BBC greinir frá því að mannskæður hvirfilbylur hafi riðið yfir Tennesseeríki síðasta laugardag og rifu húsbílinn sem barnið bjó í ásamt foreldrum sínum í sundur. Vindarnir rifu hann upp með húsbílnum þar sem hann lá í vöggu sinni. Barnið lifði þó af og fannst stuttu seinna í trjábol sem hafði brotnað í vindinum.
Veggirnir hrundu
Barnið, eins árs bróðir þess og foreldrar þeirra lifðu hamfarirnar öll af með minniháttar áverka.
„Hvirfilbylurinn kom og tók vögguna með barninu mínu í. Hann var það fyrsta sem fauk,“ sagði móðir barnsins í viðtali við fréttamiðil á svæðinu. Kærastinn hennar og faðir barnsins hélt í vögguna en hvirfilbylurinn feykti honum líka.
„Hann hélt í vögguna allan tímann og þeir þeyttust í hringi. Svo var þeim feykt í burtu,“ bætir móðir barnsins við. „Eitthvað sagði mér að hlaupa og leggjast á son minn. Á sömu stundu og ég lagðist á hann hrundu veggirnir. Ég var bókstaflega að kremjast, ég gat ekki andað,“ segir hún.
Fannst í „trjábolsvöggu“
Þegar hvirfilbylurinn hafði liðið hjá tókst henni að klöngrast upp úr rústunum ásamt eins árs syni sínum. Hún og barnsfaðir hennar hófu þá að leita að ungabarninu. Þau leituðu í hellidembunni og fundu barnið loks lifandi í því sem hún lýsti sem „lítilli trjábolsvöggu.“
„Ég hélt að hann væri dáinn. Ég var nokkuð viss um að hann væri dáin og að við myndum ekki finna hann. En hér er hann og það er Guði að þakka,“ segir hún.