COP28: Grípum tækifærin! Haraldur Hallgrímsson skrifar 20. desember 2023 08:02 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP, er orðin stærsta ráðstefna heims á sviði grænna lausna og loftslagsmála. Á meðan leiðtogar ríkja heimsins börðust við að ná viðunandi niðurstöðu þennan hálfa mánuð sem fundurinn stóð, komu tugir þúsunda fulltrúa fyrirtækja, fjárfesta og félagasamtaka saman allt í kringum fundarstaðinn. Þau voru mætt til að læra hvert af öðru, þróa samstarf þvert á landamæri og koma sínum loftslagslausnum á framfæri. Undirritaður átti þess kost að taka þátt í ráðstefnunni í nokkra daga. Það fyllti mig jákvæðni og bjartsýni að eiga þar fjölmarga fundi og taka þátt í málstofum og umræðum með fólki sem brennur allt sem eitt fyrir loftslagsmálunum og grænum orkulausnum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það atvinnulífið sem þarf að hrinda verkefnunum í framkvæmd. Mikil eindrægni ríkti um þörfina á að auka framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum og bæta orkunýtni til muna. Þau borgi sem menga Ráðstefnan einkenndist enda af mjög skýru ákalli um aðgerðir. Það þarf að draga miklu hraðar úr losun og þar hafa allir hlutverki að gegna - fyrirtæki, fjárfestar, stjórnvöld, almenningur og samfélagið allt. Eitt öflugasta tækið til að ná því fram er sanngjörn skattlagning á losun koldíoxíðs. Þeir sem menga eiga að bera kostnaðinn af því. Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi, enda höfum við þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti: húshitun og raflýsingu, sem hérlendis er nær eingöngu knúin endurnýjanlegri orku. Þegar kemur að þriðju orkuskiptunum er leiðin ekki alveg jafn ljós. Lausnirnar eru til Við hjá Landsvirkjun höfum lagt okkur eftir því að fylgjast með tækniþróuninni og á COP28 kom berlega í ljós að orkuskiptalausnir sem voru rétt komnar af hugmyndastigi bara fyrir 2-3 árum eru nú tilbúnar til notkunar á stórum skala. Norðurlöndin eru í forystu í loftslagsmálum og má þar nefna sem dæmi að í Finnlandi einu eru þegar meira en 30 vetnisverkefni í undirbúningi eða komin af stað. Mest af því vetni verður síðan nýtt til framleiðslu rafeldsneytis sem mun knýja þungaflutninga framtíðarinnar, bæði á hafi og landi og á endanum í lofti líka. Þarna þurfa Íslendingar að vera vakandi, gæta að samkeppnishæfni Íslands og hlúa að nýsköpunarverkefnum í orkugeiranum. Samstarfsmöguleikarnir eru jafnframt fjölbreyttir á því sviði og spennandi að sjá hvernig þau mál þróast. Ekki á minni vakt Manni geta auðveldlega fallist hendur þegar horft er á áskoranirnar sem ósjálfbær notkun okkar jarðarbúa á jarðefnaeldsneyti skapa. Þær geta hæglega virst óyfirstíganlegar og því mögulega freistandi að gefast bara upp og láta svartsýnina brjóta niður frumkvæði og metnað. Slíkt viðhorf hefur hins vegar aldrei leyst nein vandamál og þannig hef ég ekki hugsað mér að verja mínum starfsferli. Ég sneri heim af COP28 með auðmýkt í hjarta gagnvart verkefnum framtíðarinnar. Það eru óþrjótandi tækifæri til að gera gagn á þessum vettvangi, nú er það okkar allra að grípa þau. Höfundur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP, er orðin stærsta ráðstefna heims á sviði grænna lausna og loftslagsmála. Á meðan leiðtogar ríkja heimsins börðust við að ná viðunandi niðurstöðu þennan hálfa mánuð sem fundurinn stóð, komu tugir þúsunda fulltrúa fyrirtækja, fjárfesta og félagasamtaka saman allt í kringum fundarstaðinn. Þau voru mætt til að læra hvert af öðru, þróa samstarf þvert á landamæri og koma sínum loftslagslausnum á framfæri. Undirritaður átti þess kost að taka þátt í ráðstefnunni í nokkra daga. Það fyllti mig jákvæðni og bjartsýni að eiga þar fjölmarga fundi og taka þátt í málstofum og umræðum með fólki sem brennur allt sem eitt fyrir loftslagsmálunum og grænum orkulausnum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það atvinnulífið sem þarf að hrinda verkefnunum í framkvæmd. Mikil eindrægni ríkti um þörfina á að auka framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum og bæta orkunýtni til muna. Þau borgi sem menga Ráðstefnan einkenndist enda af mjög skýru ákalli um aðgerðir. Það þarf að draga miklu hraðar úr losun og þar hafa allir hlutverki að gegna - fyrirtæki, fjárfestar, stjórnvöld, almenningur og samfélagið allt. Eitt öflugasta tækið til að ná því fram er sanngjörn skattlagning á losun koldíoxíðs. Þeir sem menga eiga að bera kostnaðinn af því. Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi, enda höfum við þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti: húshitun og raflýsingu, sem hérlendis er nær eingöngu knúin endurnýjanlegri orku. Þegar kemur að þriðju orkuskiptunum er leiðin ekki alveg jafn ljós. Lausnirnar eru til Við hjá Landsvirkjun höfum lagt okkur eftir því að fylgjast með tækniþróuninni og á COP28 kom berlega í ljós að orkuskiptalausnir sem voru rétt komnar af hugmyndastigi bara fyrir 2-3 árum eru nú tilbúnar til notkunar á stórum skala. Norðurlöndin eru í forystu í loftslagsmálum og má þar nefna sem dæmi að í Finnlandi einu eru þegar meira en 30 vetnisverkefni í undirbúningi eða komin af stað. Mest af því vetni verður síðan nýtt til framleiðslu rafeldsneytis sem mun knýja þungaflutninga framtíðarinnar, bæði á hafi og landi og á endanum í lofti líka. Þarna þurfa Íslendingar að vera vakandi, gæta að samkeppnishæfni Íslands og hlúa að nýsköpunarverkefnum í orkugeiranum. Samstarfsmöguleikarnir eru jafnframt fjölbreyttir á því sviði og spennandi að sjá hvernig þau mál þróast. Ekki á minni vakt Manni geta auðveldlega fallist hendur þegar horft er á áskoranirnar sem ósjálfbær notkun okkar jarðarbúa á jarðefnaeldsneyti skapa. Þær geta hæglega virst óyfirstíganlegar og því mögulega freistandi að gefast bara upp og láta svartsýnina brjóta niður frumkvæði og metnað. Slíkt viðhorf hefur hins vegar aldrei leyst nein vandamál og þannig hef ég ekki hugsað mér að verja mínum starfsferli. Ég sneri heim af COP28 með auðmýkt í hjarta gagnvart verkefnum framtíðarinnar. Það eru óþrjótandi tækifæri til að gera gagn á þessum vettvangi, nú er það okkar allra að grípa þau. Höfundur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar