„Þessir tímar eru dásamlegir fyrir sum og ofsalega erfið fyrir önnur. Lífið er jafn fallegt og það er miskunnarlaust og ég bið ykkur að týna ykkur ekki í jólastressi og fullkomnunaráráttu,“ segir Aldís í færslu á Instagram.
Hún hvetur fólk til að sýna aðgát og skilning þar sem margir upplifa alls kyns ólíkar tilfinningar á þessum tíma árs.
„Látið gott af ykkur leiða og munum að samkennd, samhugur og væntumþykja er betri en allar gjafir og allar skreytingar sem til eru,“ segir Aldís:
„Og hlúið að ykkur sjálfum líka. Það er ekki hægt að hella úr tómum bolla,“ bætir hún við.
