Dæmdir fyrir að aka um á vespu og fremja vopnuð rán Árni Sæberg skrifar 19. desember 2023 15:10 Mennirnir gerðu tilraun til gripdeildar í Hamraborg í Kópavogi. Stöð 2/Arnar Tveir karlmenn hafa hlotið fangelsisdóma fyrir fjölda brota, meðal annars vopnað rán sem framið var í Fossvogi og annað eins í Hamraborg skömmu síðar. Í byrjun ágúst var greint frá því að tveir menn hefðu ekið um Reykjavík og Kópavog og framið vopnuð rán. Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, greindi frá því að tveir menn hafi haldið að honum hníf og rænt hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsti atvikinu sem súrrealísku. Í dómi Héraðsdóms yfir mönnunum, sem eru á þrítugs og tvítugsaldri, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir töluverðan fjölda brota. Sá eldri fyrir þjófnað, nytjastuld, og vopnalagabrot, meðal annars, og sá yngri fyrir nytjastuld á bifreið. Þeir hafi báðir verið ákærðir fyrir nytjastuld með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, heimildarlaust tekið bifreið og ekið henni milli staða í Reykjavík. Sama dag hafi þeir framið vopnað rán, með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, utandyra á göngustíg í Fossvogi í Reykjavík, ógnað ónafngreindu fólki, sem leiða má líkur að að séu Stefán og kona hans, með hníf og tekið af Stefáni Samsung farsíma og Harry Lime snjallúr, með því að sá eldri ógnaði hjónunum með hníf á meðan sá yngri tók farsímann og snjallúrið af Stefáni. Misheppnuð gripdeild Þá hafi þeir verið ákærðir fyrir tilraun til gripdeildar með hafa sama dag, í félagi, utandyra við hraðbanka í Kópavogi [Hamraborg], skipað konu að afhenda þeim reiðufé sem hún hugðist taka út, en hún náð að hlaupa í burtu uns mennirnir flúðu af vettvangi, en meðan á atburðarásinni stóð hafi reiðuféð farið aftur inn í hraðbankann. Mennirnir hafi báði játað brot sín og málið því talið sannað. Sá eldri hafi verið dæmdur til tuttugu mánaða óskilorðbundins fangelsis og sá yngri í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þeir hafi báðir rofið skilorð fyrri dóma með brotum sínum. Þá hafi ævilöng ökuréttarsvipting þess eldri áréttuð. Dómsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Í byrjun ágúst var greint frá því að tveir menn hefðu ekið um Reykjavík og Kópavog og framið vopnuð rán. Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, greindi frá því að tveir menn hafi haldið að honum hníf og rænt hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsti atvikinu sem súrrealísku. Í dómi Héraðsdóms yfir mönnunum, sem eru á þrítugs og tvítugsaldri, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir töluverðan fjölda brota. Sá eldri fyrir þjófnað, nytjastuld, og vopnalagabrot, meðal annars, og sá yngri fyrir nytjastuld á bifreið. Þeir hafi báðir verið ákærðir fyrir nytjastuld með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, heimildarlaust tekið bifreið og ekið henni milli staða í Reykjavík. Sama dag hafi þeir framið vopnað rán, með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, utandyra á göngustíg í Fossvogi í Reykjavík, ógnað ónafngreindu fólki, sem leiða má líkur að að séu Stefán og kona hans, með hníf og tekið af Stefáni Samsung farsíma og Harry Lime snjallúr, með því að sá eldri ógnaði hjónunum með hníf á meðan sá yngri tók farsímann og snjallúrið af Stefáni. Misheppnuð gripdeild Þá hafi þeir verið ákærðir fyrir tilraun til gripdeildar með hafa sama dag, í félagi, utandyra við hraðbanka í Kópavogi [Hamraborg], skipað konu að afhenda þeim reiðufé sem hún hugðist taka út, en hún náð að hlaupa í burtu uns mennirnir flúðu af vettvangi, en meðan á atburðarásinni stóð hafi reiðuféð farið aftur inn í hraðbankann. Mennirnir hafi báði játað brot sín og málið því talið sannað. Sá eldri hafi verið dæmdur til tuttugu mánaða óskilorðbundins fangelsis og sá yngri í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þeir hafi báðir rofið skilorð fyrri dóma með brotum sínum. Þá hafi ævilöng ökuréttarsvipting þess eldri áréttuð.
Dómsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira