árangri á HM í 50 metra laug í Manchester, sem skapaði þeim góða möguleika á að komast á Ólympíumótið í París næsta sumar. „Maður er bara smá skjálfandi,“ sagði Sonja eftir viðurkenninguna í gær, sem hún hlaut þá í fjórða sinn á löngum og farsælum ferli í sundinu. „Mér finnst ég vera á góðum stað núna. Að toppa kannski,“ sagði Sonja. Már segir ljóst að markmið sitt sé núna að styrkja stöðuna á heimslista til að auka líkurnar á að komast til Parísar: „Ég var búinn að lýsa því yfir að ég væri hættur. Ég hætti í rúmt ár, en er núna búinn að vera að æfa í rúmt ár aftur. Íþróttasambandið er í raun að segja við mig: „Hey Már, við erum ánægð að hafa þig hérna áfram. Þú ert að standa þig vel.“ Mér finnst það bara æðislegt,“ sagði Már og bætti við: „Ég náði þeim markmiðum að ná lágmarki inn á Ólympíuleika. Ég lenti í 6. sæti á heimsmeistaramótinu í Manchester í ágúst, og var sekúndubrotum frá Íslandsmetinu sem ég setti í Tókýó 2021. Mér finnst það bara magnað.“ Sund Jólalög Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Már og Sonja Sigurðardóttir voru í gær heiðruð sem íþróttafólk ársins hjá ÍF við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Þau ræddu við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær þar sem Már var meðal annars spurður út í nýja jólalagið, sem sjá má hér að neðan. „Ég og vinur minn Laddi ákváðum að taka saman upp lagið „Mér finnst ég bara eiga það skilið“. Lag eftir mig og texti eftir góðan vin minn Tómas Eyjólfsson. Það hefur gengið ótrúlega vel,“ sagði Már á Grand Hótel í gær. „Við gáfum út tónlistarmyndband fyrir tveimur vikum og það er gaman að segja frá því að þetta var þriðja mest spilaða tónlistarmyndbandið á YouTube á Íslandi í síðustu viku,“ benti Már á. Már og Sonja hafa svo sannarlega átt gott ár og náðu bæði góðum árangri á HM í 50 metra laug í Manchester, sem skapaði þeim góða möguleika á að komast á Ólympíumótið í París næsta sumar. „Maður er bara smá skjálfandi,“ sagði Sonja eftir viðurkenninguna í gær, sem hún hlaut þá í fjórða sinn á löngum og farsælum ferli í sundinu. „Mér finnst ég vera á góðum stað núna. Að toppa kannski,“ sagði Sonja. Már segir ljóst að markmið sitt sé núna að styrkja stöðuna á heimslista til að auka líkurnar á að komast til Parísar: „Ég var búinn að lýsa því yfir að ég væri hættur. Ég hætti í rúmt ár, en er núna búinn að vera að æfa í rúmt ár aftur. Íþróttasambandið er í raun að segja við mig: „Hey Már, við erum ánægð að hafa þig hérna áfram. Þú ert að standa þig vel.“ Mér finnst það bara æðislegt,“ sagði Már og bætti við: „Ég náði þeim markmiðum að ná lágmarki inn á Ólympíuleika. Ég lenti í 6. sæti á heimsmeistaramótinu í Manchester í ágúst, og var sekúndubrotum frá Íslandsmetinu sem ég setti í Tókýó 2021. Mér finnst það bara magnað.“
Sund Jólalög Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira