Mikilvægt samkomulag ríkis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. desember 2023 07:00 Mikilvæg niðurstaða er komin í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, en fulltrúar stjórnvalda skrifuðu undir samning þess efnis fyrir helgi. Umfangsmikil greiningarvinna hefur farið fram á tilurð kostnaðarauka sveitarfélaga á undanförnum árum sem liggur að baki þessari niðurstöðu. Að mínu mati er þetta mjög mikilvæg niðurstaða, en ríki og sveitarfélög munu halda vinnunni áfram við fleiri þætti svo bæta megi enn frekar þjónustu við fatlað fólk. Tæp 12 milljarða árleg aukning til sveitarfélaga Samkomulagið felur í sér tæplega 12 milljarða króna aukningu framlaga ríkisins til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Tæpir sex milljarðar komu inn í upphafi þessa árs og aðrir sex bætast við á næsta ári. Þetta eru varanlegar tilfærslur fjármagns og koma verulega til móts við kröfur sveitarfélaganna. Meginástæður aukins kostnaðar sveitarfélaganna sem ríkið mætir hér er vegna ýmissa laga- og reglugerðabreytinga sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og leitt hafa til mikilvægra breytinga og aukinnar þjónustu við fatlað fólk. Þar má nefna þjónustu á heimilum fatlaðs fólks vegna aukinnar áherslu á sjálfstæða búsetu, lögfestingu 15 klukkustunda almennrar þjónustu og lögfestingu NPA þjónustu, auk þess sem fjölgun notenda á árunum 2011-2021 umfram það sem áætlað var á sínum tíma skýrir stóran hluta kostnaðaraukans. Börn með fjölþættan vanda og öryggisþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk Starfshópur ríkis og sveitarfélaga mun halda áfram að vinna að mögulegum frekari breytingum á verkaskiptingu og kostnaðarskiptingu í málaflokki fatlaðs fólks. Kannaður verður fýsileiki þess að svokölluð þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fullorðið fatlað fólk sem þarf á öryggisþjónustu að halda færist yfir á ábyrgð ríkisins, en sveitarfélögin hafa kallað eftir því. Stefnt að útrýmingu biðlista eftir sértæku húsnæði Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að gerð verði 7-10 ára áætlun um uppbyggingu sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk með auknar stuðningsþarfir. Biðlistar eftir húsnæði hafa lengst á undanförnum árum. Markmiðið er að eyða biðlistum og uppfylla þjónustuþarfir fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og íslensk lög. Aukin samræming og eftirlit með þjónustu Ríki og sveitarfélög eru einnig sammála um að skilgreina fyrirkomulag og ábyrgð á samræmingu og eftirliti með framkvæmd þjónustunnar hjá sveitarfélögum, og einnig viðbrögðum ef þjónusta er ekki í samræmi við lög, reglugerðir og almennar kröfur. Þetta er lykilatriði til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Starfshópur um framtíðar áskoranir Í samkomulaginu felst líka að stofnaður verður starfshópur sem vinnur að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk, meðal annars til að auka gæði og hagkvæmi. Samtökum fatlaðs fólks mun verða boðið að sitja í hópnum. Þessi vinna er sérlega mikilvæg því það hefur vantað skipulagðan vettvang til þess að horfa til framtíðar og vænti ég mikils af vinnunni framundan. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður VG í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Vinstri græn Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Sjá meira
Mikilvæg niðurstaða er komin í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, en fulltrúar stjórnvalda skrifuðu undir samning þess efnis fyrir helgi. Umfangsmikil greiningarvinna hefur farið fram á tilurð kostnaðarauka sveitarfélaga á undanförnum árum sem liggur að baki þessari niðurstöðu. Að mínu mati er þetta mjög mikilvæg niðurstaða, en ríki og sveitarfélög munu halda vinnunni áfram við fleiri þætti svo bæta megi enn frekar þjónustu við fatlað fólk. Tæp 12 milljarða árleg aukning til sveitarfélaga Samkomulagið felur í sér tæplega 12 milljarða króna aukningu framlaga ríkisins til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Tæpir sex milljarðar komu inn í upphafi þessa árs og aðrir sex bætast við á næsta ári. Þetta eru varanlegar tilfærslur fjármagns og koma verulega til móts við kröfur sveitarfélaganna. Meginástæður aukins kostnaðar sveitarfélaganna sem ríkið mætir hér er vegna ýmissa laga- og reglugerðabreytinga sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og leitt hafa til mikilvægra breytinga og aukinnar þjónustu við fatlað fólk. Þar má nefna þjónustu á heimilum fatlaðs fólks vegna aukinnar áherslu á sjálfstæða búsetu, lögfestingu 15 klukkustunda almennrar þjónustu og lögfestingu NPA þjónustu, auk þess sem fjölgun notenda á árunum 2011-2021 umfram það sem áætlað var á sínum tíma skýrir stóran hluta kostnaðaraukans. Börn með fjölþættan vanda og öryggisþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk Starfshópur ríkis og sveitarfélaga mun halda áfram að vinna að mögulegum frekari breytingum á verkaskiptingu og kostnaðarskiptingu í málaflokki fatlaðs fólks. Kannaður verður fýsileiki þess að svokölluð þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fullorðið fatlað fólk sem þarf á öryggisþjónustu að halda færist yfir á ábyrgð ríkisins, en sveitarfélögin hafa kallað eftir því. Stefnt að útrýmingu biðlista eftir sértæku húsnæði Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að gerð verði 7-10 ára áætlun um uppbyggingu sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk með auknar stuðningsþarfir. Biðlistar eftir húsnæði hafa lengst á undanförnum árum. Markmiðið er að eyða biðlistum og uppfylla þjónustuþarfir fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og íslensk lög. Aukin samræming og eftirlit með þjónustu Ríki og sveitarfélög eru einnig sammála um að skilgreina fyrirkomulag og ábyrgð á samræmingu og eftirliti með framkvæmd þjónustunnar hjá sveitarfélögum, og einnig viðbrögðum ef þjónusta er ekki í samræmi við lög, reglugerðir og almennar kröfur. Þetta er lykilatriði til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Starfshópur um framtíðar áskoranir Í samkomulaginu felst líka að stofnaður verður starfshópur sem vinnur að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk, meðal annars til að auka gæði og hagkvæmi. Samtökum fatlaðs fólks mun verða boðið að sitja í hópnum. Þessi vinna er sérlega mikilvæg því það hefur vantað skipulagðan vettvang til þess að horfa til framtíðar og vænti ég mikils af vinnunni framundan. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður VG í SV-kjördæmi.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun