Hundinum Max hafi verið komið fyrir á rúmgóðum stað í vélinni þar sem hann gat komið sér vel fyrir án þess að ónáða aðra farþega. Samkvæmt Má hjálpar það honum að einbeita sér og halda rónni þar sem það getur verið mjög kvíðavaldandi fyrir hunda að fljúga, hvað þá blindrahunda sem þurfa að sinna sinni mikilvægu skyldu í tíu þúsund metra hæð.
Már birti í dag færslu á Facebook þar sem hann þakkaði fyrir góðu þjónustuna sem þeir félagar fengu og tók meðal annars fram að tekin hefðu verið frá þrjú sæti í fremstu röð til að um færi vel um Max litla, sem er reyndar ekkert svo lítill.
„Hvert sem við fórum var tekið á móti okkur af fagmennsku og góðvild. Með öllu hjarta þakka ég Play fyrir að gera hlutina rétt og fyrir að vera hið fullkomna dæmi um flugfélag sem vill að allir geti ferðast og verið með,“ skrifar Már í færslu sína.
Hann lýkur færslunni með því að óska öllum gleðilegra jóla frá sér og Max. Már og Laddi tóku höndum saman á dögunum við að gefa út jólalag sem ber nafnið „Mér finnst ég bara eiga það skilið.“ Sjá má tónlistarmyndbandið í spilaranum hér fyrir neðan.