Kostar 3.000 krónur að vera of seinn að sækja krakkann Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2023 14:53 Eins gott að vera ekki of seinn að sækja krakkann á leiksskóla í Árborg. Það kostar hvert korterið þrjú þúsund krónur og safnast þegar saman kemur. vísir/hanna Sveitarfélagið Árborg hefur sent út tilkynningu til foreldra leikskólabarna vegna rúmlega helmingshækkunar á leikskólagjaldi er lúta að frávikum umsamins dvalartíma. Kostar hvert korter nú 1.911 krónur en hækkar upp í 3.000 krónur eftir áramót. Það var Mannlíf sem vakti fyrst athygli á þessu en breytingin á gjaldskránni tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Slíkt gjald þekkist ekki í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar bárust miðlinum frá ósáttum foreldrum og forráðamönnum sem töldu ónákvæmar tímaskráningar við lýði í leikskólanum: „Foreldri sem hafði sótt eina mínútu of seint hafði fengið skrásetta þriggja mínútna seinkun. Ónákvæmni tímaskráningarinnar er fylgifiskur þegar börnin eru sótt í útiveru, bendir foreldrið á. Þá þarf kennarinn sem fylgdist með barninu úti að fara inn til að skrá það út úr kerfinu sem tekur einhverjar mínútur.“ Reglurnar eru svo þær að ef foreldri er korterinu of seint að sækja barnið þá bætast aðrar þrjú þúsund krónur og þannig koll af kolli. Hvert korter kostar þrjú þúsund krónur. Og ef foreldri mætir of snemma með barnið í vistun, þá gildir það sama: Þrjú þúsund krónur bætast við refsinguna. Eins og rakið hefur verið í fréttum er Árborg í kröggum og má telja líklegt að þessar aðgerðir séu hluti af því að vilja rétta sveitarfélagið við. Ef barn er sótt meira en 15 mínútum of seint eru rukkaðar aðrar þrjú þúsund krónur fyrir næsta korter. Þannig getur það kostað foreldri eða forráðamann 9000 krónur að sækja barnið þrisvar sinnum of seint. Það sama gildir ef mætt er of snemma með barnið í dagvistunina, þá kostar það líka. Í tilkynningunni um breytta gjaldkrárhækkun segir: „Á 30. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2023, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg frá og með 1. janúar 2024. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu Árborgar og í við hengi í þessum pósti. Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma Í reglum um leikskóla í Árborg kemur fram að áður en leikskóladvöl barns hefst geri viðkomandi leikskóli og foreldrar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá leikskóla Árborgar og reglur um leikskóla í Árborga og skuldbinda sig til að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma. Í gjaldskrá leikskóla Árborg er heimild fyrir því að innheimta gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma. Frá og með 1. janúar 2024 hækkar gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma upp í 3000.- krónur. Þetta á við ef að börn mæta fyrir umsaminn vistunartíma eða eru sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi“. Fundargerð frá bæjarstjórnarfundi má svo sjá hér. Árborg Rekstur hins opinbera Leikskólar Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Það var Mannlíf sem vakti fyrst athygli á þessu en breytingin á gjaldskránni tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Slíkt gjald þekkist ekki í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar bárust miðlinum frá ósáttum foreldrum og forráðamönnum sem töldu ónákvæmar tímaskráningar við lýði í leikskólanum: „Foreldri sem hafði sótt eina mínútu of seint hafði fengið skrásetta þriggja mínútna seinkun. Ónákvæmni tímaskráningarinnar er fylgifiskur þegar börnin eru sótt í útiveru, bendir foreldrið á. Þá þarf kennarinn sem fylgdist með barninu úti að fara inn til að skrá það út úr kerfinu sem tekur einhverjar mínútur.“ Reglurnar eru svo þær að ef foreldri er korterinu of seint að sækja barnið þá bætast aðrar þrjú þúsund krónur og þannig koll af kolli. Hvert korter kostar þrjú þúsund krónur. Og ef foreldri mætir of snemma með barnið í vistun, þá gildir það sama: Þrjú þúsund krónur bætast við refsinguna. Eins og rakið hefur verið í fréttum er Árborg í kröggum og má telja líklegt að þessar aðgerðir séu hluti af því að vilja rétta sveitarfélagið við. Ef barn er sótt meira en 15 mínútum of seint eru rukkaðar aðrar þrjú þúsund krónur fyrir næsta korter. Þannig getur það kostað foreldri eða forráðamann 9000 krónur að sækja barnið þrisvar sinnum of seint. Það sama gildir ef mætt er of snemma með barnið í dagvistunina, þá kostar það líka. Í tilkynningunni um breytta gjaldkrárhækkun segir: „Á 30. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2023, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg frá og með 1. janúar 2024. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu Árborgar og í við hengi í þessum pósti. Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma Í reglum um leikskóla í Árborg kemur fram að áður en leikskóladvöl barns hefst geri viðkomandi leikskóli og foreldrar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá leikskóla Árborgar og reglur um leikskóla í Árborga og skuldbinda sig til að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma. Í gjaldskrá leikskóla Árborg er heimild fyrir því að innheimta gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma. Frá og með 1. janúar 2024 hækkar gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma upp í 3000.- krónur. Þetta á við ef að börn mæta fyrir umsaminn vistunartíma eða eru sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi“. Fundargerð frá bæjarstjórnarfundi má svo sjá hér.
Árborg Rekstur hins opinbera Leikskólar Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira