Gosmengun á höfuðborgarsvæðinu í nótt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. desember 2023 12:58 Himinn var rauður þegar eldgosið var í hámarki í nótt sem leið. Von er á gosmengun á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Aníta guðlaug Einar Halldórsson teymisstjóri loftgæðateymis Umhverfissstofnunar segir að gosmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu seint í nótt eða fyrramálið. Það kemur einnig fram í tilkynningu á síðu Veðurstofunnar. Einar segir í samtali við fréttastofu að gasmengunin úr gosinu sé ekki eins mikil og búist var við miðað við stærð strókana sem sáust í gær. Hann segir að það sé líklega vegna þess að kvikan hafi að mestu leyti verið búin að afgasa sig þegar hún braust upp á yfirborðið á ellefta tímanum í gær. Lykt í Þorlákshöfn „Það hefur lítið verið um gasmengun, allavega enn sem komið er í byggð. Það var aðeins í Selfossi í nótt en fór ekki yfir heilsuverndarmörk,“ segir Einar og bætir við að staðan líti betur út en hún gerði í gærkvöldi. Samt sem áður hafi borist tilkynning frá íbúa í Þorlákshöfn sem sagði að sterk brennisteinslykt fyndist í bænum. „Vindáttin er þannig að hún færist aðeins yfir Vestmannaeyjar og þar en þá verður hún búin að þynnast aðeins út. Samt sem áður ætti hún að vera undir heilsuverndarmörkum miðað við þetta líkan,“ segir Einar. Mengunin er ekki slík að hún ógni heilsu fólks en að þó geti verið að viðkvæmir finni fyrir einkennum ef það er úti í langan tíma þegar mengunin er sem þéttust. Vestmannaeyjar í dag, Reykjavík á morgun Í tilkynningu Veðurstofu segir að lítil virkni sé við suðurenda sprungunnar við Hagafell og að mesta hraunsrennslið leiti í austur í átt að Fagradalsfjalli. Einnig að gosmökkurinn bærist í dag undan vestan og norðvestan átt. „Gasmengunar gæti orðið vart í Vestmannaeyjum í dag, en ekki annars staðar í byggð. Samkvæmt veðurspá gæti gasmengunar orðið vart á höfuðborgarsvæðinu seint í nótt eða í fyrramálið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að nýtt hættumatskort sé í bígerð og að það verði birt seinna í dag. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Ölfus Vestmannaeyjar Loftgæði Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Einar segir í samtali við fréttastofu að gasmengunin úr gosinu sé ekki eins mikil og búist var við miðað við stærð strókana sem sáust í gær. Hann segir að það sé líklega vegna þess að kvikan hafi að mestu leyti verið búin að afgasa sig þegar hún braust upp á yfirborðið á ellefta tímanum í gær. Lykt í Þorlákshöfn „Það hefur lítið verið um gasmengun, allavega enn sem komið er í byggð. Það var aðeins í Selfossi í nótt en fór ekki yfir heilsuverndarmörk,“ segir Einar og bætir við að staðan líti betur út en hún gerði í gærkvöldi. Samt sem áður hafi borist tilkynning frá íbúa í Þorlákshöfn sem sagði að sterk brennisteinslykt fyndist í bænum. „Vindáttin er þannig að hún færist aðeins yfir Vestmannaeyjar og þar en þá verður hún búin að þynnast aðeins út. Samt sem áður ætti hún að vera undir heilsuverndarmörkum miðað við þetta líkan,“ segir Einar. Mengunin er ekki slík að hún ógni heilsu fólks en að þó geti verið að viðkvæmir finni fyrir einkennum ef það er úti í langan tíma þegar mengunin er sem þéttust. Vestmannaeyjar í dag, Reykjavík á morgun Í tilkynningu Veðurstofu segir að lítil virkni sé við suðurenda sprungunnar við Hagafell og að mesta hraunsrennslið leiti í austur í átt að Fagradalsfjalli. Einnig að gosmökkurinn bærist í dag undan vestan og norðvestan átt. „Gasmengunar gæti orðið vart í Vestmannaeyjum í dag, en ekki annars staðar í byggð. Samkvæmt veðurspá gæti gasmengunar orðið vart á höfuðborgarsvæðinu seint í nótt eða í fyrramálið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að nýtt hættumatskort sé í bígerð og að það verði birt seinna í dag.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Ölfus Vestmannaeyjar Loftgæði Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira