Dæmdir fyrir að aka um á vespu og fremja vopnuð rán Árni Sæberg skrifar 19. desember 2023 15:10 Mennirnir gerðu tilraun til gripdeildar í Hamraborg í Kópavogi. Stöð 2/Arnar Tveir karlmenn hafa hlotið fangelsisdóma fyrir fjölda brota, meðal annars vopnað rán sem framið var í Fossvogi og annað eins í Hamraborg skömmu síðar. Í byrjun ágúst var greint frá því að tveir menn hefðu ekið um Reykjavík og Kópavog og framið vopnuð rán. Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, greindi frá því að tveir menn hafi haldið að honum hníf og rænt hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsti atvikinu sem súrrealísku. Í dómi Héraðsdóms yfir mönnunum, sem eru á þrítugs og tvítugsaldri, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir töluverðan fjölda brota. Sá eldri fyrir þjófnað, nytjastuld, og vopnalagabrot, meðal annars, og sá yngri fyrir nytjastuld á bifreið. Þeir hafi báðir verið ákærðir fyrir nytjastuld með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, heimildarlaust tekið bifreið og ekið henni milli staða í Reykjavík. Sama dag hafi þeir framið vopnað rán, með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, utandyra á göngustíg í Fossvogi í Reykjavík, ógnað ónafngreindu fólki, sem leiða má líkur að að séu Stefán og kona hans, með hníf og tekið af Stefáni Samsung farsíma og Harry Lime snjallúr, með því að sá eldri ógnaði hjónunum með hníf á meðan sá yngri tók farsímann og snjallúrið af Stefáni. Misheppnuð gripdeild Þá hafi þeir verið ákærðir fyrir tilraun til gripdeildar með hafa sama dag, í félagi, utandyra við hraðbanka í Kópavogi [Hamraborg], skipað konu að afhenda þeim reiðufé sem hún hugðist taka út, en hún náð að hlaupa í burtu uns mennirnir flúðu af vettvangi, en meðan á atburðarásinni stóð hafi reiðuféð farið aftur inn í hraðbankann. Mennirnir hafi báði játað brot sín og málið því talið sannað. Sá eldri hafi verið dæmdur til tuttugu mánaða óskilorðbundins fangelsis og sá yngri í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þeir hafi báðir rofið skilorð fyrri dóma með brotum sínum. Þá hafi ævilöng ökuréttarsvipting þess eldri áréttuð. Dómsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Í byrjun ágúst var greint frá því að tveir menn hefðu ekið um Reykjavík og Kópavog og framið vopnuð rán. Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, greindi frá því að tveir menn hafi haldið að honum hníf og rænt hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsti atvikinu sem súrrealísku. Í dómi Héraðsdóms yfir mönnunum, sem eru á þrítugs og tvítugsaldri, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir töluverðan fjölda brota. Sá eldri fyrir þjófnað, nytjastuld, og vopnalagabrot, meðal annars, og sá yngri fyrir nytjastuld á bifreið. Þeir hafi báðir verið ákærðir fyrir nytjastuld með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, heimildarlaust tekið bifreið og ekið henni milli staða í Reykjavík. Sama dag hafi þeir framið vopnað rán, með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, utandyra á göngustíg í Fossvogi í Reykjavík, ógnað ónafngreindu fólki, sem leiða má líkur að að séu Stefán og kona hans, með hníf og tekið af Stefáni Samsung farsíma og Harry Lime snjallúr, með því að sá eldri ógnaði hjónunum með hníf á meðan sá yngri tók farsímann og snjallúrið af Stefáni. Misheppnuð gripdeild Þá hafi þeir verið ákærðir fyrir tilraun til gripdeildar með hafa sama dag, í félagi, utandyra við hraðbanka í Kópavogi [Hamraborg], skipað konu að afhenda þeim reiðufé sem hún hugðist taka út, en hún náð að hlaupa í burtu uns mennirnir flúðu af vettvangi, en meðan á atburðarásinni stóð hafi reiðuféð farið aftur inn í hraðbankann. Mennirnir hafi báði játað brot sín og málið því talið sannað. Sá eldri hafi verið dæmdur til tuttugu mánaða óskilorðbundins fangelsis og sá yngri í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þeir hafi báðir rofið skilorð fyrri dóma með brotum sínum. Þá hafi ævilöng ökuréttarsvipting þess eldri áréttuð.
Dómsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira